Uppreisnarmaður á tvöföldu kaupi

Þráinn Bertlesson og Borgarahreyfingin verða gera upp við sig hvort búsáhaldabyltingin og framboðið var til að skaffa sniðugu fólki tvöfalt kaup eða berjast gegn spillingu. Fordæmið sem Þráinn sýnir mun án efa leiða til þess að margir fleiri verði fylgjandi stjórnlagaþingi. Sumir gætu gert sér vonir um að vera á þreföldu kaupi við að véla um landsins gagn og nauðsynjar.
mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er því velt fyrir sér hvort Þráinn Bertelsson eigi að skila heiðurslaunum sem honum hefur verið veitt til ritstarfa. Ég tel að það sé fengur fyrir þingið að innan veggja þess sé starfandi þingmaður sem er jafnframt rithöfundur.

Rithöfundar skrifa jafnan á kvöldin og um helgar og það væri ánægjulegt ef Þráinn gæti einhvern tíman seinna veitt okkur innsýn í sálarlíf manna og kvenna á Alþingi Íslending. Ég tel að hann eigi ekki að skila heiðurslaununum en borgi eðlilegan skatt af þeim.

Ef Þráinn á að skila styrknum er þá ekki rétt að Ásmundur Einar Daðason bóndi skili landbúnaðarstyrkjum sínum sem hann þiggur úr ríkissjóði á meðan hann situr á Alþingi?

Ásmundur kemur inn á Alþingi á 1350 atkvæðum á meðan Þráinn er með 3357 atkvæði. Þannig að það þarf mörgu að gefa gaum þegar kjörbréf verða rannsökuð í upphafi þings.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.4.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heiðurslaunamál Þráins er ekkert til þess að æsa sig yfir.

Þráinn mun afsala sér heiðurslaununum þegar hann áttar sig á því að fyrirhuguð hálaunaskattlagning verðandi ríkisstjórnar mun endurheimta bróðurpartinn af þeim hvort sem er.

Kolbrún Hilmars, 26.4.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband