Þriðjudagur, 6. október 2009
Stutta sagan um hrunið
Hugmyndafræði frjálshyggjunnar lagði grunninn, handvömm í einkavæðingu banka gerði útrásina mögulega; heimsk græðgi sá um rest.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hugmyndafræði frjálshyggjunnar lagði grunninn, handvömm í einkavæðingu banka gerði útrásina mögulega; heimsk græðgi sá um rest."
Tek hreinlega undir þessi orð þín Páll!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2009 kl. 22:14
Ertu ad verda kommi? Er thad vegna thess ad kommarnir eru horfnir af Dabbabloggi?
Palli...hvad kom fyrir thig? Fékkstu högg á höfudid?
Rebbi (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:19
Þó var aldrei um eiginlega frjálshyggju að ræða. Þá hefðu bankarnir t.d. aldrei verið teknir yfir af ríkinu og þá hefði engum dottið í hug sú firra að þeir nytu einhvers konar ríkisábyrgðar. Þetta var enda ekki frjálshyggja heldur eins hvers konar markaðskratismi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2009 kl. 22:29
Þess utan, hvar kemur gallað regluverk Evrópusambandsins inn í þetta?
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2009 kl. 22:31
Hvernig fellur það að þessari frjálshyggju sem á að hafa verið hér við völd
að ríkisútgjöld hafa aukist á hverju einasta ári síðust 20 ár
Grímur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:26
Frjálshyggja?? Hvar?
Undanfarnir 36 mánuðir (og meira) á þessum stóra byggingastað þjóðfélagsins hafa farið í að koma dýnamíttúbum stjórnvalda vel og vandlega fyrir í samfélagsbyggingunni. Tonn eftir tonn voru boruð djúpt inn í sökkul þjóðfélagsins og langt inn í burðarveggina. Byggingin varð sprengjuklár í október síðastliðnum, alveg 100% fokklár. Byggingaeftirlitið (stjórnmálamenn og fjármálaeftirlitið) tóku sprengjuhleðslurnar út og gáfu græna ljósið fyrir því að öllum dýnamíttúbunum bankakerfisins hafði verið komið rétt fyrir í byggingunni og að öllum byggingareglugerðum var stranglega framfylgt. Svo var haldið reisugilli hjá Sigga Samfó og þá var fyrst var ýtt á sprengjutakkana, einn eftir annann í samfleytt 8 mánuði Þeir voru margir sprengjutakkarnir svo það tók sinn tíma að gangsetja allar hleðslurnar. En full afköst sprengingar fjármálaeftirlitsins og embættismanna ríkisins eru þó loksins að nást núna. Frá því í október hafa dýnmít hleðslurnar því verið að springa, einni af annari, samkvæmt áætlun. Eigendur og íbúar byggingarinnar hafa verið að flýja bygginguna á meðan Svo hvar erum við stödd núna? Jú núna eru flestir komnir út úr byggingunni, en þó harla allsberir. Það er sem sagt núna að byggingin mun geta byrjað að hrynja saman fyrir alvöru. Fréttirnar af hruninu munu koma í stanslausu flóði á næstu 50 mánuðum. Oft mun þó enginn taka eftir þeim, sérstaklega ekki byggingayfirvöldin (banka- og viðskiptaráðherrar ásamt fjármálaeftirlitsleysinu) - en þær munu verða þarna samt, þ.e. fréttirnar. Einkum munu fréttirnar birtast í formi glæsilegra ársreikninga með skínandi rauðum tölum og í útsölubæklingum vinnuafls og húsnæðis, sem svo mun falla um 40-50% í viðbót í mörgum löndum. Hvoru tveggja En á meðan munu banka- og viðskiptaráðherrar ásamt fjármálaeftirlitsleysinu halda áfram að skála í kampavíninu hjá Forsetanum og vinna ötullega við að skrifa fleiri byggingareglugerðir sem þeir skilja ekki sjálfir og hafa aldrei skilið hvort sem er. En þeir munu hafa allt sitt á þurru, þeir eru nefnilega sprengjuheldir. Á meðan munuð þið hin halda áfram að vera á hryðju-verkamannalaunum
Frjálshyggja? Þvílíkt kjaftæði!
Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.