Mánudagur, 28. september 2009
Minnihlutastjórn, ekki þjóðstjórn
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur rann sitt skeið þegar Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-samningunum. Ófrávíkjanlegt pólitískt gjald til að fá viðsemjendur okkar að samningaborði er að ríkisstjórnin axli ábyrgð og fari frá. Þangað til verður allt frosið.
Mótbáran við að ríkisstjórnin segi af sér er iðulega að ekkert betra sé í stöðunni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, mótmælti því ekki í Silfri Egils að flokkurinn treysti sér ekki í ríkisstjórn vegna óuppgerðra hrunmála. Af þeirri staðreynd má ekki draga þá ályktun að ekki sé hægt að mynda nýja stjórn.
Þjóðstjórn hefur verið nefnd sem möguleik en það er afleitt fyrirkomulag. Það þýðir að engin stjórnarandstaða er á þingi og býður heim hverskyns hættu á undirmálum, undirferli og ósvinnu.
Minnihlutastjórn Vinstri grænna er á hinn bóginn raunhæfur kostur. Vg eru ekki aðilar að hruninu, eins og allir hinir flokkarnir. Með Vg í stjórn í skjóli samkomulags á þingi er ekki hætta á að framkvæmdavaldið gleypi þingið, eins og í tilviki þjóðstjórnar, en jafnframt myndi nást breið samstaða um helstu mál.
Minnihlutastjórnin yrði mynduð til skamms tíma 12-18 mánaða og yrði þá gengið til kosninga að nýju.
Aðstæður eru sérstakar nú um stundir og þær kalla á óhefðbundnar lausnir.
Athugasemdir
Góð pæling. Vandinn er sá að Íslendingar eru ekki svona skynsamir. Í fyrsta lagi myndi Framsóknarflokkurinn heimta að vera með í slíkri minnihlutastjórn ásamt hinum þremur Hreyfingarþingmönnum (sem vissulega komu ekki að hruninu líkt og VG og því hafa þeir málstað þar) svo er mér ómögulegt að sjá að nema lítið brot af Sjálfstæðisflokknum í Valhöll myndi samþykja að verja slíka stjórn VG falli. Þannig er þetta komið í hnút að nýju því á Íslandi er hugsunun ávalt sú sama þegar pólitík er annars vegar og sú hugsun er FLokkurinn fyrst og jafn mikið við um Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Samfylkingu. Minna um VG og augljóslega ekki Hreyfnguna því hún er varla til sem flokkur, hehe.
En eins og ég sagði í byrjun. Góð hugmynd en því miður fjarstæðukennd.
Andspilling, 28.9.2009 kl. 01:00
Drottinn blessi heimilið, Páll, en hver á að gæta málverkanna?
Er það ekki yfirskrift vinstri stjórnar?
Það eru málverkin sem vinstri menn vilja næla í, ekki statt?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 02:57
Þetta er hið þekkta syndrúm lömdu eiginkonunnar, sem fer ekki frá kallinum og er lamin eins og harðfiskur, af því að hún veit ekki hvort annað betra bjóðist ef hún fer og vill þess vegna ekki taka áhættuna.
Vona að aulahrollur er ekki skaðlegur heilsu manna, vegna þess að hann er nánast stanslaus við að fylgjast með þessum kostulega farsa Heilagrar Jóhönnu og raðlygarans Steingríms J, með litlu fótgönguliðunum sínum.
Við höfum langa hefð fyrir stjórnarandstöðu sem "segjast" ekki hafað gert neitt, og sannanlega gerðu ekkert neitt, þó svo að þjóðin hafi ausið peningum í þá flokka meðan þeir gerðu ekki neitt.
Nún grenja Samspillingaflokkarnir gamli og nýi, ógurlega af því að stjórnarandstaðan fer ekki að eins og þeir gerðu í áratugi, eða ekki neitt, og virðast nánast getað tekið öll völd af þeim, ef þeim sýnist svo.
Hvers vegna hefur aldrei komið upp sú umræða um hugsanlega ábyrgð stjórnarandstöðuflokka í aðdraganda hrunsin?
Er ekki ábyrgð VG falin í því að gera EKKI NEITT fyrir hrunið?
Hugmyndin um VG einir í stjórn er samt áhugaverð.
Könnun sem Útvarp Saga var að birta.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.