Sjálfstæðisflokkurinn ríkisvæðir

Sjálfstæðisflokkurinn sturtaði almannafé í útrásarskolpið, fyrst fjármálastofnunum og síðan orkufyrirtækjum. Flokkurinn gírar sig núna upp í að styðja ríkisvæðingu atvinnulífsins með stórfelldum opinberum framkvæmdum í þágu þungaiðnaðar. Glaðbeittir talsmenn flokksins tala um Helguvíkurríkisstjórn stóriðjuflokka; Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf á framhaldsmeðferð að halda, flokkurinn er ekki búinn að jafna sig eftir taugaáfallið í október '08


mbl.is Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að þeir sem sagðir ætla að byggja álver í Helguvík , væru spurðir af því hvort þeir hafi peninga til verksins ?

Hvernig væri að þeir sem sjá eiga um orku sölu segi hvort þeir eigi einhverja orku til sölu ?

Það er ekki til orka í dag !

JR (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:46

2 identicon

Alla með tölu í meðferð.Á þessum tímum þurfum við annan Jörund,(Jörgen Jörgensen)Hundadagakonung þurfum við.

Númi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:49

3 identicon

Flokkurinn sem í orði kveðnu telur sig fylgjandi hagkvæmni hefur nú ofurtrú á mesta orkubruðli, sem til er í heiminum, álvinnslu, og dýrustu störfum sem hægt er að stofna og eru 40 sinnum dýrari en hvert starf í öðrum atvinnugreinum.

Flokkurinn býður upp á sovéskar lausnir, þar sem ríkið "skaffar" þungaiðnað sem aldrei getur veitt nema 2% vinnuaflsins atvinnu í verksmiðjum sínum, þótt hver einasti hver og hver einasta vatsnfall á Íslandi verði virkjað fyrir bruðlið.

Flokkurinn gumar af hundruðum starfa,, sem muni skapast næstu misserin við virkjana- og verksmiðjuframkvæmdir en lætur þess ekki getið að þegar þessum tiltölulega skammvinnu framkvæmdum lýkur verður allt þetta fólk atvinnulaust.

Láglaunafólkið, sem talað er um að fái þarna þessa tímabundnu vinnu, hefur þá eytt þessum tíma í að láta það vera að mennta sig og hefur beinlínis verið hvatt til þess að gera það ekki.

Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:18

4 identicon

þú ert greinilega öfga-vinstri-grænn

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband