Icesave hindraði sameiningu ráðuneyta

Frumvarp um sameiningu ráðuneyta iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar er tilbúið á skrifstofu forsætisráðherra. Til stóð að leggja frumvarpið fram í desember en á síðustu stundu var hætt við. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er andvígur sameiningu ráðuneytanna.

Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, sem helst véla um þessi mál fyrir Samfylkinguna töldu að ef frumvarpið yrði lagt fram myndi Jón Bjarnason greiða atkvæði gegn Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það frumvarp stendur tæpt og líkur á að stjórnin falli með frumvarpinu.

Jóhanna, össur og Steingrímur J. hættu við í bili að leggja fram frumvarp um sameiningu ráðuneytanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrossakaup Hreyfingarinnar voru þó ekki svona persónuleg.

Björn I (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband