Utanumhaldari Jóhönnu gefur línuna

Á eftir Steingrími J. og Össuri Skarphéðins er Hrannar B. Arnarsson valdamesti maðurinn í ríkisstjórninni. Hann er önnur kynslóð utanumhaldara Jóhönnu Sigurðardóttur, tók við því hlutverki af fóstra sínum Óskari Guðmundssyni. Smettiskrudduskot Hrannars B. á Evu Joly var hugsað sem línugefandi í besta anda vinstristjórnmála þar sem valdamiðjan lætur hjörðina vita hvaða skoðun sé góð og gild.

Ríkisstjórnin vill samþykkja Icesave-samningana og færa Evrópusambandinu landið og miðin á silfurfati. Allt sem truflar óþurftarverk ríkisstjórnarinnar er vanheilagt, Eva Joly meðtalin.

Viðbrögðin við línugjöf Hrannars B. sýna að ríkisstjórnin er algjörlega úr takti við þjóðina. Almenningur vill ekki gefast upp fyrir ofríki Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins en ríkisstjórnin er komin í neðanjarðarbyrgið og hefur tryggt sér besta rýmið.

Þjóðin á ekki skilið þessa ríkisstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þjóðin á skilið faglega ríkisstjórn: utanþingsstjórn. Senda á Alþingi heim og utanþingsstjórn undirbýr nýjar kosningar þar sem enginn má fara í framboð sem sat á Alþingi fyrir 2009.

Margrét Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mæl þú manna heilastur kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Stundum gengur steypan frá þér yfir mig...Hrannar á eftir Steingrími og Össuri í völdum.. Þráhyggjan hjá þér í samsæriskenningum fer vel saman við þráhyggjur Jón Vals.... Get a grip man...

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 12:25

4 identicon

Ætla að byrja á því að vona að Hilmari hér fyrir ofan telji sig sjálfur snjallan þjoðfélagsgreini og bloggara.

Hrannar var einungis að gelta af því honum var sigað.

Samfylkingin lagðist á fullum þunga gegn ráðningu Evu Joly, á meðan að þjóðin og VG unnu spillingaröflin.

Eva sagði í sprengjuviðtalinu að ANNAR STJÓRNARFLOKKURINN legðis alfarið gegn ráðningunni og sínum störfum, og þess vegna hótaði hún að hætta.

Allir vita að þar er Samfylkingin á ferðinni. Heilög Jóhanna á sjálfsagt eftir að fórna Hrannari fyrir “mistökin” eins og sönnum lýðskrumara sæmir. Næst á einhver varðrakki hannar eftir að gelta og góla um að Eva er geðveik og þar af verra, svona ef allt er á sömu Samspillingqarbókinni lært. Það er í góðu lagi að fórna nokkrum peðum til að reyna að skíta út Evu Joly og hennar frábæra starf. Jú Samspillingin sér um alla sína sem er verið að afhjúpa sem stórglæpamenn þessi misserin.

Guðmundur 2 Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:10

5 identicon

Þú bullar þvílíkt...nákvæmlega eins og ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarföðurlandssvikaranna.  Þessi þankagangur þinn er gjörsamlega út takti við heilbrigða skynsemi.  Farðu þér hægar og hugsaðu áður en þú skrifar.  Góðar stundir

siggirt@hive.is (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:24

6 identicon

Er ekki Hrannar bara lítill en vill verða stór. 

Eyðum ekki of miklu púðri í hann. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:25

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Málið í hnotskurn, Páll. Þessi færsla er brillíant. "Smettiskrudduskot" lýsir fullkomlega þessu viðbragði Samfylkingarinnar sem Hrannari var falið að koma á framfæri.

Samfylkingin feilreiknaði sig herfilega með þessum leik.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband