Lífeyrissjóðir í útrás

Lífeyrissjóðir landsmanna létu stórfé í útrásarfyrirtækin. Hvort sem það var handvömm eða löngun til að taka þátt í græðisspillingunni þá fóru lífeyrissjóðirnir ógætilega með fjármuni almennings. Til að bíta höfuðið af skömminni stunda lífeyrissjóðir það í dag að koma í veg fyrir uppgjöri gagnvart hrunfyrirtækjum með því að veita ónýtum fyrirtækjum greiðslufrest. Með því að fyrirtækin fara ekki í gjaldþrot þurfa lífeyrissjóðirnir ekki að afskrifa strax hlutafé og eða lánsfé í föllnu fyrirtækjunum. Aukaverkun af þessari háttsemi er að atvinnulífið verður seinna að ná sér á strik. Ónýtu útrásarfyrirtækin hamla því að nýr atvinnurekstur komi í stað þess gjaldþrota.

Í gær var sagt frá Baugsgjaldþroti í frétt í Viðskiptablaðið Morgunblaðsins. Þar kom þetta fram

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segist ekki vongóður um að eitthvað fáist upp í kröfur lífeyrissjóðsins. „Ég óttast hreinlega að það fáist ekki mikið upp í almennar kröfur á eftir forgangskröfum og veðkröfum," segir hann. „Við töldum þetta [Baug] ágætan kost á sínum tíma og höfðum til hliðsjónar ársreikninga og upplýsingar um reksturinn sem þá virtist vera í ágætu lagi," segir Gunnar, en sjóðurinn er með veð fyrir hluta krafna sinna. Hann segir að draga megi lærdóm af tapi sjóðsins á fjárfestingum.  

Fyrsti lærdómurinn er að viðurkenna mistök. Baugur var afskráður úr Kauphöllinni árið 2005 og enginn fjárfesti með réttu ráði hefði átt að setja krónu í Baug þegar alþjóð var orðið ljóst að Jón Ásgeir Baugsstjóri stóð ekki í venjulegum rekstri heldur í sjúskuðu valdabraski.

Hvernig væri nú að lífeyrissjóðirnir gerðu hreint fyrir sínum dyrum?


mbl.is Dulbúin hótun bræðra í garð íslenskra kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband