Icesave sýnir ríkisstjórn í henglum

Fábjánahringekjan sem kallst Icesave-samningurinn verður æ kostulegri. Í framhaldi af frétt í Sjónvarpinu í kvöld framkallar fjölmiðill útrásarinnar, Fréttablaðið/Vísir.is, ónafngreindan ,,áhrifamann innan ríkisstjórnarinnar" sem vitnar um að samningurinn sé sérdeilis fínn og veð séu eingöngu í útlendum eigum Landsbankans.

Áhrifamaður innan ríkisstjórnar getur varla verið annað en ráðherra, nema átt sé við Hrannar hennar Jóhönnu. Þegar slíkir aðilar eru farnir að koma fram nafnlaust til að verja íslenska Versalasamninginn er fokið í flest skjól. 

Ríkisstjórnin er algjörlega búin að missa Icesave-samninginn úr höndum sér og vei þeim þingmönnum sem láta sér detta í hug að samþykkja hann.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst engum athugavert við það að sjálfur forsætisráðherrann hafi ekki einu sinni málakunnáttu til þess að leggja dóm á samninginn. Þurfi því að treysta hvað andleg stórmenni á borð við Hrannar segi hvað standi í sjálfum samningnum.

Miðað við þær fréttir sem bárust af ræðu forsætisráðherra í dag tel ég einsýnt að hún hafi ekki hugmynd um hvað er húfi og hvað sé raunverulega í gangi í kringum hana.

Og ég efast um að ráðgjafar hennar viti það heldur.

Vala (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:22

2 identicon

Það verður að fá löggiltan skjalaþýðanda til að þýða herlegheitin yfir á ylhýra málið.

Annars er það venja siðaðra þjóða að viðurkenna þá dómsstóla sem  eiga að fjalla um málið. 

Því neitaði bretinn og ofbeldismaðurinn Gordon Brown og því fór sem fór. Hann er sem fyrr í lögleysunni.

M.ö.o. er þetta mál orðið að "Fábjánahringekju"; en það sér það hver heilvita maður að bretar ákveða ekki einhliða að þeir séu með lögsögu í málinu; eða að með því að fá samþykki íslenskra þingmanna hér - að þá sé kominn lögsaga í málinu.

Þetta er alger "steypa" og aðeins spurning hvar þetta endar.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Hmm,  Ég get ekki betur séð en að grein 16.3. leggi einmitt eignir Íslands þarna að veði og "Waiver of Sovereign Immunity" sé einmitt til að Ísland verði "aðfararhæft" varðandi "any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use)"

Ég sló inn grein 16.3 í fullri lengd frá kyrrmynd frá fréttum RÚV, hún er hér:
http://robertvidar.blog.is/blog/robertvidar/entry/898566/

Róbert Viðar Bjarnason, 18.6.2009 kl. 00:04

4 identicon

Róbert, ég held að þú leggir réttan skilning í grein 16.3. Hún felur í sér að íslensk stjórnvöld beinlínis afsali sér hefðbundnum vörnum fullvalda ríkis í deilunni.

 Ef til vill er það þannig að þessi vondi samningur uppfyllir draum sumra að gerast afdalur í ESB.

Þetta má ekki gerast.

Vala (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:57

5 identicon

Rökin fyrir Icesave-samningi eru að vera „þjóð meðal þjóða.“ Ég spyr: hvers vegna eigum að borga augun úr fyrir að vera „þjóð meðal þjófa?“ En þetta er það eina sem Jóhanna tönnlast á, enda hefur hún engin svör við spurningum, hvað þá rök. Getur það verið að ástæðan fyrir tæknibrellum Samfylkingarinnar sé einfaldlega að „fá að vera memm í essbé“? Dýru verði kaupir Steingrímur ráðherrastólinn.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 01:03

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Eins og Róbert Viðar bendir á, þá er umrædd grein eins víðtækt afsal réttar og hugsast getur:

„Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér...

„... er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi

„... gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.“

Ívar Pálsson, 18.6.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta eru landráð og ekkert annað

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.6.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband