Hvernig skal böl bæta?

Verðmætin sem eyddust í hruninu voru óáþreifanleg, peningarnir voru tölur í gagnabönkum og tapað orðspor þjóðarinnar skilur eftir tilfinningu tómleika og depurðar sem er hægt að skynja en ekki sjá. Þegar einhver tekur sig til og brýtur og bramlar naglfasta eign fær eymdin ásýnd. Hús sem var heimili er rúst.

Örþrifaráð af þessu tagi er ekki hægt að mæla bót. Ef hrunið gerir okkur að niðurrifsfólki erum við enn að blóta græðgisguðinn sem lék lausum hala alltof lengi og rændi fólk sjálfsvirðingunni og reisn. Látum gott heita af stjórnleysi og temjum okkur hófstillingu. Finnum leiðir til að sýna álit okkar á ástandinu án þess að tortíma.


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við þá að samþykkja forréttindi fjármagnseigenda og sætta okkur við að þeir geti rænt okkur með stuðningi yfirvalda?

Mótmæla munnlega og láta þar við sitja.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er auðvelt að ámæla örvæntingarfullum einstaklingi en ekki bætir það úr skák.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 20:06

3 identicon

Páll:  Það er sennilega aldrei skynsamlegt að fá taugaáfall.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Anna María (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það eru ýmsar leiðir til að mótmæla. Í ræðu og riti, með mótmælagöngum, berja í potta og svo framvegis. Í lýðræðisríki eru kosningar algengur farvegur fyrir mótmæli og við héldum slíkar í vor, ekki síst vegna krafna frá mótmælendum.

Engin mótmæli munu breyta því sem orðið er og ef andófið gegn hruninu og ábyrgðarmönnum þess snýst upp í eyðileggingu er verið að krjúpa fyrir sama dólgshætti og upphaflega kom okkur í vandræði.

Páll Vilhjálmsson, 17.6.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Hilmar

Ég gaf þeim einstaklingi sem eyðilagði húsið ekki einkunn, ég hvorki þekki manninn né aðdraganda málsins nógu vel. Ég var að reyna að leggja útaf þeirri hugsun sem örlaði á í álitsgjöf þeirra sem höfðu skoðun á málinu að eyðileggingin væri úrræði. Í mínum huga það ekki bjargráð að jafna íbúðarhús við jörðu.

Kringumstæður í dag eru heldur leiðar. Til að réttlæta aðgerðir á borð við þær sem hér eru til umræðu þarf meira til en leiðar kringumstæður.

Réttlæti stendur alltaf höllum fæti og hefur alltaf gert. Veistu hvers vegna? Jú, réttlæti krefst ómaks. Hverjir nenntu, Hilmar, að ómaka sig fyrir réttlætið þegar dansinn var stiginn í kringum gullkálfinn? Nenntir þú?

Páll Vilhjálmsson, 17.6.2009 kl. 23:50

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Til þess að þjóðin fari að temja sér hófstillingu eins og þú nefnir þá verður fyrst að koma til réttlæti.

Þó fjórir eða fimm einstaklingar hafi látið af störfum þá hefur ekkert réttlæti enn náð fram að ganga nú 9 mánuðum eftir hrun.

Í stjórnsýslunni og hjá bönkunum er "buisness að usual" eins og einn bankamaðurinn sagði í sjónvarpsviðtali í vor.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband