Úrvinnslan eftir hrunið

Þjóðfundurinn er virðingarvert framtak til að búa vettvang fyrir fólk sem vill eiga samtal um hrunið og næstu skref samfélagsins. Fundurinn sýnir að það er ekki doði yfir fólki heldur er það tilbúið að horfa fram á veg, freista þess að ná samstöðu um hvað fór úrskeiðis og hvernig við ræktum garð okkar í framtíðinni.

Þjóðfundurinn er einn vettvangur af mörgum sem tekur hrunið til umfjöllunar. Sameiginlegt sjálfsprottnum vettvangi eins og þjóðfundinum og miðlum eins og blogginu er að þátttakan er ekki skipulögð ofanfrá, af stjórnvaldi eða pólitískum flokkum. Nauðsynlegt er fyrir samfélagið að eiga kost á margþátta samtali og uppgjöri við áratuginn sem kenndur er við útrásina.

Við erum ekki komin á leiðarenda í uppgjörinu en komin vel af stað.

 


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Þarna var ákveðið fólk - sem var boðið.

Fulltrúar stéttarfélaga og stjórnmálamenn . Ragnheiður Ríkharðsdóttor et al.

Ekki gott.

Ég held að þjóðin vilji aðeins eitt:

Réttlæti.

Byrjum á þingmönnum og ráðherrum sem þáðu peninga- styrki - af glæpalýðnum.

æEg skil ekki að þjóðin sætti sig við það ástand að á þingi og í ríkisstjórn sitji fókk sem þáði peninga af glæpamönnumþ

Hvar annars staðar gæti þetta gerst?

karl (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband