Líkur á minnihlutastjórn aukast

Meirihluti þjóðarinnar hafnar Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og meirihluti er á móti ríkisábyrgð á Icesave-reikningum. Meirihluti er jafnframt á móti inngöngu í Evrópusambandið. Samfylkingin er með öllu því sem þjóðin er á móti.

Jóhanna Sigurðardóttir nýtur sífellt minna trausts en Steingrímur Jóhann er traustur og stöðugur í mælingum.

Líkur á að minnihlutastjórn Vinstri grænna taki við í haust aukast.


mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér líst ekki á Vinstri græna. Þar á bæ er kelling sem Svandís heitir og steindrepur allan ávæning af atvinnulífi sem á leið hennar verður. Þetta lið er geðfellt á sama hátt og þroskaheftir eru geðfelldir.  Íhaldið kemur ekki til greina. Verður ekki skást að hafa Framsókn í þessu? Einhver verður að sitja þarna.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Framsókn gæti alveg gert sig í minnihlutastjórn. En af því við erum að hugsa um kosningar n.k. vor er kannski óþarfi að skipta út nema öðrum stjórnarflokknum.

Páll Vilhjálmsson, 17.10.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú vanmetur Svandísi, það er töggur í henni og hún hefur þegar valdið miklu tjóni á undraskömmum tíma. Hún á mikið inni.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er rétt hjá Páli að þjóðin virðist hafa á hreinu hvað hún vill ekki en á sama hátt vefst fyrir henni að svara hvað hún vill. Það er hábölvað að hér skuli ríkja tæknileg stjórnarkreppa

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.10.2009 kl. 14:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kannanir eru furðulegt fyrirbæri. AGS og Icesave. Alveg eins hefði mátt leggja spurninguna svona fram: Finnst þér gaman að skulda upp fyrir haus? Svarið er augljóst. Held að stjórnin lifi lengur en hér er spáð.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Minnihlutastjórn vg - held ekki - það er algert lykilatriði að vg fari úr ríkisstjórn þannig að hægt verði að koma hjólum atvinnulífsins fari aftur að snúast - sammála Baldri, svandís að mikið inn -

Óðinn Þórisson, 17.10.2009 kl. 15:39

7 identicon

Góður punktur Björn. Um þetta snýst málið. Hægri mönnum á Íslandi sem finnst að þeir séu réttbornir til að fara með völdin líður auðsjáanlega illa núna og láta einskis ófreistað að ala á sundrungu í samfélaginu. Þjóðarhagur hvað?! Nauðsynlegt að núverandi stjórn sitji a.m.k. út þetta kjörtímabil. Til þess þarf hún þó að þétta raðirnar - áframhaldandi sérhugsjónaleiðangrar einstakra þingmanna og ráðherra gera ekkert annað en að grafa undan henni.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Undan hvaða steini skríður þú eiginlega, Reinhard Reynisson?

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband