Vont og það versnar sálfræði

Andköf voru tekin í fjölmiðlum og á bloggi í gær þegar Páll Hreinsson formaður rannsóknanefndar Alþingis á hruninu boðaði í spjallþætti að engin nefnd hefði þurft að færa þjóð sinni jafn slæm tíðindi og sú sem hann veitir formennsku. Andköfin eru fremur til marks um sálarástand þjóðarinnar en að fólk almennt og yfirleitt trúir að rannsóknanefndin leggi fram upplýsingar sem breyti verulega mati á því sem gerðist.

Stutta útgáfan á hruninu er að tiltölulega fámennur hópur manna komst yfir íslensku bankanna og gerði þá að vogunarsjóðum á alþjóðlegum markaði. Á uppgangstímanum urðu fjölmiðlar og stjórnmálamenn meðvirkir og eftirlitsstofnanir sömuleiðis. Auðmennirnir þóttust geta gengið og vatni og margir trúðu; forsetaembætti spilaði með og háskólarnir í Reykjavík mærðu fjármálavitið. Eftir hrun kom í ljós að auðmennirnir voru svikahrappar.

Ítarlegri útgáfa, sem t.a.m. skýrir hvernig í ósköpunum þetta gat gerst, verður margra þátta og fyllir út í eyður jafnframt sem álitamál verða fjölmörg. Einföld skýring á flóknum veruleika er ekki í boði.

Sálarástand þjóðarinnar í eftirhruninu er ekki viðfangsefni rannsóknanefndar Alþingis. Það ástand er aftur brýnt að greina og skilja vegna þess að í skjóli þess er verið að fremja óhæfu. Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu er send á meðan þjóðin er í taugaáfalli; reynt er að keyra samninga um Icesave í gegnum Alþingi með sama hætti.

Undir formerkjum vont og það versnar sálfræðinnar er reynt að telja okkur trú um að uppgjöf sé eina leiðin. Við eigum að gefa frá okkur fullveldið og framselja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Þessa blekkingariðju stunda þeir sem voru hvað meðvirkastir í útrásinni, stjórnmálaflokkar eins og Samfylkingin og fjölmiðar eins og Morgunblaðið, Fréttablaðið og Útvarpið.

Látum viðrinin ekki plata okkur aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Páll,

Það er mjög merkilegt hversu ólíkan skilning fólk setur í hvern atburðinn á fætur öðrum.

Í mínum huga felast góð tíðindi, en ekki gleðileg, í því sem nafni þinn Hreinsson sagði:

1) Rannsóknarnefndin birtir staðreyndir og dregur ekkert undan.

2) Allir, jafnt háir sem lágir, sem ataðir eru spillingarpestinni og sukkinu, verða nefndir til sögunnar.

Hvort tveggja er afar nauðsynlegt og mikilvægt í því skyni að draga lærdóm af því sem gerst hefur, svo það endurtaki sig ekki, og að reisa hér nýtt Ísland byggt á gagnsæi, heiðarleika og raunverulegu, borgaralegu lýðræði.

Því sýnist mér ég muni fagna niðurstöðu nefndarinnar þegar þar að kemur, fremur en hitt.

Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 11:57

2 identicon

Algerlega ósamála Eiríki hér að ofan.  Það sem allir þykjast vita að ástæða hrunsins er geðveiki útrásarglæpagengisins með dyggri aðstoð stjórnmálamanna.  Svo ekkert nýtt væri þar á ferðinni.  Það sem líklegast er að engin bönd ná yfir þetta lið, og það eru vondu fréttirnar.

Kristján Júlíusson S, Margrét Tryggvadóttir B, og Höskuldur  Þórhallsson F, meðlimir fjármálanefndar þingsins hafa lýst vandræðagangi stjórnvalda hvað hræðsluáróðurinn varðar.  Enginn hefur komið fram fyrir nefndina sem hefur eitthvað um þá hlið IceSave málsins að gera.  Engin tilraun hefur verið gerð til að sýna fram á eitt né neitt.  Engir fulltrúar norðurlandana eða annara ríkja "alþjóðasamfélagsins" hefur komið á fund hennnar.  Þingmannsslysið Sigmundur Ernir fullyrðir að honum hafi verið tjá að slíku ofbeldi verði beitt af erlendum "áhrifamönnum".

Þá höfum við það.  Hræðsluáróðurinn nær eins djúpt hvað varðar fjármálanefndina að aðeins einhverjir stjórnarþingmenn hafa verið hræddir.  Þ.a.s. ef það er sannleikanum samkvæmt?   Þá liggur það ljóst fyrir að fantarnir ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband