Ríkisstjórnin í höndum Breta og Hollendinga

Bretar og Hollendingar hafa líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í höndum sér. Ef bresk og hollensk stjórnvöld neita að fallast á fyrirvara Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna er ríkisstjórn Íslands fallin.

Það eitt að afdrif íslenskrar ríkisstjórnar sé í höndum stjórnvalda í London og Haag er lýsandi fyrir vandræðin sem útrásarauðmennirnir skópu þjóðinni.

Líkurnar eru fyrir því að Hollendingar og Bretar sjái aumur á ríkisstjórn Jóhönnu og hafni ekki alfarið niðurstöðu Alþingis. Þeir vita sem er að samningsstaða Íslands er snöggtum betri núna en hún var í kjölfar hrunsins. Á hinn bóginn vakna grunsemdir við það hvernig staðið er að kynningu á viðbrögðum útlendinganna. Ef málið væri sæmilega klippt og skorið hefði einföld fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu útskýrt niðurstöðuna. Sérstakir þingnefndarfundir þegar þingið er í fríi veit ekki á gott.


mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru allaf jafn djúpstæðar stjórnmálaskýringarnar á þessum bænum

Jón Ingi Cæsarsson, 17.9.2009 kl. 16:03

2 identicon

Hvernig sem þetta fer þá skrifast þetta klúður algjörlega á sjálfstæðisflokkinn- þann sama og nú reynir að eyðileggja björgunarstarfið eftir tortýmingu flokksins á efnahag þjóðarinnar.

Óskar (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óskar. hverjir sömdu þennan Icesave samning?

hverjir skrifuðu undir hann?

hverjir samþykktu og hann og vildu helst samþykkja án allra fyrirvara? 

ekki vera að reyna það að moka flórnun úr stýju vinstriflokkanna. Þeir tóku alfarið á sig alla ábyrgð í sumar. 

Fannar frá Rifi, 17.9.2009 kl. 16:24

4 identicon

Vonandi afþakka þessar kúgunarþjóðir með handrukkara AGS og ESB í fararbroddi þessa Icesaveviðgerðartilraun og heimsku stjórnvalda, og snúa sér að einu réttu leiðinni sem er sú lagalega, enda nóg af möguleikum sama hvað lygasveitir stjórnarflokkanna halda fram.

 Það má hafa lúmskt gaman af varðhundum sjórnarflokkana eins og Óskari sem sér ekki skóginn fyrir trjánum,  sem gengur erindi spilltra stjórnmálamann sem vilja tryggja að auðsvínin komist refsingarlaust upp með fullkomna glæpina sem þeir eru enn að fremja í skjóli þeirra og kerfisins.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:35

5 identicon

Fannar: ég hélt nú að flestir vinnu eftirfarandi staðreyndir en það er greinlegt að svo er ekki:

Landsbankinn sem kom okkur í þetta klúður var nánast eign sjálfstæðisflokksins eins og hann lagði sig- gefinn af flokknum til flokksfélaga í svokallaðri einkavæðingu og stjórnað af "flokkshollum " gæðingum.

Fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins skrifaði undir bindandi minnisblað í nóvember um að Icesave yrði borgað og það sem meira er, hann var tilbúinn í 6,7% vexti og byrja að borga strax.

Neyðarlögin sem sett voru í kjölfar hrunsins gera það útilokað að við kæmumst upp með að borga þetta ekki.  ÞAÐ VAR ÞVÍ ALDREI FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI Á ÖÐRU EN AÐ SEMJA UM ÞETTA MÁL OG ÉG SEGI ENN OG AFTUR AÐ ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖMURLEG ARFLEIFÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS TIL ÞJÓÐARINNAR.

Óskar (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:38

6 identicon

Óskar.  Þú ferð með hreinar og klárar lygar að einhver hafi getað skuldbundið ríkissjóð eins og fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar. 

ÞAÐ ERU LYGAR SAMFYLKINGAR 1 & 2 VG.

 Heilög Jóhanna eða Steingrímur J. og eða rikisstjórnin geta td. ekki lofað einu né sem skuldbindur ríkissjóð.  PUNKTUR. 

ALÞINGI EITT GETUR GERT ÞAÐ MEÐ MEIRIHLUTASAMÞYKKT OG LAGASETNINGU.

 Legðu fram eitthvað sem minnir á að fullyrðingar þínar hafi EINHVERJA STOÐ LÖGUM.

 Og svona til gamans, svaraðu því, HVERS VEGNA ÞURFTI AÐ SAMÞYKKJA MEÐ ÖLLUM SUMAR SIRKÚSNUM, FRUMVARP TIL LAGA UM AÐ ÁBYRGJAST ICESAVE RUGLIÐ EF ÞAU LÖG VORU TIL EINS OG ÞÚ REYNIR AÐ FULLYRÐA?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:58

7 identicon

Ps. Óskar.  Það hafa ekki ómerkari lagasérfræðingar "EN ÞÚ" eins og td. fyrrverandi forseti Hæstaréttar Magnús Thoroddsen bent á allt að 5 færum dómstólaleiðum, með Héraðsdóm ma. sem þessar þjóðir getað nýtt sér auðveldlega, fyrir utan gerðadóm og EFTA dómsstólinn sem er skilt að gefa álit ef þess er óskað í málum sem þessum.

Legg til "EF ÞÚ VEIST BETUR", að þú endilega komi þínum rannsóknum og "SÖNNUNUNARGÖGNUM" á framfæri við erlenda og innlendra lagaprófessora og lagasérfræðinga í alþjóðarétti, svona til að þeir þurfi ekki að gera sig að "athlægi" með "RÖNGUM" málfluttningi.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ríkisstjórnin fellur ekki  með þessu máli. Lögum má auðveldlega breyta ef þurfa þykir. Setti ekki stjórn Geirs Haarde neyðarlögin, sem  kipptu ýmsum öðrum lögum úr sambandi?

Sorglegt að sjá öfgafullan málflutning sjálfskipaðra fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu. Umburðarlyndi er ekkert, bara heimskulegt hatur.

Hef oft velt því fyrir mér hvað Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu gert í IceSave málinu, hefðu þessir flokkar hlotið betra brautargengi 25. apríl í vor.

Björn Birgisson, 17.9.2009 kl. 18:03

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Alveg stórmerkilegt að fólk vilji enn taka virkan þátt í þeim viðbjóði sem flokkspólitík er og styðja "sinn flokk" hvað sem á gengur.

Hvað vill blogghöfundur sjá í stað þeirrar stjórnar sem nú situr???

Haraldur Rafn Ingvason, 17.9.2009 kl. 18:09

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar : Við skulum ekki gleyma því að í hátt í 2 ár áður en stofnfjárhlutir Kaupþings og Landsbanka voru seldir þá gátu bæði þú og ég sem aðrir keypt hlutabréf í þessum bönkum. Það skrítna var nú að daginn fyrir t.d. kaup Bjöggabófanna á Landsbankanum þá gátum við Jónarnir keypt hvert hlutabréf í bankanum á lægra verði en þeir guldu fyrir hvert hlutabréf þegar þeir keyptu 43 eða 47 prósentin í bankanum ! Af hverju tala menn um gjafir í því samhengi, það skil ég seint. Hafi verið um gjafir að ræða þá voru þær á bréfunum til okkar venjulegu Jónanna en ekki þeirra sem hærra verð urðu að gjalda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.9.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband