Jóhanna tekur íslensk heimili í ESB-gíslingu

Það er opinbert: Samfylkingin tekur Evrópusambandsaðild fram yfir hagsmuni íslenskra heimila. Jóhanna Sigurðardóttir segir að engin mál komist á dagskrá fyrr en niðurstaða sé fengin í Evrópusambandsmálinu.

Gríman er fallin, Samfylkingin hefur enga stefnu í íslenskum þjóðmálum aðra en þá að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.

Þriðjungur þjóðarinnar þarf að biðja hina tvo þriðju afsökunar á að hafa stutt Samfylkinguna.


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það þarf ekket annað! Þegar umsókn hefur verið send birtir og músíkin hækkar og allir verða sætir og sælir. Þannig er það nú í pottinn búið

Skúli Víkingsson, 27.4.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Samfylkingin lítur á ESB aðild sem brýna hagsmuni íslenskra heimila og hluta af efnahagsmálunum. Það er í raun ekki hægt að finna trúverðugar og raunhæfar lausnir á efnahagsvandanum, án þess að skoða ESB aðild. Í raun ekkert flókið.

Jónas Rafnar Ingason, 27.4.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hverslags helvítis landráðsflokkur er þessi samfylking er henni alveg sama um fólkið og heimilin í landinu.Jóhanna er búin að tala og skilaboðin eru skýr,ef þú samþykkir ekki ESB núna ertu ekki með hverslags valdnýðsla er þetta eiginlega????Hún vill afsala lýðveldi okkar til ESB enda hefur samfylkingin ekkert annað fram að færa en ESB í vanda landsins.Þarf ekki núna að gera uppreisn og þá meina ég alvöru uppreisn þar sem nokkrar löggur ráða ekkert við,eða er fólki bara alveg sama og vill afsala sér lýðveldi landsins í boði samfylkingarinnar.Hvernig væri nú að stjórnmálamenn í landinu sem vita eitthvað um það hvort ISG og Össur séu búin að standa í leynimakki á bakvið þjóðina oppni sig nú og segi sannleykann,þetta er ekki eðlilegt hvað samfylkingin sækir stíft í ESB nú og allrasýst þar sem það mun ekki bjarga okkur einsog er eða býr eitthvað annað þarna á bakvið sem við vitum ekki!!!!! Ég vill svör..................

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.4.2009 kl. 19:13

4 identicon

Eru það nú orðin landráð að vilja gefa fólkinu í landinu sjálfu vald til að samþykkja eða hafna aðildarsamningi við ESB?

Ég myndi skilja þessa undarlegu aðdróttun um heimilin og fyrirtækin í landinu ef núverandi ástand hefði ekkert með gjaldmiðilinn, vaxtastigið, peningastjórnunina, framtíðarsýn, traust og trúverðugleika á alþjóðamörkuðum að gera. ESB er ekki lausn í sjálfu sér en aðildarumsókn er eitt mikilvægasta skref sem hægt er að stíga í þágu endurreisnarstarfsins. Enda hafa andstæðingar ekki sagt aukatekið orð um valkostinn. Jú, Sjálfstæðismenn hafa sagt opinskátt að ekki sé byggjandi á krónunni til framtíðar svo þeir suðu upp einhverja AGS-evru leið sem reyndist svo ófær enda kortlögð í fáti á lokametrum kosningabaráttunnar. En þeir segja ekkert um það hvað á þá að gera. Nokkrir vitringar þar á bæ tala að vísu um einhliða dollaravæðingu en það er forn draumur.

Arnar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Jóhanna og Steingrímur finna lausn á þessu saman.

Héðinn Björnsson, 28.4.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband