Páfinn, Brusselvaldið og klíkurökin

Norðmenn bera traust til eigin ríkisstjórnar og skera sig úr frá mörgum öðrum Evrópuþjóðum sem treysta lítt heimastjórnum en hafa páfann í hávegum eða framkvæmdastjórnina í Brussel. Á þessa leið mæltist fræðimanninum Hans-Jörg Trenz á ráðstefnu í Osló fyrir viku um Evrópumál.

Orð Trenz eru áminning um að forræði andlegs lífs í Evrópu miðalda og löngum enn í suður- og austurhluta álfunnar var í Páfagarði í Róm. Þegar tók að rofa til með aðskilnað kirkju og ríkis og myndun þjóðríkja á 18. og 19. öld urðu sumar þjóðir afvelta innan framandi landamæra og jók á ófrið sem náði hámarki með tveim heimsstyrjöldum á síðustu öld.

Meginlandsþjóðir Evrópu eru tiltölulega ófeimnar að framselja vald til Brussel. Bæði er að miðlægt góðkynja vald er þekkt í evrópskri sögu, þ.e. páfinn, og eins hitt að kjarnaþjóðir álfunnar vita upp á sig skömmina með að klúðra friðsamlegri sambúð þjóðríkja.

Ísland er ekki hluti af evrópskri vandamálasögu. Upp á síðkastið er reynt að telja okkur trú um að vegna nálægðarinnar á Íslandi og klíkumyndunar er farsælast framselja forræði okkar mála til Evrópusambandsins.

Við féllum fyrir þessum rökum fyrir 750 árum. Tíminn þá hét Sturlungaöld og einar sex ættir, eða klíkur, börðust um völdin. Vaxandi veldi Noregskonungs, sem lagði undir sig bæði Grænland og Færeyjar, beitti brögðum og bandalagi við Páfagarð til að fá íslenska höfðingja að gangast undir erlent vald.

Hálfu árþúsundi seinna tókst okkur að fá tilbaka hægt og sígandi forræði eigin mála. Við lærðum af þessari sögu staðreynd sem við gleymum ekki í bráð: Fullveldi er lífsnauðsyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðstæður 1262 voru þannig að meðan höfðingjar Sturlungaaldar gátu ekki linnt ófriðnum innanlands og voru ásamt fyrri kynslóðum búnir að leika skóga landsins svo grátt að Íslendingar gátu ekki lengur tryggt samgöngur við landið áttu menn ekki annars úrskosti en að leita til Noregskonungs og það var algert aukaatriði hvort hann ásældist þetta útsker eða ekki.

Ómar Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 01:13

2 identicon

Fullveldi ekkert annað kemur til greina. Ásókn útlendinga í Íslenskar auðlindir og áhrif á norðurslóðum, pólitikst hatur samspillingarinnar á þjóðinni fyrir að kjósa sjálfstæðisflokkinn og ógeðsleg græðgi nokkura manna kom þessari sturlungaöld af stað.Munum það að uppúr aldamótum áður en velskipulögð og vel undirbúin óværan dundi á þjóðinni vorum við með rikari þjóðum búnir að byggja upp gott heilbrigðis og menntakerfi á heiðalegan Islenskan hátt.Nú gengur allt spunaruglið útá að bróta þettað allt niður með lygum svikum og blekkingum.Esb benti okkur á að æskilegt væri að einkavæða bankana eftir að þeir settu stórgallaðar reglur um innistæðutryggingar liklega i þessum tilgangi Finnur Ingólfson ásamt samspillingu voru á móti reglum um dreifða eignaraðild auðveldara að framkvæma það sem á eftir kom, og ekki má gleyma fjölmiðlalögunum sem var synjað.Verkin hafa talað hinir óprúttnu aðilar eru berstrípaðir norræna velferðarstjórnin valdagræn og samspillt sem samþykkti ekki tilllögu um aukinn mannréttindi hjá sameinuðu þjóðunum vegna þrystings frá annari norrænni velferðarstjórn fólk blindað af pólitisku hatri og hefndarþorsta sem lýgur sig til valda fyrir erlent auðvald gegn Islensku sjálfstæði.VERKIN TALA

Örn Ægir Reynisson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Fullveldi er til staðar svo lengi menn standa á sínu. Formlegt fullveldi er bara pappírsgagn. T.d. er Kórea "fullvalda" en borgararnir ekki. Ég vil frekar "fullvalda og frjálsa" borgara Íslands innan ESB en en "fullvalda" klíkusamfélag einog við því miður þekkju það og þar erum við sammála Páll.

Sturlungaöldin er frábær saga sem allir ættu að kynna sér og nú er tækifærið í frábærri ævisögu um Snorra Sturluson. Íslendingar þeirra tíma og samfélag er ekki sambærilegt nema að þessu leyti að alltaf eru það hagsmunaklíkur, ættir eða samtök sem berjast um völdin. Núna ber mest á þeim sem eiga ítök í verslun og útgerð. Það var kannski líka áður fyrr þó á lægra plani.

Allt tal um "ásókn útlendinga" í íslenskar auðlindir á ekki við um ESB (því miður). Hinsvegar hafa alþjóðlegir auðhringar sem sannarlega hegða sér einog glæpasamtök þar sem þeir ná völdum þegar búnir að hreiðra um sig hér og hyggja á frekari vinninga. Ég lít á það alveg einsog afsal "fullveldis" hvernig við höfum látið undan þrýstingi til virkjunarframkvæmda vegna afurðar sem flutt er úr landi óunnin og okkur arðlaus.

Það er ekki ESB að kenna þó "við" höfum misstigið okkur í drambi og forheimskun. Við getum ennþá lært.

Gísli Ingvarsson, 15.12.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband