Steingrímur J. tekur þjóðina í gíslingu

Hafni Bretar eða Hollendingar Icesave-lögunum er ríkisstjórnin búin að vera. Stjórnmálaferill Steingríms Jóhanns Sigfússonar er þar með farinn í vaskinn. Bakland formanns Vg er eyðimörk vegna svika hans í ESB-málinu og hans eina von er að fá að sitja sem ráðherra og bæta fyrir mistökin 16. júlí.

Steingrímur J. telur að himinn og jörð farist ef Icesave-lögin verði tilefni til nýrra samninga við Breta og Hollendinga. Það er rakið bull sé haft í huga að við munum fyrst fara að greiða af skuldbindingum okkar eftir sjö ár og þetta er smámynt hjá viðsemjendum okkar.

Steingrímur J. ruglar saman sinni eign stöðu sem stjórnmálamanns og stöðu þjóðarinnar. Svikahundurinn frá Þistilfirði er tilbúinn að leggja samfélagið í rúst - aðeins ef hann fær að halda völdum. 

 


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hann hefur ítrekað viðurkennt undir það síðasta að völdin séu það sem skipti hann máli. Fyrir þau er öllu fórnandi, hugsjónum (hafi hann einhvern tímann haft þær), kosningaloforðum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og jafnvel þjóðinni og komandi kynslóðum hennar.

Hann segist nú stunda "real pólitík" sem felur það í sér að haga seglum eftir vindi hverju sinni og er annað nafn á rakinni tækifærismennsku.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 20:26

2 identicon

Steingrímur hefur ekki tekið neinn í gíslingu. Hann hefur aldrei ítrekað að völdin skipti máli.

Það var Davíð sem tók þjóðina í gíslingu og 20 ára valdstjórn öfga íhaldsmanna.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 20:36

3 identicon

Það besta sem getur gerst er að þeir hafni samningsruslinu og menn byrji upp á nýtt með fagfólki sem hefur reynslu af alþjóðlegri samningsgerð, sem sú sem Svavar stýrði hafði víst ekki neina.

Að reyna að lappa uppá hræið eins og hann var, og endaði í einhverri pólitískri málamiðlunar tilraun, sem allir tapa á og hefur ekkert með hagsmuni þjóðarinnar að gera.

Tilgangurinn lítill annar að halda lífi í valdasjúklingum sem geta ekki unt öðrum að komast að kjötkötlunum sem þeir ætla að eiga hvað sem það kostar.

Vonandi komast að samningaborðinu allir þeir sérfræðingar sem unnu kauplaust við að reyna að koma vitinu fyrir Steingrím J, Svavar og Indriða G, sem sýndu og sönnuðu að þar fóru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni, hvað varðar jafn vandasamt verk og alþjóðlega samningsgerð varðar, og ekki síst í að svara gagnrýni og ábendingum sérfræðinga með einstökum hroka og rökleysu.

 Það eru ekki nokkrar líkur á að hægt verði að gera verri Icesave samning en Steingríms J og Samfylkingarinnar. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem er með þjóðina í gíslingu en það var sjálfstæðisflokkur og samfylking sem buðu honum hingarð. Samfylkingin og Steingrímur Joð eru eingöngu leppar alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skömmin er að þeim líður vel í hlutverkinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.9.2009 kl. 21:11

5 identicon

Það er ekkert samnings borð.  EU setti regluna og ekkert frávik. Þið hlótið að sjá það hvernig máið var uppsett frá EU???????????

Vantar ykkur hina hvörnina?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 21:15

6 identicon

Mannleysan er viðbjóður og svikari

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 21:45

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ólafur, horfðu t.d. á Kastljósviðtal við Steingrím frá því í sumar. Þar kemur skýrt fram að það sem fyrir honum vakir fyrst og síðast er að hanga í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 21:56

8 identicon

Stjórnmálamaður sem á sér aðeins eitt markmið - að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar - gerir allt til að halda sjálfum sér í stólnum. Slíkur maður selur gjarnan sál sína lægstbjóðanda, sem er Samfylkingin. Steingrímur J kann í raun ekki að vera í stjórn. Hans eðli er að vera í stjórnarandstöðu, því þar brillerar hann. Þá er hægt að blaðra blygðunar- og ábyrgðarlaust, sem er hans helsta sérkenni. Sjáið fyrir ykkur Steingrím í stjórnarandstöðu í sumar? Hversu oft haldið þið að þá hefði þurft að bera hann út - ærandi óstöðugan af heift - í spennitreyju?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:15

9 identicon

Hefur þú ekkert betra að gera en að bulla á þessu bloggi um allt og ekkert? Ég ætla að vona að þú sért ekki á launum hjá hinu opinbera við þessa iðju. Við landsmenn þurfum á einhverju gáfulegra að halda en svona innihaldlausu íhaldsbulli að halda.

Hulda björk (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:51

10 identicon

Þessi pistill fær 10 í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Stendur Hannesi Hólmstein fullkomlega snúning í sögufölsun og áróðursritun fyrir flokkinn. Já, rétt. STÉTT MEÐ STÉTT.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 23:32

11 identicon

Magnaðar þessar innkomur skrímsladeilda stjórnarflokkanna eins og hér fyrir ofan, þegar þau telja hægrimenn vera að gerast full nærgöngulir.

Óánægja með störf ríkistjórnarinnar þarf ekki að hafa neitt með hægriskoðanir að gera, eins og vel hefur kopmið í ljós td. hjá Vinstri grænum þar sem Steingrímur breytti flokknum í Samfylkingarútibú á augabragði í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Afar margir kjósendur flokksins sætta sig ekki við atkvæðastuld og kosningasvik Steingríms, sem bætast við á syndalistann með öllum lygavaðlinum og óheilindunum.

Veit ekki betur en blogghöfundur er einmitt einn þeirra kjósenda Vinstri grænna sem er ágætlega annt um atkvæði sitt og kosningaloforðin. 

Það er vel ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn vær orðinn pólitísk öndunarvél óhæfrar ríkisstjórnarinnar, eins og kom svö glöggt í ljós í Icesave nauðungarsamningslausninni, þar sem flokkurinn gekk erindi erlendra kúgara með ríkisstjórnarflokkunum, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.

 Ekki dugði minna en yfirlæknir bráðadeildarinnar, Bjarni Ben, stökk til og hvatti forsetaómyndina til að undirrita samningsóþverrann án þess að leyfa þjóðinni að kjósa um hann.

Eitthvað hlýtur að hanga á spýtunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:36

12 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn  er er sjúkur og hefur verið lengi eða öllu heldur flestir þeir einstaklingar sem hafa valist þar til forystu síðustu árin. þeir hafa sýkst af ólæknandi valdahroka, siðblindu og sjálfsupphafningu. Aðeins þegar 100 % endurnýjun hefur farið fram í forystu flokksins, og gamlir afdankaðir sveitarstjórnarmenn hafa yfirgefið svið alþingis verður tímabært að treysta sjálfstæðisflokknum til góðra verka.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 01:48

13 identicon

Páll.

Ekki stakk Steingrímur undan þér  ?

Steingrímu er að reyna moka flórinn eftir valdatíð sjálfstæðisflokksins í áratugi !

Steingrímur tók við búi í vonlausri stöðu og samt vill hann reyna !

Þið sem berið ábyrgð á valdatíð sjálfstæðisflokksins ættuð að skammast ykkar, og með réttu ættu þið ekki að hafa málfrelsi varðandi pólitík hér á landi næstu áratugina !

JR (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 03:06

14 identicon

Það er alveg rétt, að Steingrímur tók við vonlausri stöðu og skapaðist sú staða af ótrúlegri vankunnáttu nokkurra flokka þar sem Sjálfstæðis var primus inter pares. Það breytir hins vegar ekki því, að Steingrímur Joð, sem um árabil var einn skeleggasti og gagnrýnasti þingmaður landsins, hefur á ótrúlega skömmum ferli á ráðherrastóli sýnt af sér dæmalaust dómgreindarleysi og þarf einungis tvö orð því til sönnunar: EB og Icesave, sem hann ætlaði að lauma í gegnum þingið óséðu. Í mínum huga er hann alveg búinn sem stjórnmálamaður, því það verður nánast alveg sama hvað hann stendur fyrir í framtíðinni, þessi afglöp mun hann seint ná að bæta fyrir.

Grútur (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 04:21

15 Smámynd: Sigmar Þormar

Röng ummæli Páls 

Þetta er allt of harkalegt hjá þér Páll. Steingrímur var í vonlausri stöðu varðandi því að standa á móti ESB aðild sl. vor. Samfylkingin var búin að gera þetta að trúaratriði. Stórhættulegt ástand var í efnahagsmálum þjóðarinnar.

ESB umsóknir voru risastjór mistök. En umsóknin skrifast algerlega á vanhæfni forystumanna Samfylkingarinnar og almenna upplausn í flokksstarfi þeirra.

Steingrímur J. er, svo vitnað sé í vini okkar fyrir vestan; "our last best hope" eða hvað segir maður síðasta glæsta vonin.

Sigmar Þormar, 6.9.2009 kl. 09:35

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigmar minn

Hvernig getur þú trúað á forystu Steingríms eftir að hann samþykkir ESB umsóknina ? Hvernig var þetta útskýrt fyrir ykkur á Hvolfsvelli ?

Halldór Jónsson, 6.9.2009 kl. 09:38

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju eru allir hættir að tala um dómstólaleiðina? Var hún ekki alltaf hin raunverulega lögmæta leið.  Er það vegna þess að Steingrímur sagði í einum fréttatíma að honum þætti ekki einsýnt að við myndum vinna það mál? Case closed.

þAð á að hafna samkomulaginu, þar til að felldur hefur verið dómur um sekt og ábyrgð eins og alltaf þegar ágreiningur er um slíkt. Hvernig væri að fara að hrópa það af tindum?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 11:57

18 Smámynd: DanTh

Steingrímur stundar hér ruddapólitík af gamla skólanum þar sem heillindi gagnvart almenningi víkja fyrir völdum.  Það sem hann segir sem stjórnarandstæðingur, meinar hann ekki sem ráðherra.  Það á ekki að treysta svona pólitískum loddara, þeir sem slíkt gera vinna gegn réttlátu samfélagi.

Sjá viðtalið á Balanum við Steingrím og það hve hann metur ráðherradóm sinn meir en heillindi gagnvart almenningi.  Þetta kemur fram í svörum hans við spurningunni um hver sé afstaða hans til ESB. 

http://balinn.blog.is/blog/balinn/

DanTh, 6.9.2009 kl. 13:32

19 identicon

engar líkur á að þeir hafni, hvorki Bretar né Hollendingar - málið snýst um prinsippið - skuldaviðurkenninguna, - svo að evrópskur almenningur missi ekki trú á innstæðum bankanna. upphæðin er aukaatriði

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband