Samstaða um þjóðargjaldþrot, nei takk

Ríkisstjórnin beitir öllum brögðum til að lemja saman samstöðu um Icesave-samninginn. Þegar rennur upp fyrir ráðherrum að á Alþingi eru menn og konur sem líta ekki á hlutverk sitt að svíkja umbjóðendur sína verður kannski hægt að koma þeim í skilning um að samninginn þarf að fella. Spurningin er aðeins hvort gengið verði hreint til verks og frumvarpið fellt eða hvort samningnum verði hafnað með stífum fyrirvörum.

Örvænting stjórnarliða stafar af heimatilbúnum vanda vinstriflokkanna sem hafa alið á hræðslu og talað kjarkinn úr þjóðinni. Ríkisstjórn í stríði við þegna sína á sér ekki viðreisnar von.


mbl.is Unnið að breytingum fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Páll !

Þú heldur áfram að koma ekkkert á óvart !

Jónas Kristjánsson hittir naglan, eins og oft áður !

,,Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eiga bágt. Eigendur flokksins grípa ítrekað fram fyrir hendur þeirra. 1. Um áramótin voru þau á siglingu til stuðnings við aðild að Evrópusambandinu. Höfðu þá fengið um það skýrslu flokksnefndar undir forsæti Vilhjálms Egilssonar. Skyndilega sneru þau við blaðinu og gerðust æfir Evrópuhatarar. 2. Undir kvöldmat í gær voru þau farin að styðja fyrirvara með ríkisábyrgð á IceSave. Eftir kvöldmat sneru þau við blaðinu. Í báðum tilvikum gerðist það sama. Flokkseigendur undir stjórn Davíðs og Björns Bjarnasonar gripu snöggt í taumana."

JR (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:59

2 identicon

Ef þessi færsla er ekki dæmi um að berja hausnum við steininn þá veit ég ekki hvað. Sumir halda þeir séu alvitrir og hafa ekkert annað að gera en að skrifa hverja færsluna af annarri dag eftir dag um alls ekkert. Fjöldi sérfræðinga vinnur dag og nótt að hæfilegri og eðlilegri lausn fyrir þjóðina. Þú leggur bara ekkert til en vilt hafna samningum sem við komust ekki hjá að gera. Skuldarar verða að standa skila á skuldum sínum. Það gerir alþýða manna hvað sem rumpulýður í útrásar og bankastétt gerir. Ég legg til að þú snúir þér að einhverju gáfulegra en að skrifa svona bull færslur.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fjöldi sérfræðinga vinnur dag og nótt að hæfilegri og eðlilegri lausn fyrir þjóðina .

Má ég spyrja hvað þjóðin hefur gert af sér? fyrst hún þarf lausn?

Sérfræðinga? Ha hah ha ha !! Hvaða sérfræðinga áttu við?

1) Áttu við þá sem gerðu þessa aulabárðasamninga?

2) Áttu við mállausa forsætisráðherra Íslands sem getur ekki talað við neinn fyrir utan götuna sína? Hún er hjálparvana dyramotta Íslands með rauðan varalit. Incompetent & impotent!

3) Áttu við sölumann og kosningasvikahrappinn og fjármálaráðherrann Steingrím Núll Sigfússon?

4) Áttu við impotent aulabárðinn fyrrverandi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar?

Er von að maður spyrji??? Hvaða sérfræðinga áttu við?

ÞETTA ERU ALGER SVIK VIÐ ÍSLENSKU ÞJÓÐINA. GLÆPUR GEGN ÞJÓÐINNI !!

Þetta er verra en teiknimynd. Þetta er horror show!  

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 20:37

4 identicon

Ég er sammála þér gunnar.

Goldman (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er ömurlegt að horfa upp á Alþingi þurfa að reyna að klóra yfir klúðrið hjá samninganefndinni um ICESAVE og greinilegt að samningsumboð nefndarinnar var mun víðtækara en æskilegt hefði verið. Og að þurfa að hlusta á ráðherra reyna að verja það sem þeir eru augljóslega á móti er heldur dapurlegt. Þetta ætti að kenna ráðherrum framtíðarinnar að vanda sig betur við val á ráðgjöfum til að sitja síður í súpunni líkt og gerðist í þessu máli.

Og forsætisráðherra á ekki skrifa bréf í lesendadálka erlendra dagblaða til að kvarta undan því hvað allir eru vondir við okkur. Til hvers hefur hún síma? Ætla ráðherrar framtíðarinnar að senda kvartanir til erlendra dagblaða, ef svo illa fer að við göngum í ESB, fremur en að ræða beint við kollega sína erlendis?

Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Að horfa uppá ríkisstjórn Íslands núna er eins og reynsla barnsins sem sér foreldra sína drukkna í fyrsta sinn á æfinni. Þetta er ólýsanlega ömurleg upplifun

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 22:11

7 identicon

Hjartanlega sammála Páli, Gunnari og Ómari.  Og auðvitað Goldman fyrir að vera sammála Gunnari.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Páll, ég er samála þér, Gunnari og Ómari Bjarka. En hvað er Sv. Jónsson að fara með því að tala um að þjóðin borgi skuldir sínar? Ég hef alltaf borgað mínar skuldir og hefur mér verið það kappsmál og það eina sem ég sem þegn þessa þjóðfélags og skattgreiðandi tel mig skulda er það sem ég á eftir að borga af íbúðinni okkar hjóna. Og það á ekki við mig þau orð Jóhönnu Sigurðardóttur að þjóðin sé tilbúin til að færa fórnir varðandi þessa svika samninga.

Þórólfur Ingvarsson, 15.8.2009 kl. 02:13

9 identicon

Ég slæst í hópinn með ykkur sammála-strákum.

Parið Jóhanna og Steingrímur hafa verið einhuga í því að skella hurðum á alla sem með góðum rökum og þekkingu sýna fram á að tryggingsjóðurinn var ekki með ríkisábyrgð.

Öllum má vera ljóst hvers vegna Jóhanna gerir þetta, það heitir ESB-þráhyggja. En hegðun Steingríms verður viðfangsefni sérfræðinga framtíðarinnar.

Helga (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband