Þjóðleg endurreisnarstjórn

Evrópumálin verða ekki útkljáð á milli Samfylkingar og Vinstri grænna af neinu viti. Jafnvel þótt málamiðlun finnist verður ekki friður á milli þessara flokka, öðrum mun ávallt finnast full mikið gefið eftir.  Flokkarnir gætu sameiginlega ákveðið að það sé fullreynt án þess að valda sjálfum sér og þjóðinni skaða.

Tveir kostir yrðu um ríkisstjórn. Annars vegar Samfylking, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfing með veikan meirihluta, 33 þingmenn. Hins vegar Vinstri grænir, Framsóknaflokkur og Sjálfstæðisflokkur - vel að merkja undir forystu Steingríms J. - með traustan meirihluta, 39. Það væri þjóðleg endurreisnarstjórn sem hvorttveggja væri nógu breið og djúp til að takast á við eftirmál hrunsins.

 


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Mjög góð hugmynd og losna undan þessari ESB mafíu

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.4.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Páll Blöndal

Ég held að þetta væri alveg stórsniðugt.
En ég held að  Sjálstæðisfl.  og Framsókn hafi ekki áhuga á því að taka til eftir sig.  Slíkar eru rústirnar.
Þeir vilja örugglega að aðrir taki til og byggi upp, svo koma þeir.

og enn spyr ég ykkur anti-ESB menn..
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur þróunina?
Krónan áfram og loklok og læs, eða?

Páll Blöndal, 29.4.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Páll Blöndal

Ég held að þetta væri alveg stórsniðugt.
En ég held að  Sjálstæðisfl.  og Framsókn hafi ekki áhuga á því að taka til eftir sig.  Slíkar eru rústirnar.
Þeir vilja örugglega að aðrir taki til og byggi upp, svo koma þeir.

og enn spyr ég ykkur anti-ESB menn..
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur þróunina?
Krónuna áfram og loklok og læs, eða?

Páll Blöndal, 29.4.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll nafni, já krónan áfram en ekkert lok og læs.

Við verðum 12 - 18 mánuði að rétt úr kútnum, þá verður krónan 18-19 danskar og dollarinn í kringum hundrað kall.

Öll efnahagsstarfsemi á Vesturlöndum verður til endurskoðunar á næstu árum. Endurskoðunin mun einnig ná til Evrópusambandsins og það breytist eftir fjármálakreppuna. Enn er of snemmt að segja til um hvernig og í hvaða átt.

Hvað Ísland varðar eigum við allar forsendur til að byggja áfram samfélag sem þykir öfundsvert.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það má alveg skoða aðra möguleika en Evru,til dæmis Dollar og síðan samning við nafta verslunarleiðir.En þetta vilja ESB elíturnar ekki ræða sem annan möguleika.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.4.2009 kl. 21:22

6 identicon

Vandamálin eru tröllauknari en svo að kostirnir þínir tveir um ríkisstjórn verði nokkuð annað en kostulegir. Við getum strax slegið allar hugmyndir um ríkisstjórnarþátttöku FLokksins út af borðinu. Hann var að missa 9 þingmenn, æru og trú landsmanna.

Borgarahreyfingin er óskrifað (heiðurslauna)blað, samansafn óreyndra liðsmanna. Samspillingin er heltekin af ESB-heilkenni og er einfaldlega ekki stjórntæk. Framsóknarflokkurinn er stór smáflokkur á harðahlaupum undan fortíð sinni - og VG? VG er flokkur sem kann bara að vera í stjórnarandstöðu, án ábyrgðar og lausna.

"Þjóðleg endurreisnarstjórn" gæti bara komið úr smiðju blaðamannaelítunnar. Loftkenndur spuni um innihaldslausan frasa. Ertu nokkuð blaðamaður Páll minn?

Eini raunverulegi kosturinn í stöðunni er að mynda utanþingsstjórn sérfræðinga sem þjóðin treystir til að feta einstigið. Helmingur nýkjörins þings samanstendur af reynslulausum einstaklingum sem hættulegt er að treysta fyrir framtíð þjóðarinnar. Hinn hluti þingsins hefur þegar opinberað vanþekkingu sína og vanmátt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Hilmar, þú ert skemmtilega kjaftfor eins og fyrri daginn. Utanþingsstjórn er galin hugmynd manna sem haldnir eru sérfræðingahyggju. Í kjarna sínum er pólitík samtal valdhafa og samfélags; sérfræðingar kunna að tala við sérfræðinga en ekki samfélagið. Þess vegna er fulltrúalýðræði skásta fyrirkomulagið þótt það séu margir gallar á því.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 21:32

8 identicon

Ertu ekki að pæla í vitlausum hlutum ?

Átt þú ekki, og þínir vinir í Valhöll, að vera í endurhæfingu til samfélagsþjónustu ?

JR (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:37

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, samfélagsþjónusta mín felst í því að halda úti vettvangi þar sem nafnlaus séní eins og þú geta látið ljós sitt skína.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 21:40

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Halló Hilmar - athugasemdin batnar ekki þótt hún birtist tvisvar.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 21:45

11 identicon

Þetta hef ég alltaf sagt. 

Það er ekki hægt að vinna með Samfylkingunni vegna þvergirðngsháttar þeirra í Evrópu þráhyggjunni.

Spunameistarar þeirra með að stoð RÚV og annarra fjölmiðla (og álitsgjafa sem blogga) hafa reynt að telja þjóðinni í trú um að kosið hafi verið um ESB stefnu þeirra og haft sigur. 

Þvílíkt bull !

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:26

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Úff, Hilmar, hér er margt skrifað, og ég hef ekki roð við þér. Tvennt þó eða þrennt.

Ég er sammála að utanþingsráðherrarnir gera sig prýðilega en myndi ekki draga þá ályktun að þar með sé utanþingsstjórn heppilegasta fyrirkomulagið.

Ef við værum sammála um að einhverskonar samhengi þarf að vera á milli þjóðar og valdhafa gætum við kannski rætt málið. Samhengið er jafnan nefnt lýðræði en á þér er að skilja að það fyrirbæri sé vafasamt.

Ég sagði ekki að sérfræðingar væru verri en annað fólk. Menntun þeirra og þjálfun miðast við sérfræðisvið, þess vegna eru þeir sérfræðingar. Þegar kemur að stjórnmálum skiptir sérfræðiþekking máli en hún er ekki nema hluti af jöfnunni. Fleira þarf til og þar komum við aftur að þessu samhengi milli þeirra sem stjórna og þeirra sem er stjórnað.

Lýðræði eins og það er ástundað í dag er fremur ungt fyrirbæri. Fyrir daga lýðræðis þekktust önnur stjórnarform, t.d. upplýst einveldi. En þegar kurlin koma öll til grafar er fulltrúalýðræði skásti kosturinn. 

Lifðu heill, Hilmar.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 22:36

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, hvernig er ferlið varðandi umsókn? Mér hefur skilist á blogghjali manna að ESB líti ekki á sig sem einskonar garðveislu þar sem fólk hittist og skeggræði málin í bróðerni, heldur sé fjallað formlega um svona mál.

Er það svo, að formleg umsókn um aðild að sambandinu þurfi að berast frá ríkisstjórn viðkomandi lands? Ef reglurnar eru þannig efast ég um að nokkur umsókn berist frá Íslandi. Ég trúi því hreinlega ekki að VG standi að slíkri umsókn. Það væru pólitísk svik á heimsmælikvarða.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 22:40

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Baldur, ríkisstjórnin myndi senda umsókn til ráðherraráðsins sem aftur sendi umsóknina til framkvæmdastjórnarinnar. Svartfellingar sendu inn umsókn í desember og um daginn sendu sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna umsóknina áfram til framkvæmdastjórnarinnar. Skýringin á því hvers vegna það voru sjávarútvegsráðherrar sem tóku að sér verkefnið er kostuleg, en hún er hér.

Ég er sammála þér að það yrðu svik á heimsmælikvarða að VG sendi inn umsókn.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 22:53

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Samkvæmt þessu gengur ekki fyrir Samfylkingu að leggja frumvarp um aðild fyrir Alþingi og fá stuðning frá Borgarahreyfingu og Framsókn. Umsókn verður að berast frá ríkisstjórn, ekki löggjafarvaldi. Áhugavert.

Baldur Hermannsson, 29.4.2009 kl. 22:58

16 identicon

1. Sammála þér um að vera sammála um utanþingsráðherrana. Veldur hver á heldur.

2.  Sammála þér um nauðsynlegt sanhengi milli þjóðar og valdhafa. Ég tel hins vegar að þjóðin, mengi íslenskra ríkisborgara, sé hin eiginlegi valdhafi. Að sama skapi tel ég fulltrúalýðræði/þingræði/ráðherraræði/flokksræði vafasamt en virkt lýðræði (einn maður - eitt atkvæði & landið allt eitt kjördæmi) æskilegt og sjálfsagt.

3. Sammála þér um blessaða sérfræðingana. Það má ekki lasta fólk fyrir að hafa fórnað bestu árum æfinnar í vanmetið langskólanám (þó Egill Helgason fari létt með það).

Ég er hins vegar ekki sammála þér um að...

1. ... í stjórnmálum sé sérfræðiþekking ekki nema hluti af jöfnunni. Við eigum að leitast við að bæta stjórnskipun okkar á hverjum tíma og siðvæða stjórnmálin. Væntanlega erum við sammála um að þar sé í augnablikinu ekki úr háum söðli að detta.

2. ... fulltrúalýðræði sé skásti kosturinn. "Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hið ljósa man. Fulltrúalýðræðið hefur reynst okkur Íslendingum afleitlega. Þetta form lýðræðis hefur fóstrað ráðherraræði/flokksræði og sett Íslendinga í skelfilega stöðu.

Hvet þig að lokum til að lesa bókina "Sofandi að feigðarósi" eftir Ólaf Arnarson. Stundum geta blaðamenn hitt naglan á höfuðið

Ave atque vale, Páll.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:05

17 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, það var undarlegt að lesa þessa þingmannahugmynd frá Björgvini G. Sigurðssyni sem hefur verið ákafur talsmaður inngöngu. Aðferðin stenst ekki skoðun. En við ættum kannski að taka Bjögga á orðinu, senda hann til Brussel ásamt öðrum þingmönnum Samfylkingar og biðja þá að hjala sem lengst við embættismenn þarna suðurfrá. Á meðan væru þeir til friðs.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 23:06

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll aftur Hilmar, já, ég þarf að lesa Ólaf. Annað: Sagði ekki hið ljósa man eitthvað á þá leið að kona sem þekkt hefur ágætan mann finnst góður maður hlægilegur.

Hver er ágætur íslenskur stjórnmálamaður að þínu áliti?

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 23:09

19 identicon

hmm... Hannes Hafstein var nokkuð góður, en ágætur íslenskur stjórnmálamaður? Man í svipinn ekki eftir neinum - alla vega ekki eftir 1944.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:18

20 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, athyglisverð hugmynd. Steingrímur gæti orðið ágætis forsætisráðherra. Hins vegar held ég að við þær efnahagslegu aðstæður sem við höfum, sé þriðja leiðin áhugaverðust þ.e. þjóðstjórn allra flokka.

Sigurður Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 00:24

21 Smámynd: Páll Blöndal

Nafni,
Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér hvað varðar þróunina án aðildar ESB.
Ég hef þó áhyggjur af:
1) Trúnaðarrof hefur orðið á milli þjóðar og stjórnmálamanna óháð flokkum.
     Heimatilbúnar lausnir okkar stjórnmálamanna hljóma hjáróma.
     Fólk treystir ekki okkar stjórnmálamönnum og/eða lykilmönnum eftir allar blekkingarnar og spillingarmálin sem upp hafa komið. Margir líta á það sem lausn að færa völd FRÁ íslenskum spillingaröflum til ESB.
    Þúsundir fjölskyldna eru að horfa upp á íslensk stjórnvöld hirða af því aleiguna og ævisparnaðinn. 
    Þú hirðir ekki af mér aleiguna og ævisparnaðinn og kemur svo næsta dag og heimtar að fá að passa budduna mína.

2)  Krónan nýtur ekki trausts lengur. Hvorki innanlands né utan.
      (Vildi gjarnan að það væri öðruvísi)

3) Atgervisflótti verður stórfelldur. Hreint óhjákvæmilegt.
    Hugsandi fólk lætur ekki bjóða sér upp á sömu pappakassana aftur. 

Páll Blöndal, 30.4.2009 kl. 01:10

22 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er sammála þér Páll að Vg, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndu geta gert vel og allir hafa þeir meiri áhuga á að bjarga heimilunum og fyrirtækjum en Samfylkingin sem virðist bara einblína á ESB.

Þessir þrír flokkar eru líka ekki eins áfjáðir í að falla flatir undir ESB og myndu skoða betur NAFTA og samspil NAFTA og EES fyrir framtíðarmöguleika og allir þessir flokkar hafa velt fyrir sér einhliða upptöku annars gjaldmiðils fyrr eða síðar. Ég held að þeir gætu unnið mun betra verk en núverandi meirihluti. Hitt er annað mál að landsfundur Vg bannaði þeim að vinna með Sjálfstæðisflokki.

Ergo- þjóðstjórn væri næst best á eftir þessari tillögu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.4.2009 kl. 10:28

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskhyggja er þetta í ykkur, börnin mín. Hausinn er kominn út og ljósan mundar tangirnar - og þið þvargið um þjóðstjórn!

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 11:38

24 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Niðurstaða er fengin, orðalag frágengið: "Ríkisstjórnin ályktar að sækja eigi um aðild að ESB".  Gleggra getur það ekki verið ..., eða ...?

Flosi Kristjánsson, 30.4.2009 kl. 14:22

25 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég fékk þetta af bloggsíðu Halldóru Hjaltadóttir

Heillar mig Eistland?

Eistland er lítið land í N-Evrópu sem margir kannast eflaust við úr umræðunni um Evrópumál. Mikill fjöldi Íslendinga hefur einnig sótt landið heim, jafnvel í árshátíðarferðum.

Þá er förinni yfirleitt heitið til Tallinn höfuðborgar Eistlands, gist á fínum hótelum, farið í skoðunar og verslunarferðir og almennt njóta Íslendingar þess að skoða athyglisverðar byggingar í fallegu veðri.

Aðal atvinnugrein Eista er einmitt ferðaþjónusta en fast á hæla hennar koma vændi og dópsala. Landbúnaðurinn á undir högg að sækja.

Eistland gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og höfðu íbúar landsins ákveðnar væntingar og vissu um jákvæðar breytingar í kjölfar aðildar. Menn bundu vonir sínar á að skipaflotinn myndi endurnýjast og fiskveiðar aukast.

Mörgum manninum var brugðið þegar ekkert gerðist, engin endurnýjun varð í skipaflotanum og fiskveiðar lögðust að mestu af.

Atvinnuleysi jókst í kjölfarið, vændi varð umfangsmeira, fíkniefnasala blómstraði og svartamarkaðsbrask er mjög algengt. 

Sumir hverjir sem ekki njóta þess að vera á meðal 40% þjóðarinnar sem rétt hefur ofan í sig og á, ganga svo langt að óska þess að vera ennþá undir oki Sovétríkjanna sálugu en Þá gátu Eistar selt sinn fisk til Rússlands og haft út úr því a.m.k. einhverjar tekjur.

Atvinnuleysi í Eistlandi var 9% árið 2004, en sú prósenta hefur undið upp á sig á síðustu misserum og þrátt fyrir alla uppsveifluna í efnahag þjóðanna.

Hagstofa Evrópu EUROSTAT getur birt tölur um atvinnuleysi sem ekki standast ,til að mynda mældist atvinnuleysi í Eistlandi 5,9% árið 2006 og 4,7% árið 2007.

Nú er atvinnuleysi komið upp í 15 % og er mikið áhyggjuefni af þróun atvinnumála.

Það má með sanni taka það skýrt fram að þessar tölur eru langt frá raunveruleikanum, þar sem kerfið er meingallað. Maður sem missir vinnuna sína getur farið á atvinnuleysisbætur sem eru yfirleitt 50% af fyrri launum í 6 mánuði, en eftir þann tíma dettur sá hinn sami maður af bótum og af skrá. Raunverulegt atvinnuleysi gæti því verið nærri 30% í Eistlandi.

Skólakerfið er einnig gallað, þar sem 70 % nema þurfa að greiða að fullu sinn námskostnað, en um 30 % fær fullan styrk frá ríkinu. Unga fólkið leggur mikið að sjálfsögðu mikið á sig til þess að vera hluti af þeim sem fá nám sitt ríkisstyrkt.

Unga fólkið sem nær ekki settu marki varðandi námið, nýtur ekki tækifæris til þess að mennta sig, fær ekki vinnu og hefur ekki hug á að selja líkama sinn eða fíkniefni flyst úr landi.

Ungur maður býr hér á Íslandi. Hann telur að Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið er almennt í Eystrasalts löndunum.

Að hans sögn er gott að búa á Íslandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fylgja hruni bankanna.

Hann getur núna kostað mjólkina sem amma hans vill fá á hjúkrunarheimilinu í Eistlandi, en öll umfram mjólk getur kostað aukalega þar í landi.

Hann elskar landið sitt og óskar þess að geta búið þar, en hann hefur enga vinnu og engin tækifæri.

,,Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott " Sagði hann af mikilli einlægni.

mbkv

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband