Mánudagur, 16. nóvember 2009
Hvar er Ögmundur?
Icesave-málið er þess eðlis að það þarf að minnsta kosti að ræða það til jóla. Augljóst er að samkomulagsvilji sem stjórnarandstaðan sýndi ríkisstjórninni var misnotaður. Lögin sem Alþingi hefur þegar samþykkt um ríkisábyrgð voru það lengsta sem hægt var að ganga til móts við kröfur Breta og Hollendinga.
Ríkisstjórnin er ekki að vinna þjóðinni heilt. Ögmundur Jónasson þarf að stíga fram og neita stuðningi við frumvarpið.
Ef Ögmundur styður frumvarpið verður fyrri andstaða hans og afsögn ráðherradóms tilgangslaus skrípaleikur.
Icesave afgreitt út úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað var Ásmundur Einar Daðason nýi formaður Heimssýnar að meina með því að láta sig vanta þarna,en í stað hans sat Ólafur varamaður Guðfríðar Lilju,og kaus með þessu fjárans bulli sem Icesave er.Hverslags plott er í gangi þarna.?
Númi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:58
Miðað við hvað það hefur tekið langan tíma að koma þessu máli í gegnum þingið virðist það mega bíða. Það er alveg rétt athugað hjá þér að það voru pólitísk mistök Ögmundar og co að fara í stjórnarandstöðu. Spurningin er hvort við höfum fengið betri Heilbrigðisráðherra fyrir vikið?
Gísli Ingvarsson, 16.11.2009 kl. 23:03
Held ekki að Ögmundur muni segja nei. Um leið og Icesave 3 kom inn - enn hrikalegra en Icesave 2- tók Ögmundur að verja það svipað og Guðfríður: Það hefði tekið stakkaskiptum sagði hann jákvæður. Við getum engum treyst í stjórnarflokkunum.
ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:29
Og þó eftir umhugsun veit ég ekki með Ögmund. Og vegna þess að í heimasíðunni hans seinna, eftir það sem ég lýsti að ofan, svaraði hann lesendabréfi því að hann hefði aldrei lofað Icesave eins og Bretar og Hollendingar vilja hafa það.
ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:44
Þetta er taktíkin hjá VG ef menn eru á móti senda þeir annan í sinn stað. Ég einfaldlegatrúi þessu ekki,maður er orðlaus,Ásmundur af öllum mönnum
Stefán Óli Sæbjörnsson, 17.11.2009 kl. 00:20
Ef Jón aumingi að guð hefði skapað þig maður. Þá mundirðu sennilega skilja sjálfur og geta útskýrt hvers vegna hrunstjórnin gat ekki klárað þetta mál ag sinni alkunnu snilld. Hvers vegna situr blásaklaus ríkisstjórn uppi með þessa skelfingu? Hvernig í ósköpunum var þetta kallað yfir þessa þjóð?
Hvað eruð þið eiginlega að ræða um hér á þessari síðu? Voruð þið að koma frá tunglinu í dag eða hvað?
Óskiljanlegt hvernig hluti þjóðarinnar stundar afneitunartrúarbrögð með stjórnarandstöðunni.
Þórbergur Torfason, 17.11.2009 kl. 00:52
Ef þú ert að meina að fyrri ríkisstjórn hafi skrifað undir Icesave-nauðungina Þórbergur, ertu að vaða reyk og kannski sjálfur að koma frá tunglinu eins og þú ætlar öðrum. Við skuldum engan veginn Icesave og það er það sem við erum að ræða í þessari síðu, hafir þú alls ekki skilið það. Og um hvað ertu annars að tala þegar þú ræðst að fólki að ofan??? Lentirðu kannski í slysi á leiðinni niður á jörð. Blessaður vittu hvort þú getur ekki talað eins og manneskja við fólk. Og get ég líka minnt þig á að stærri flokkurinn í núverandi "BLÁSAKLAUSU" ríkisstjórninni var líka í síðustu ríkisstjórn og var lengi við völd þar á undan.
ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:23
Ríkisstjórnin og þeirra varðhundar eru hið eina sanna þjóðleikhús.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:51
Guðmundur, vandaðu pínulítið málfar þitt. Ég hef fyrir satt að kurteisi kostar ekki svo mikið sem einn eyri svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þeirri afborgun þó þú sitjir uppi með Icesave sem Davíð, Árni Matt og Ingibjörg Sólrún bjuggu til alveg gjörsamlega hjálparlaust. Það ættir þú þó að vita þó skýjaglópur sért.
Þórbergur Torfason, 17.11.2009 kl. 13:01
Hér verð ég að biðjast forláts. Mér yfirsást að einhver annar sérfræðingur í hrundansinum átti snilldarsendingu á hægri vænginn.
Einhver ElleE Þú tekur þetta til þín. Ég er bara alls ekkert að tala um að við skuldum eitt eða neitt. Það var bara skrifað undir skuldaviðurkenningu af hálfu sjálfs Hrunmeistarans í Svörtuloftum. Það vita allir sem hafa dvalið hér á þessari plánetu undanfarið ár og vertu svo ekki að gapa um eitthvað kæri vinur sem þú hefur greinilega ekki gripsvit á.
Þórbergur Torfason, 17.11.2009 kl. 13:06
Enn heldurðu þig við vitleysuna, kæri Þórbergur. Það var skrifað undir Memorandum of Understanding og það fór ekki gegnum Alþingi. Kannski mannstu ekki að það þarf að fara þar í gegn til að verða löglegt? Það er óheiðarlegt að ljúga upp á fólk og hvar í flokki sem það nú kann að vera.
ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 13:37
Það er samseka-spillingin sem stendur að þessu og hana þarf að fjarlægja.
Það sem steingrímur fattar ekki er að samspillingin lætur líta út fyrir að öll þessi mál sem eru mjög slæm fyrir þjóðina þ.e.a.s Iceslave og skattarnir komi frá VG.
Ekki er maðurinn svo heimskur að taka ekki eftir þessu?
Geir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:03
Þórbergur. Er það orðið "varðhundur" sem er fer fyrir hjartað á þér, þá stend ég við það. Ef ég er "skýjaglópur", þá ert þú væntalega rennusteinsbúi sem ruglar og lýgur sökum upp á saklausa sem bera nákvæmlega enga ábyrgð á Icesave, eins og því er fyrir komið í dag.
Stjórnarskráin segir SKÝRT að enginn geti gert ríkið fjárhagslega skuldbundið nema meirihluti Alþingis. Það á við alla snillinga sem koma fram fyrir hönd þjóðarinnar sem þú heldur að geti vigtað eitthvað í alþjóðasamskiptum eins og í tilfelli Icesave. Þetta vita allir erlendir embættismenn sem á móti þeim sitja, enda sama ákvæði í stjórnarskrá þeirra landa. Engar afsaknir um að mótaðilar hafi ekki gert sér grein fyrir lögum og umboði íslenskra samningamanna, halda ekki frekar fyrir dómi, vegna þess að það er í verkahring viðsemjenda að ganga í skugga um hvert vald og nákvæmt samningaumboð mótaðilans er.
Þetta er klárt og skýrt mál. Íslensku embættismennirnir geta aðeins lýst yfir persónulegum áhuga og skoðunum, en þeir geta ekki skuldbundið ríkissjóð frekar en ég eða þú, og það ekki undir NEINUM KRINGUMSTÆÐUM.
Fullyrðingar með að Árni, Davíð, Ingibjörg Sólrún, Össur, Steingrímur J. Svavar Gests og Jóhönna Sigurðardóttir eru einhvers slíks megnug er einfaldlega út í hróa. Það er örugglega "mikilvægt" fyrir jafn "grandvaran" aðila og þig að gera þér vel grein fyrir að með þessum fullyrðingum ertu að bera uppá þessa aðila brot á stjórnarskrá og hegningarlögum sem varða landráð. Skora á þig að standa við sannfæringu þína og stóru orðin og kæra þá fyrir yfirvöldum.
Hugsanlega fer betu að vita um hvað menn eru að tala áður en stigið er á stokk, og ekki verra að ef einhver möguleiki er á að taka þátt í umræðum án þess að bera við óþverralegum lygum, og þá hugsanlega þegja ef þeir hafa ekki þekkingu á málinu.
Icesave er ólögvarinn ofbeldisreikningur sem ekki einn varðhundur eða leiguþræll stjórnvalda hefur getað dregið fram einn einasta lagakrók veraldar sem segir að þjóðin eigi að ábyrgjast. Ekki einn einasta staf. Best segja þeir er fyrir þjóðina að leggjast í ræsið vegna blautra drauma um ESB, afturgöngu Hitlers, og borga nauðungarreikning sem aldrei var nein skuld á ábyrgð þjóðarinnar. Skemmtilegt að sjá að þú af öllum villt ráðleggja öðrum kurteysi.
Þú getur kynnt þér lagahlið Icesave málsins í grein Sigurðar Líndals lagaprófessors og helsta álitsgjafa Samfylkingarinnar hér:
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:10
Icesave: Steingrímur J. mótmælti Icesave harðlega 10. okt., 08 (35 min. + 39 sek. inn í þáttinn) og 10. nóv., 08 sakaði Össur Skarphéðinssson Breta og Hollendinga um að beita aflsmuni gegn okkur í Icesave (41 mín. + 47 sek. inn í þáttinn:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4503727/2009/10/20/
Steingrímur J. í janúar, 09:
"Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina
að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð
landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk
innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar
bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við
skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á
grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa
gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í
þessu sem öðru."
http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
Sigurður Líndal skrifar um Icesave 13. okt., 09:
Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.
Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:
http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061
ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.