Sunnudagur, 25. október 2009
Eftirmál útrásar
Þökk sé erlendum stofnunum verður ekki hægt að sópa undir teppið óhreinindum sem útrásin skilur eftir sig. Tilburðir útrásarmanna og handlangara þeirra til að útskýra hrunið á Íslandi með falli Lehmans banka bera veruleikafirringu þeirra vitni.
Útrásarliðið hafði ekki snefil af sómakennd og komst upp með í krafti auðs og valda að ganga ljúgandi um götur og torg með þann boðskap að áræðni og snilli skýrði velgengnina. Í reynd voru það blekkingar og lögbrot sem lögðu grunninn að veldi útrásarauðmanna.
Lærdómur af útrásinni er margþátta og það tekur tíma að skilja samhengið.
Ásakanir um peningaþvætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta þarf auðvitað að rannsaka vel ofan í kjölinn hvort t.d. Björgólfs feðgar & bankarnir þeirra hafi snúist mikið um "peningaþvott fyrir mafíuna....!" En manni fyndist ekkert ólíklegt að þannig hafi í pottinn verið búið hjá Björgólfs feðgum. Það fer bara "hrollur um mann....!" Gylfi viðskiptaráðherra tala um að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heiminum, en kannski voru þeir í raun bara "bestu ræningjar Evrópu" - frekar augljóst að þeir hafa náð að setja Heimsmet í því að "ljúga & blekkja fólk & fjárfesta hérlendis & erlendis til að láta sig fá pening - pening sem aldrei stóð til að afhenda tilbaka....!" Þessir aðilar voru svo sannarlega með "einbeita brotarvilja í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur - skömm þeirra er því miður ævarandi...!" Tek hjartanlega undir þau orð þín Páll að: "Útrásarliðið hafði ekki snefil af sómakennd ..." Bara siðblindir einstaklingar haga sér eins og þetta lið hefur gengið fram, þetta eru í raun brennuvargar sem skilja eftir sviðna jörð alstaðar þar sem þeir stíga niður fæti - sorglegt lið vægast sagt..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 25.10.2009 kl. 11:41
Þessu hefur alla tíð verið haldið fram innan viðskiptaheims í Betlandi allt frá upphafi innrásar íslensku auðrónana, sem þeir ma. bentu á að fjárfestingaheimska þeirra væri með slíkum einæmum á fyrirtækjum sem þeir keyptu á margföldu yfirverði, að það þyrfti ekki kjarnorkverkfræðing til að sjá að ekki væri verið að reyna að ná árangri í neinu nema peningaþvætti fyrir rússnekar mafíur í gegnum íslenska banka. Ekkert hefur verið gert af íslenskum yfirvöldum til að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga. Ekki einusinni þegar rússneskur mafíuforingi hélt þessu fram fyrir töluverðu síðan í breskum fjölmiðlum, og með þekktum viðbrögðum auðrónana hérna sem stýra allri umræðunni í Baugsmiðlunum með Mbl. meðtöldu þá í eigu Björgólfsmafíunnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.