Er Brúnka Kristjáns Þórs Icesave eða Sjálftæðisflokkurinn?

Leiðtogi sjálfsstæðismanna á landsbyggðinni, Kristján Þór Júlíusson, skrifar torrætt blogg í morgun þar sem sagt er frá dæmisögu Bakkabræðra um kúnna Brúnku sem var þeim kær. Bræðurnir ofvernduðu Brúnku og sliguðu hana með grjóti.

Þjóðfélagsumræðan undafarna daga býður upp á andstæðar túlkanir á bloggi Kristjáns Þórs. Í fyrsta lagi að ekki sé ástæða til að ofvernda ríkissjóð með því að hafna Icesave-frumvarpinu. Í öðru lagi að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að ofvernda flokkinn með því að aðstoða ríkisstjórnina við að koma Icesave-frumvarpinu í gegnum þingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er búinn að búast við að Sjálfstæðisflokkurinn og Borgaragrínið myndu gera á sig á lokasprettinum.

Það er illt að þurfa að binda vonir við að Lygagrímur segi satt í fyrsta skipti varðandi ICESAVE, með að hrófla við samningsdraslinu komi ekki til greina hjá Bretum og Hollendingum, og með því erum við búnir að lýsa yfir höfnun hans.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:32

2 identicon

Brúnka var meri en ekki kýr eins og nafnið bendir til.

Jóhann Zoëga (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér leiðréttinguna Jóhann, ég leyfi misrituninni að standa til að minna sjálfan mig á að flýta mér hægt.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband