Tilræði við þingræðið

Ríkisstjórnin ætlar að fallast á kröfur Breta og Hollendinga um að fyrirvarar Alþingis við Icesave-samninginn verði ómerktir. Tvíeykinu í forystu ríkisstjórnarinnar er ekkert heilagt er völd eru annars vegar. Steingrímur J. og Jóhanna vita að falli Icesave-samningurinn fer ríkisstjórnin sömu leið.

Icesave-samningurinn var ónýtur samningur sem Alþingi reyndi að gera bærilegan með stífum og ákveðnum fyrirvörum. Bretar og Hollendingar ætla ekki að samþykkja fyrir sitt leyti þessa fyrirvara.

Af því leiðir að Icesave-samningurinn er fallinn.

Í stað þess að ríkisstjórnin standi með þjóðinni er ætlunin að grafa undan þingræðinu með því að ómerkja lög frá Alþingi. Ríkisstjórnin er bandamaður Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni ef hún heldur fast í þessa afstöðu.

Ríkisstjórnin verður að fara frá völdum og boða til nýrra kosninga.


mbl.is Ekki „afsláttur" af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Af því leiðir að Icesave-samningurinn er fallinn."

Voru greidd atkvæði um ICESAVE  samningin á alþingi ?

Var það ekki eitthvað annað sem greidd voru atkvæði um ?

JR (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, ef Bretar og Hollendingar samþykkja ekki fyrirvara Alþingis er samningurinn fallinn vegna þess að ríkisábyrgðin er skilyrt í fyrirvörunum, sem eru óaðskiljanlegur hluti af ríkisábyrgðinni.

Páll Vilhjálmsson, 17.9.2009 kl. 22:07

3 identicon

Þegar þú ferð í búðina þá er það alveg sama epli eða appelsína ?

JR (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

?

Páll Vilhjálmsson, 17.9.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: Katrín

JR þótti aldrei skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Katrín, 17.9.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alþingi samþykkti ríkisábyrgð með fyrirvörum. Ef Bretar og Hollendingar fallast ekki á þessa fyrirvara þá er enginn samningur í gildi með ríkisábyrgð. Því breytir vanhæf ríkisstjórn ekki. Því gæti hins vegar Alþing breytt ef þeim sýnist svo, þegar það kemur saman að nýju.

Sigurður Þorsteinsson, 17.9.2009 kl. 23:06

7 identicon

,,JR þótti aldrei skarpasti hnífurinn í skúffunni."

Síðast þegar ég vissi þá þurfti ég ekki að notast við það sem þú hefur !!!

JR (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 23:07

8 identicon

Bæði Steingrímur og Jóhanna fullyrtu að breytingarnar rúmuðust innan "glæsilegs" Svavars samningsins, og að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja þær. 

Lánleysi stjórnvalda með skötuhjúin í farabroddi er alger, og ekki orð að marka sem frá þeim kemur. 

Sjúkleg valdafíknin er eins og hún getur orðið verst og hættulegust, og þjóðinni nú þegar afar dýrt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 00:41

9 identicon

og á meðan fundar nú Jóhanna bara með utanríkisráðherra Spánar um ESB.

ægilega gaman.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 04:21

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bretar og hollendingar, vanir samningamenn, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna.

Reynum að klúðra ekki málum að nýju !

Áfram Ísland ekkert ESB !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 08:37

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé þarna gullið tækifæri fyrir okkur að hafna þessari ábyrgð alfarið og vísa málinu til alþjóðadómstóla, eins og alltaf átti að verða.

Sá þrýstingur sem við finnum til að gera það ekki, markast af sannfæringu manna um að við vinnum málið. Allavega eru það orð Kristínar Halvorsen, þegar hún mælti gegn málaferlum. Málið varðar traust almennings á bankakerfinu í löndum heims. Það er að sjálfsögðu lítið, en það að standa í vegi fyrir okkur er liður í því að viðhalda blekkingunni.

Það er hinsvegar öllu verra fordæmi, sem fæst með slíku, en það er það að alþýða manna, hvar sem er, verði sjálfkrafa ábyrg ef svikamillur fjárglæframanna af þeirrra þjóðerni springur.  Það er leynt og ljóst markmiðið líka.

Hér er það AGS og Wall Street, sem ráða för. AGS hefur, með því að beita sínum sjakölum, stöðvað öll lánavilyrði til okkar í kjölfaar hrunsins og fengið bæði rússa og norðmenn til að flytja láninn inn í lánapakka AGS.  Menn ættu að vera löngu farnir að sjá hvaða tafl er verið að leika hér. Rétt er líka að minna á að við hrunið, sem og í dag, er govenor AGS í bretlandi, enginn annar en Alistair Darling.

Þegar þessi bolabrögð og skaðinn af þeim koma til kasta dómstóla, er ég ekki í minnsta vafa um að við vinnum málið.   Allavega er þessi reikningur ekki  okkar.

Hvenig væri nú að skipa nefnd lögfróðra um að undirbúa þessi mál?

Það er einnig vert að minna á að hvergi hefur það verið sagt að við fáum ekki fyrirgreiðslu nema við borgum. Það er meinloka. Menn eru einvörðungu að knýja á um málalyktir og að málið komist í farveg. Dómsmál er því viðsættanlegur frágangur á málinu.

Það myndi einnig kaupa okkur langþráðan frest, auk þess sem að við ættum þá að geta hent AGS út. Það er frumskilyrði. Það hugnast AGS hinsvegar ekki og því eru inngrip þeirra gegn öllum bjargráðum svona. Hámarka tjónið og gefa okkur banksterunum á vald.

Þetta er árás. Þetta er stríð. Öll stríð snúast um auðlindir og peninga. Virtir hagfræðingar á borð við Gunnar Tómasson og Michael Hudson eru búnir að reyna að benda okkur á þetta, en mönnum virðist ómögulegt að sjá þetta í víðara samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2009 kl. 14:18

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hver er þín draumaríkisstjórn Páll?

Árni Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 14:20

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn ætla að standa fastir á því að þetta fari fyrir þingið og breytingar gerðar að kröfum BRETA og Hollendinga, þá er eins gott að það sé eitthvað markmið með því.  Það markmið ætti að vera dómstólaleiðin. Ef ekki, þá er þessi gagrýni þín og framferði framsóknarmanna og sjálfstæðismanna, ekkert annað en meiningarlaus populismi og spuni.

Vilji menn ekki samþykkja Icesave, þá greiða þeir atkvæði gegn því, en sitja ekki hjá. Vilji menn ekki samþykkja Icesave, þá verða þeir að hafa einhverja aðra leið í boði. Markmið, Ástæðu.

Það markmið ætti að vera að  koma málinu fyrir dómstóla. Það er raunar enginn annar kostur.  Hvað segir þú? Er einhver meining eða markmið að baki þessari gagnrýni þinni? Eldmóður, réttlætiskennd, úrræði?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband