Sunnudagur, 27. september 2009
Össuarþáttur hrunsins
Utandagskrárumræða á Alþingi í janúar 2002 var um efnahagsmál og málshefjandi var Össur Skarphéðinsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar. ,,Stóru keðjurnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð. Hreðjatak þeirra á markaðnum hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur," sagði Össur og bætti við, ,,.það skoðun okkar í Samfylkingunni að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki sem hún þarf til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf til þess að vernda hagsmuni neytenda."
Í fyrsta svari sínu til Össurar fór Davíð Oddsson forsætisráðherra almennum orðum um efnahagsástandið og taldi það horfa til betri vegar þrátt fyrir verðbólguskot. Össur fór öðru sinni í ræðustól og brýndi forsætisráðherra. Davíð svaraði með þeim orðum að ,,[a]uðvitað á að fylgja því eftir að stórir aðilar séu ekki að misnota aðstöðu sína. Auðvitað er 60% eignaraðild í matvælafyrirtækjum, verslunarfyrirtækjum í matvælaiðnaði, allt of há hlutdeild. Auðvitað er það uggvænlegt og sérstaklega þegar menn hafa á tilfinningunni að menn beiti ekki því mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar."
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri tók gagnrýninni illa og gremja hans beindist að forsætisráðherra en ekki málshefjanda, formanni Samfylkingarinnar. Hreinn Loftsson stjórnarformaður var sendur á fund Davíðs. Þeir hittust í London, eins og síðar varð frægt.
Í framhaldi lagði Jón Ásgeir undir sig hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum, m.a. til að stjórna umræðunni með því að berja á þeim sem voru honum andsnúnir og hampa viðhlæjendum. Eftir því sem Jón Ásgeir efldist minnkaði gagnrýnistónn Össurar. Tveim árum eftir utandagskrárumræðuna lagðist Össur hart gegn því að böndum yrði komið á yfirburðastöðu Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum.
Össur og Samfylkingin gerðust útrásarsinnuð Baugsfylking.
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sögufölsun tengd Ingibjargar ræðu Borgarness. Þá hafði hún bent réttilega á að Davíð Oddsson skilgreindi fólk og fyrirtæki í tvö lið. Þá sem væru á móti honum og þá sem væru með honum. Þannig væri Samson og Björgólfsfeðgar góðu kapítalistarnir en Baugur og Bónusfeðgar vondu kapitalistarnir. Þar sem að hún gagnrýndi að stjórnmálamenn gengju fram með slíka afstöðu til fyrirtækja í þjóðmálaumræðunni var því snúið upp á Samfylkinguna að hún væri að gæta hagsmuna Baugs.
En vonum að Davíð hafi lesið úttekt Halldórs Halldórssonar á viðskiptum Björgólfsfeðga og í ljósi ICESAVE og Landsbankasölunnar þar sem einungis var tekið lán en ekki borgað, þá hlítur hann að leiðrétta þetta. Þar komi fram uppgjör við þetta tengslanet og yfirlýsing um að þeir hafi ekki reynst traustsins verðir.
Sennilega væri þó réttara að setja fjölmiðlalög sem bönnuðu einstaklingum sem hafa tekið þátt í yfirhylmingu með sakamönnum að verða ritstjórar.
Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 21:00
Það vefst tekki fyrir neinum en þeim Sampillingarspunatrúðum sem reyna að endurskrifa söguna, um hvað Borgarnesræðan fjallaði. Ingibjörg tiltók sérstaklega 2 önnur afar umdeild fyrirtæki með jafn umdeildum stjórnendum og eigendum með Baugi. Það voru Kaupþing og þáverandi Norðurljós Jóns Ólafssonar, sem Jón Ásgeir eignaðist í einni ævintýra viðskiptafléttunni, og varða að því Dagsbrún/IFS/365 miðlar/365/Rauðsól/NFS/Íslensk afþreying/???. Hún gaf þeim sitt heilbryggðisvottorð og Samfylkingunnar um leið hvort sem það hentar seinni tíma söguriturumflokksins betur og ver.
Á sama hátt var hún "ekki" að tala niður til manna í Háskólabíói, með "þið eruð ekki þjóðin", frekar en hún væri að hóta "vinkonu sinni" á öðrum fundi með að segja ekki opinberlega skoðun sína alla, annars gæti hún haft verra af. Fjölmörg önnur dæmi af henni og öðrum fyrirmönnum Samfylkingarinnar eru vel þekkt þegar Baugsmönnum var sérstaklega hossað, ma. með árásum á lögreglu ofl.
Þetta eru dæmigerð sögufölsun spunatrúða sem þykjast vera að endurrita söguna flokkunum sínum til heilla, sem getur hitt þá illilega fyrir eins og bjúgverpill í hausinn ef ekki er gætt að sér.
Það er löngu kominn tími til að gengið verður í af óflokksbundnum fagmönnum að taka saman fullkomna greinagerð með öllum atburðum tengdum hruninu um þátt stjórmálamanna, flokka, auðróna, fjölmiðla, embættismanna os.frv... os.frv.... Hvað hver sagði hvað og gerði og gerði ekki, og það áratug ef ekki lengra aftur í tímann. Það mun örugglega ýmislegt skrítið og stórmerkilegt koma fram, sem gjörbreytir nútíma söguskýringum Samspillingar spunatrúðanna, sem hafa verið uppteknir undanfarin misserin að reyna að endursemja IceSavesöguna, með kátlegum tilburðum og engum árangri, sem má ágætlega sjá á meðfylgjandi bloggþræði "Vangaveltur Egils" "Kerfisbundin fölsun hafin á sögunni af IceSave leynimakkinu".
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/939479/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:11
Þú hefur meiri reynslu af trúðum heldur en ég Guðmundur. Sýnist þú vera vígamaður úr hinni einu sönnu samspillingu, tengslanets fyrirtækja og fjölskyldna sem þrifust undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins. Þar ber fyrst að nefna yfirhylmingu yfir glæpastarfsemi Björgólfsfeðga sem er nú í umræðunni. Hrun spilaborgarinnar og örvæntingarfullar tilraunir til að endurlífga Davíð Oddsson sýna hið sjúklega umhverfi sem að Flokkurinn og foringinn bjuggu til í landinu. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 08:46
Gunnlaugur. Þú fellur í gömlu þreyttu Samspillingargildruna eins og við mátti búast. Það er ekki sjáfgefið, þótt að ég er ekki vinur þinn, að ég er þá vinur óvinar þíns. Að mönnum hugnist ekki lélegasti stjórnmálaflokkur Íslandssögunnar, eða málefnaþurð þeirra sem hann verja, þá þýðir það EKKI að maður aðhyllist einhvern annan, álíka vondan.
Ég kýs ekki fólk sem hafa ekkert fram að færa, eða flokka sem eru fullir af slíkum og hef ekki gert í um 3 áratugi. Get ekki séð að nein breyting verði þar á, og örugglega ekki Samspillinguna sem að mínu mati eru enn verri og sýktari en Sjallarnir náðu nokkurntíman að verða.
Tilgangur og vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins á að vera öllum kunnur, og ekkert að koma á óvart. Big Mac flokkanna. Þú veist nákvæmlega að hverju þú gengur, á meðan Samspillingin er óútreiknanlegri, koma aftan að kjósendum og þjóðinni (sérílagi Vinstri grænum), enda fara hagsmunir hennar yfirleitt ekki saman við hagsmuni flokkseigandans, útrásarglæpagengjanna og flokkselítunar.
Hef ekki það vont hjarta að pönkast í hinum almennna kjósanda flokksins eða annara flokka, sem lætur teyma sig á asnaeyrunum með að falla fyrir þessum loforðafroðu sem sullast úr vondu fólki rétt fyrir kosningar.
Mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja þetta örvæntingu fólks og dýrslegt hjarðeðlið og ótrúlega foringjadýrkun á einhverjum sem hafa nákvæmlega ekkert fram að færa, eða gert til að vinna sér slíkt traus og aðdáunar.
Ráðherraval og framganga ríkisstjórnarinnar er skýr sönnun máls míns.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.