Þjóðin með fyrirvara á Alþingi

Eftir er að koma í ljós hvort þeir fyrirvarar sem nætursamkomulag í fjárlaganefnd séu glassúr á ónýtan samning eða haldgóð vörn gegn helstu göllum Icesave-samningsins. Afgreiðsla fjárlaganefndar er aðeins fyrsta lotan, breytt frumvarpið á eftir að fara í almenna umræðu um leið og Alþingi ræðir það.

Tilurð samningsins og leynimakk stjórnvalda gefur full tilefni til að tortryggja samkomulag fjárlaganefndar, sem vel að merkja er án þátttöku Framsóknarflokksins.

Það hefur verið efnt til þingkosninga af minna tilefni en Icesave-frumvarpinu.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið efnt til kosninga af ýmsu tilefni -- yfirleitt þó vegna þess að kjörtímabili hefur verið á enda eða stjórnin hefur fallið. Í þessu tilviki hafa allir flokkar á þingi nema einn komist að sameiginlegri niðurstöðu og þá finnst mér nú tilefni til kosninga heldur lítið.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:19

2 identicon

Farðu bara á fund hjá Borgarahreyfingunni. Ef marka má innihaldslausar færslur þínar um þetta erfiða mál þá held ég að málflutningurinn henti vel þar á bæ. Passar alla vega vel við þeirra mál.

Fulltrúar meirihlutans hafa komist að eðlilegri niðurstöðu fyrirland og þjóð. Lýðræðið felur í sér að meirihlutinn ræður en þín skrif virðast merkja að vægið eigi að vera öfugt.

Fagleg og nákvæm vinna fjárlaganefndar er í höfn. Húrra fyrir því.

Sigrún (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband