Lögreglan, fjölmiðlar og almenningur

Í aðalfréttatíma Sjónvarpsins í gær var sagt frá manneklu lögreglunnar. Fréttamaður ók um stræti og torg til að sýna lögreglufátækt. Þá var viðtal við talsmann lögreglunnar sem sagði bæði lögregluliði og borgurum stafa hættu af manneklu og aðbúnaði lögreglu.

Sjónvarpsfréttin kemur í kjölfar raðfrétta í Morgunblaðinu um bágindi lögreglunnar. Skipulegur fréttaflutningur af þessum toga er iðulega notaður til að koma ýmsum málefnum á dagskrá, hvort heldur það er bakflæði, þrengsli á sjúkrahúsum, laun kennara eða safnadagurinn. Lögreglan á rétt eins og aðrir að nýta ráðgjöf almannatengla.

Lögreglan nýtur velvildar almennings. Skoðanakannanir staðfesta það og viðbrögð síðast liðinn vetur, þegar misindismenn notfærðu sér almenn mótmæli til að gera árásir á lögregluna, sýndu að almenningi er annt um lögregluna.

Stuðningur almennings er sterkasta vopn lögreglunnar eilífðartogstreitu um fé og mannafla. Lögreglan ætti þess vegna að fara varlega í að láta almannatengla telja sér trú um að leiðin til að virkja stuðning almennings sé að gera hann óttasleginn.

Fréttin í Sjónvarpinu í gær gert hvorttveggja í senn að ala á ótta almennings um að lögreglan geti ekki sinnt starfi sínu og eins hitt er fréttin hvatning til lögbrjóta að fara sínum fram því engin er lögreglan til að skakka leikinn.

Hræðsla og ótti er ekki það sem þjóðin þarf á að halda í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sem dómsmálaráðherra myndi ég tafarlaust reka megnið af yfirstjórninni, sparka yngri duglegum og lofandi mönnum upp á við og margfalda sektainnheimtu. Til dæmis væri tiltölulega auðveldlega hægt að innheimta milljónir á dag af fólki sem er blaðrandi í farsíma í akstri í Reykjavík. En til þess að hafa upp á því þarf lögreglan að vera á ferðinni en ekki að vera sitjandi á rassgatinu safnandi eftirlaunapúnktum í einhverju parkinsonskerfi.

Baldur Fjölnisson, 25.8.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já þetta er stóralvarlegt mál. Annað hvort þarf að stórbæta löggæslu eða fólk fer að taka lögin í sínar hendur.

Ég hef tvívegis hringt eftir aðstoð lögreglu undanfarið. Í bæði skiptin voru gerningsmenn ekki að flýta sér af vettvangi en sluppu engu að síður við að þurfa að þola afskipti lögreglu. Í annað skiptið kom lögregla ekki þrátt fyrir þrjú símtöl í 112 og í seinna tilfellið kom lögregla á staðinn eftir um tuttugu mínútur.

Ég hugsaði það alvarlega að fara út með slaghamar eða eitthvað álíka og mun gera í framtíðinni vegna þessarar reynslu með löggæsluna.  Þetta kostaði mig og fjölskyldu mína talsverða skaða bæði andlega sem og efnalega; ef að lögregla getur ekki aðstoðað við að koma í veg fyrir slíkt áskil ég mér rétt til að verja mig og fjölskyldu mína á þann hátt sem mér er fær.

Ég vil taka það fram að  eitt tilfellið átti sér stað fyrir bankahrun en allir vita að eftir hrun hefur löggæsla versnað og mun versna enn þegar fjárlagaár 2010 tekur við.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.8.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Djöfull er að heyra þetta.

Ég held að það þurfi alvarlega að skera fituna af þessu apparati og gera það hraðvirkara og skilvirkara. Og það á svo sem við um fleiri kerfi hins opinbera hverra skipurit voru búin til í draumaheimi veruleikafirrtra manna sem trúðu ásamt fjármáladrifkröftum og ruslvitum og pólitíkusum og öðrum heilaþvottarkröftum samfélagsins á eilífan hagvöxt byggðan á endalausum lygum frá þeim sjálfum. Sem sagt lyga- blekkingakeyrða j-kúrfu sem átti víst að ná til tunglsins og svo áfram.

Það verður virkilega að skera þennan ruglanda niður við trog og losna við ofvaxnar herdeildir möppudýra sem geta engan veginn staðist nú þegar lygarnar sem byggðu herinn upp hafa sjálfar hrunið til grunna. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 25.8.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að það ætti að vera hægt að reka lögguna mikið til á sektum, beita þeim mjög grimmt og þannig jafnframt þreyta lögbrjótana smám saman og markmiðið á að vera að þeir láti af brotum áður en þeir fara á hausinn.

Annars er tiltölulega auðvelt í þessu míkróþjóðfélagi að útrýma afbrotum að mestu og það mjög snöggt. Við þurfum að leggja niður reiðufé og gera skylt að framkvæma allar greiðslur með rafrænum hætti. Þar með hrynur strax svo til allt fíkniefnabrask og ruglandi í kringum það - sem er undirrót flestra afbrota og einnig hrynur svört atvinnustarfsemi og vinnumarkaðurinn verður heiðarlegri og skilvirkari. Við verðum að vinna gegn glæpum og spillingu því það skemmir kerfi okkar það segir sig sjálft og núna þegar við horfum upp á þetta kerfi að grotna niður undan eigin spillingu dugar ekkert annað en alvarlegt sjokk trítment.

Baldur Fjölnisson, 25.8.2009 kl. 20:35

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En kerfið hefur alls engan áhuga á að útrýma vandamálum, það lifir og nærist á vandamálum og menntakerfi þess hefur útskrifað herskara vandamálafræðinga sem síst af öllu vilja leggja eigið starf niður. Nei, þeir finna upp ný vandamál og syndróm á fullu til að djöfla fram enn einni j-kúrfunni sem er eins og hinar dæmd til að hrynja með braki og brestum. Við erum stödd núna í hroðalegri tækni- og framleiðniaukningarbyltingu sem gerir sífellt meira af vinnuaflinu alveg úrelt og ónauðsynlegt. Þess vegna höfum við séð ríkisvaldið hrófla upp sífellt örvæntingarfyllri batteríum og atvinnuleysisgeymslum og fjárhagslega kostendur ríkisvaldsins skrúfa upp þessa tryllingslegu skuldapappíraframleiðslu og keðjubréfasvindl sem nýlega var ómögulegt eða allavega mjög erfitt að ljúga lengur áfram. Þannig að það er hrunið en eftir situr hlægilegur fitukeppur sem er þetta ríkisvald og og í stað þess að skera það niður við trog ber oss skattgreiðendum víst að halda spikhlunknum við. Hvaða hagsmunir ráða því?

Baldur Fjölnisson, 25.8.2009 kl. 21:22

6 identicon

Það er rétt að leggja orð í belg um þessi löggæslumál því að ég starfaði við þetta í 43 ár eða fram til 2007 að ég fór á eftirlaun.

Það er afar dapurlegt að lögreglumenn sjálfir skuli halda uppi svona málflutningi og skapa með því óöryggi samborgara sinna því að yfirmenn þeirra þurfa að svara fyrir stjórnun ekki þeir sjálfir.

Sú umræða að forgangsraða verið verkefnum og sumu sinnt en öðru ekki er óásættanleg og nægur fjöldi starfsmanna inni á stöð sem gætu skotist í smávægileg útköll og dagurinn í gær var einkar dapurlegur og óafsakanlegur að ekki hafa verið hægt að hafa 1 mann við hvern skóla á fyrsta degi þeirra. Þetta eru óafsakanleg stjórnunarmistök sem Dómsmálaráðherra á að taka á og hefja sjálfstæða skoðun með sínu fólki og annað betra að láta Ríkisendurskoðun gera heildar stjórnunarlega úttekt á embættinu.

5 vakta kerfi var sett á fyrir mörgum árum og þá var hvorki fjármagn né mannskapur til að manna þessar 5 vaktir og einfaldast hefði verið í dag að hafa þær aðeins 4 og breyta vaktkefinu til fyrra horfs en þegar engu má breyta kemur alltaf upp ný staða sem ekki er öllum þóknanleg.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband