Frekjustjórnmál Samfylkingar

Frekjupólitík Samfylkingar kann sér ekki hóf. Sjálfstæðisflokkurinn lét undan, fór í endurmat á Evrópustefnu sinni, en áður en flokkurinn komst að niðurstöðu sprengdi Samfylkingin stjórnina. Núna ætlar Samfylkingin að leika sama leikinn við Vinstri græna. Strax í kosningabráttunni voru settir fram afarkostir af hálfu Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur um tvo kosti að velja. Ríkisstjórn með Vinstri grænum sem felur í sér að aðildarumræðan verður lögð til hliðar. Þá getur Samfylkingin sett saman ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni. Það mál er steindautt af mörgum ástæðum.

Vinstri grænir geta aftur á móti náð saman með Framsókn og Sjálfstæðisflokki um endurreisnarprógramm. Ef frekjupólitík Samfylkingar linnir ekki verður þessi kostur til umræðu.

Samfylkingin verður að muna að fyrsta skylda alþingis er að setja saman starfhæfa ríkisstjórn. Vel innan við þriðjungur þjóðarinnar greiddi Evrópupólitík Samfylkingar atkvæði sitt.

Samfylkingin getur öskrað sig hása en aðildarkrafan fékk þessa niðurstöðu í kosningum: Sjö af hverjum tíu Íslendingum sögðu önnur mál veigameiri í stjórnmálum landsins.


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona þjóðarinnar vegna og VG vegna að þeir láti ekki Samfylkinguna beygja sig. Ekki slæmur kostur að reyna á S O B stjórn og fá harða stjórnarandstöðu í nafni fullveldis frá VG og X-D.

Palli (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:45

2 identicon

Palli, þú veist hvað s.o.b. stendur fyrir? Son of a bitch..

jon (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svona, eins og þú, tala bara frekjur Páll.  Þeir sem telja ESB smámál ættu ekki áð láta það væflast fyrir sér við að komast að verki. Þeir sem hinsvegar telja það stórmál verða að virða að öðrum sem ekki eru sömu skoðanna og þeir geti líka fundist það stórmál og sætta sig við að það fari í ferli sem líkur með því að þjóðin sker úr um niðurstöðuna, þ.e. fyrst fyrir því er augljós meirihluti þingmanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.4.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband