Pólitískar rætur gagnrýni á Óskar

Orðalagið er athyglisvert í tilkynningu Óskars Bergssonar varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins um að hann hætti launuðum eftirlitsstörfum á vegum borgarinnar. Ef Óskar væri grandvar embættismaður sem fyrir slysni lenti í pólitískri orrahríð væri eðlilegt að hann tæki svona til orða:

 

Sú gagnrýni sem beinst hefur að mér að undanförnu er ómakleg og af pólitískum rótum sprottin.

 

En Óskar er stjórnmálamaður og kom sér sjálfum í gagnrýniverða stöðu með því að gera ekki greinarmun á opinberum skyldum sínum sem borgarfulltrúa og persónulegum hagsmunum sem verktaka.

 


mbl.is Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Fullkomlega sammála; samkvæmt þessum orðum og aðstæðum er maðurinn annaðhvort alls óflinkur pólitíkus eða bara siðferðilega staurblindur. Held persónulega að hann sé hvorttveggja.

Jón Agnar Ólason, 20.12.2006 kl. 11:10

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála, heldur lítilmannlegt að reyna svo að bera fyrir sig fjölskyldu sína, að hún hafi skaðast. Hann hefur vonandi gert fjöskyldunni grein fyrir því að hann gæti lent í gagnrýni annars ætti hann bara að segja af sér sem allra fyrst.

Í upphafi skyldi endirinn skoða það hefði hann átt að vita.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.12.2006 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband