Síðasti naglinn í líkkistu Icesave

Eftir grein Evu Joly getur ríkisstjórnin ekki þvingað Alþingi til að samþykkja Icesave-samninginn. Stjórn Jóhönnu er komin í bullandi mínus vegna þess að hún les ekki skriftina á veggnum. Með Brussel-umsókn kyssti ríkisstjórnin á vöndinn sem Bretar, Hollendingar og Evrópusambandið settu saman til að kaghýða Íslendinga. Icesave-samningurinn er aflátsbréf Evrópusambandsins fyrir liðónýtu regluverki sem íslensku fjárglæframennirnir nýttu sér.

Ríkisstjórnin hefur logið linnulítið að þjóðinni um efnisinnihald Icesave-samningsins í veikri von um að moldviðrið feli afglöpin sem gerð eru í samningnum.

Þjóðin lét ekki plata sig; Jóhanna, Steingrímur J. og Össur hafa verið vegin á pólitískri vog og léttvæg fundin. Þegar sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar tekur undir með gagnrýnendum ríkisstjórnarinnar er ekki mikið eftir fyrir þremenningana en að þakka fyrir sig.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ætli þau reki ekki kellu bara...Gaman að heyra framhaldið...hvað þau segja....Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 1.8.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Komast ekki upp með það!

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2009 kl. 13:41

3 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur enn í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Spáin rætist.... ef þú ert jafn magnaður spámaður og stærðfræðihæfileikar þínir segja til um þá hef ég ekki miklar áhyggjur.

80% lækkun á 40 milljón króna íbúðarhús myndi þýða að viðkomandi eign færi á 8 milljónir en ekki 20. Hugsa dæmið aftur og koma svo með úthugsaðri spá.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 1.8.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.8.2009 kl. 15:25

6 Smámynd: Elle_

Líka sammála, Páll.

Elle_, 1.8.2009 kl. 15:32

7 identicon

Þessi vita gagnlausa & stórhættulega ríkisstjórn fer ekki frá fyrir í byrjun næsta ár.....lol...!  Það á allt eftir að verða brjálað í haust, ég spáði því í janúar og ég er því miður yfirleitt sannspár.  Spáði því árið 2004 að bankarnir myndu hrynja fannst það frekar auglóst..!  Alveg eins og mér fannst frá BYRJUN augljóst að Svavar Gestsson kom heim með "arfa lélegan & stórhættulegan samning...lol..!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu á hvað forsendu ætti þetta að stöðva IceSave? Minni menn á að Eva Joly er nú ekki sérfræðingur á þessu sviði. Hún hefur einbeitt sér á öðrum sviðum. Og þó henni og okkur finnist þetta ósangjarnt þá hefur hún nú ekki svo mikil áhrifa að AGS hlaupi til og gefi okkur afslætti. Minni einnig á að í grein hennar er málsgrein sem lítur út eins og hún telji að við eigum að borga meira enn innnstæðutryggingar og orkar tvímælis.

Eins er hún ekki hagfræðingur þannig að þó hún sé að benda á að þetta verði okkur erfitt og geri það vel þá veit hún ekkert um það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 16:28

9 identicon

Þegar Eva Joly talar blygðunarlaust máli ríkisstjórnarinnar (og segjum þjóðarinnar) þá er hún æðisleg. En þegar sama kona talar ekki 100% máli ríkisstjórnarinnar (sbr. Icesave) þá hún allt í einu ekki lengur sérfræðingur.

Menn eins og Magnús Helgi Björgvinsson ættu bara að halda sig innandyra á skrifstofu Samfylkingarinnar og helst ekki snerta tölvu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:08

10 identicon

Magnús, eins og hagfræðingar hafi ekki talað um vafasaman útreikning í sambandi við getu okkar til að greiða af ÖLLUM skuldum!!! Þú vilt greinilega komast í ESB sama hvað.

Eva Sól (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:28

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var ekkert að setja út á málflutnng Evu Joly. En bent bara á að hún er lögfræðingur sérhæfð í spilltum fyrirtækjum. Jú og þingmaður á Evrópuþinginu. Hún er hvorki með þekkingu né forsendur til að segja af eða á varðandi greiðslugetu okkar. Þetta var gott framtak hjá henni að tala okkar málstað víða um Evrópu. En málar held ég stöðu okkar verri en hún er til a vekja athygli á stöðu okkar. Við höfum hér og á vegum AGS sérfræðinga sem geta gefið okkur raunhæft mat á greiðslu getu.

Hef ekkert út á þessa grein Evu að setja nema þetta með þegar hún talar eins og við eigum að borga umfram innstæðutryggingu og skýrir það ekki út nema að að hluta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 17:50

12 identicon

Kjánaleg færsla hjá þér

Skil ekki að blaðamaður skirfi svona . Hver ætti ástæða ríkisstjórnarinnar að vera að plata þing til að samþykkja eitthvað sem er ekki gott fyrir ísland ?? Er einhver ástæða fyrir að fólk sem hefur átt farsælan feril í stjórnmálum í tugi ára ætti að fórna honum til að eyðileggja fyrir íslandi ??

Þetta er bara kjánalegt og ekki svara vert !  leitt að þú vandar ekki þín skrif betur

Heiða Björg (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:42

13 Smámynd: Andrés Magnússon

Skriftina á veggnum, já? Ekki gleyma síðustu setningu Daníels í túlkun sinni:

Þessi er þýðing orðanna: mene, Guð hefir talið ríkisár þín og leitt þau til enda;

tekel,  þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn;

peres,  ríki þitt er deilt og gefið Medum og Persum.

Skulum vona að þetta síðasta gangi ekki líka eftir. Í dag hefði höndin skrifað tómar evrur!

Andrés Magnússon, 2.8.2009 kl. 02:05

14 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Magnús, svo ég vitni í þín eigin orð, "Eva er lögfræðingur, sérhæfð í spilltum fyrirtækjum."

Orð að sönnu, þá er hún líka á réttum stað því yfirbygging landsins okkar er kafrotin og spillt allt frá æðsta presti niður til skósveinsins.

Þráinn Jökull Elísson, 2.8.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband