Föstudagur, 3. júlí 2009
Trú, von og grćđgi
Fjármálaelítan sem hér réđ ríkjum í áratug átti sér einfalda sannfćringu sem gekk út á grćđgi í nafni almannahags. Grćđgi átti samkvćmt kenningunni ađ gera alla betur setta en áđur. Ţegar rennur upp fyrir alţjóđ ađ grćđgin hélst í hendur viđ ábyrgđarleysi, lygi og spillingu verđur spurningin áleitin hvernig nćsta útgáfa lífsspeki forréttindaliđsins mun hljóma.
22 fengu 23,5 milljarđa ađ láni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Páll, innilega sammála ţessu, en ţađ sem ţú nefnir ekki hér er sú einfalda stađreynd ađ fégrćđgin er ópólitísk.
Ţar af leiđandi fer allt of mikil orka allt of margra í gagnkvćmar pólitískar ásakanir sem kemur í veg fyrir ţá samstöđu sem ţarf til ţess ađ stoppa grćđgispúkana af.
Kolbrún Hilmars, 3.7.2009 kl. 22:24
Páll ég veit ekki hvort ég get tekiđ undir ţađ hjá ţér nema ađ litlum hluta ađ grćđgin hafi veriđ endilega í nafni almennahags. Trúin á hinn endalausa vöxt var einhvers konar hugsunarskekkja. Siđleysiđ var ađ taka fjármagn frá hlutafjármarkađnum, frá lífeyrissjóđunum til eigin ţarfa. Gambla međ eigur annarra án siđferđis. Ţeir ađilar settu hag sinn i fyrsta sćti, almannahagur skipti ţá engu.
Sigurđur Ţorsteinsson, 3.7.2009 kl. 22:57
Ţađ rann upp fyrir mér í morgunkaffinu ađ nýja elítan hefur eftirfarandi möntru: Trú, von og ESB.
Páll Vilhjálmsson, 4.7.2009 kl. 12:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.