Föstudagur, 12. júní 2009
Valtýr og kanselísk svarthol
Valtýr Sigurðsson getur ekki komið gögnum á milli embætta en kvartar undan því að vera í fjársvelti og vill ráða Evu Joly til að afla peninga. Þegar það er upplýst að gögnin sem hurfu í kanselíska svartholið varða hagsmuni fyrirtækja nátengdum syni Valtýs verður málið undarlegra en ella. Maður sem hefur jafn gott skopskyn og Valtýr hlýtur að geta útskýrt málið í burtu með eins og einum fimmaurabrandara.
Hvað með þennan: Ritarinn minn var í fríi.
Sendi skýringar á töf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Komin enn betri skýring. Það var nefnilega "eðlilega skýring" á þessari seinkun, það áttu sér stað "mistök". Kannski neikvæð að upplagi en af hverju býður mér svo hugur að eigum eftir að sjá meira af svona "eðlilegum mistökum" í rannsókninni!!!!
Ég er hætt að hvetja Valtýr Sigurðsson til að segja af sér, ég ætlast til þess að hann segi af sér. Ef ekki þá ætlast ég til að honum verði sagt upp, eða settur í "garðyrkjufrí" (gardening leave eins og Bretinn kallar það).ASE (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:23
Rannsókn bankahrunsins í hnotskurn. Íslenskt embætti í hnotskurn. Íslenskt siðferði í rannsóknum efnahagsbrota í hnotskurn.
Eðlieg mistök íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna í hnotskurn.
Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 23:53
...takk Páll!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.