Laugardagur, 24. október 2009
Auðmannaforsetinn
Forseti lýðveldisins falbauð traust og trúverðugleika þjóðarinnar til hagsbóta fyrir siðlausa auðmenn. Ólafur Ragnar Grímsson gerði Bessastaði að félagsheimili útrásarhyskisins og þáði í staðinn einkaþotuferðalög um víða veröld og hásæti við veisluborð heima og erlendis.
Ef að líkum lætur mun Ólafur Ragnar sitja Bessastaði með sætt er og þiggja greiðslur frá almenningi til að gera þjóðinni miska. Auðmannaforsetinn kann ekki að skammast sín.
Forsetinn birtir bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"til að gera þjóðinni miska" ? Hvatvíslegt orðalag að vísu en öðru verður erfitt að andmæla í þessari færslu.
Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 15:38
Palli er ekki rétt að staldra við og hugsa ögn áður en bullið er látið flakka?
það var næstum öll þjóðin sem mærði bjórúlfinn á sínum tíma!
Forsetaembættið endurómaði fjöldann!
ingolfur (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 16:53
http://www.grapheine.com/bombaytv/movie-uk-c155ae0fb23ccb175891a1e8fd2add55.html
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 24.10.2009 kl. 17:15
Hann hefur örugglega einungis birt óþægilegu póstana. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill spurt eða rannsakað sannleiksgildi fullyrðingar Mbl. að hann fari með rangt mál þegar hann fullyrðir að lög heimila honum ekki birtingu allra þeirra "þótt hann vildi?"
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 17:38
En hvað með alla hina sem dásömuðu dýrðina, stjórnmálamenn og nánast öll þjóðin.
Finnur Bárðarson, 24.10.2009 kl. 17:49
Finnur. Það er ótrúlegt hve sumir eru gjarnir að kenna almenningu um útrásarófarirnar. Almenningur fékk ekkert að vita um allt fjármálaruglið. Ströng leynd hvíldi yfir því.
Hins vegar verðum við að gera kröfur til forseta Íslands um að hann hafi þokkalega ráðgjafa sér við hlið. Þannig að forsetaembættið sé ekki dregið niður í þið vitið hvað.
Sigmar Þormar, 24.10.2009 kl. 20:21
ALDREI hef ég haft minnsta álit á þessum forseta .Án Guðrúna Katrínar hefði hann ekki náð kjöri .Mér finnst hann frekur og falskur .Ætli hann sé ekki að fela eitthvað ?
Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.