Trú, von og græðgi

Fjármálaelítan sem hér réð ríkjum í áratug átti sér einfalda sannfæringu sem gekk út á græðgi í nafni almannahags. Græðgi átti samkvæmt kenningunni að gera alla betur setta en áður. Þegar rennur upp fyrir alþjóð að græðgin hélst í hendur við ábyrgðarleysi, lygi og spillingu verður spurningin áleitin hvernig næsta útgáfa lífsspeki forréttindaliðsins mun hljóma.
mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, innilega sammála þessu, en það sem þú nefnir ekki hér er sú einfalda staðreynd að fégræðgin er ópólitísk. 

Þar af leiðandi fer allt of mikil orka allt of margra í gagnkvæmar pólitískar ásakanir  sem kemur í veg fyrir þá samstöðu sem þarf til þess að stoppa græðgispúkana af.   

Kolbrún Hilmars, 3.7.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll ég veit ekki hvort ég get tekið undir það hjá þér nema að litlum hluta að græðgin hafi verið endilega í nafni almennahags. Trúin á hinn endalausa vöxt var einhvers konar hugsunarskekkja. Siðleysið var að taka fjármagn frá hlutafjármarkaðnum, frá lífeyrissjóðunum til eigin þarfa. Gambla með eigur annarra án siðferðis. Þeir aðilar settu hag sinn i fyrsta sæti, almannahagur skipti þá engu.

Sigurður Þorsteinsson, 3.7.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það rann upp fyrir mér í morgunkaffinu að nýja elítan hefur eftirfarandi möntru: Trú, von og ESB.

Páll Vilhjálmsson, 4.7.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband