Morgunblaðið og Árni Johnsen

Þegar Árni Johnsen varð uppvís að sjálftöku á opinberu fé muldi Morgunblaðið undir hann og reyndi markvisst að hylma yfir afbrotin. Núna reynir Morgunblaðið að koma höggi á málstað fullveldissinna með því að birta úr ræðu Árna á Alþingi - en það er ein ræða af mörgum tugum sem fluttar eru á þingi þessa dagana um umsókn að Evrópusambandinu.

Áhöld eru um í hvort skiptið Morgunblaðið lagðist lægra.


mbl.is Eigum ekkert erindi í hið nýja Sovét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skríddu ofaní öskutunnuna

Skríddu ofaní öskutunnuna

Skríddu ofaní öskutunnuna

afturábak með lafandi tungu

Vildi óska að þú verðskuldaðir málefnalegra svar.

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nærandi, Hjörtur B., nærandi.

Páll Vilhjálmsson, 14.7.2009 kl. 00:16

3 identicon

Árni er rugludallur sem fáir taka mark á.

Ína (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:31

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Árni er ekki öllu rændur. Honum varð á, hann framdi glæp, hann var kosinn að nýju....

Ég er lítill aðdáandi Árna, en það rænir hann ekki öllu skini. Ég met hans afstöðu í þessu máli og finn meira með þeirri blindu hjörð sem enn trúir á manngæsku ESB. Ég held einmitt eins og Árni að við verðum kokgleypt.

Ég heyrði í gærkveldi lýsinguna af því þegar Slóvenía kaus um aðild. ESB hlóð peningum á hvern "mektarmanninn á fætur öðrum sem þægir vitnuðu um ágæti ESB. Hver landráðavinurinn á fætur öðrum seldi sálu sína og landsmanna sinna. Ég spyr því ESB-sinna...hversu margir "ráððgjafar" eru þegar á launum hjá ESB á ÍsLandi ?

Raunin verður nefnilega sú að komist ESB aðildaviðræðu þingsályktunin í gegnum þetta þing mun samningur liggja fyrir árið 2010. Það ár verður okkur gríðarlega erfiit, því fjárlögin verða gríðarlegur baggi á þjóðinni. Erfiðleikarnir verða okkur mestir það árið (2011 verður þó svipað)....þá einmitt þá á að bera ESB undir þjóðina. Undirleikararnir verða keyptir-"þjóðvinir", sem hver ofan í annan mun mæra þetta samband.
"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Þetta skrifaði þjóðskáldið Halldór Laxnes í Íslandsklukkunni. Það færi vel á því að frjálsir íslendingar minntust þess að það þurfti að hafa fyrir þessu frelsi.

Haraldur Baldursson, 14.7.2009 kl. 01:31

5 Smámynd: Andrés Magnússon

Þetta er ómaklegt, Páll. Morgunblaðið reyndi ekki markvisst að hylma yfir með Árna. Af því að hann var fyrrverandi starfsmaður þar um margra ára hríð treysti blaðið honum betur en það átti að gera, sjálfsagt af því það vildi ekki trúa svo misjöfnu upp á hann. Umfram allt lét blaðið þó blekkjast af því að Árni bjó til „sönnunargögn“ handa því, lét flytja dúkinn yfir land og haf og allt það. Eftir að upp komst naut hann einskis skjóls á þeim bænum lengur.

Andrés Magnússon, 15.7.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband