Sjálfstæðisflokkurinn stóð með lýðveldinu

Sjálfstæðisflokkurinn tekur með sér gott veganesti í síðustu viku kosningabaráttunnar. Flokkurinn stóð einn gegn atlögu annarra stjórnmálaflokka að stjórnarskránni. Atlagan var hvorttveggja að heiðri og virðingu alþingis og lýðveldinu sjálfu.

Stjórnlagaþingsbastarðurinn var bullmál kokkað upp við opinn eld á Austurvelli að næturlagi. Alþingi er málstofa kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og stjórnlagaþing yrði útvötnun á alþingi. Í annan stað átti að nota stjórnarskrárbreytinguna til að auðvelda kvislingaleiðangur Samfylkingarinnar til Brussel þangað sem stendur til að selja landið í hendur Evrópusambandsins.

Sjálfstæðismenn skiluðu góðu dagsverki í lok þings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nokkur leið að vera sammála þessum skrifum og augljóst að þau eru skrifuð af sjálsftæðismanni en ekki manni með sjálstæða hugsun.  Meiri hluti þjóðarinnar vill sjá þær breytingar sem til stóðu og mun þessi afstaða sjallanna frekar koma þeim í koll en nokkuð annað.

Steini (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:55

2 identicon

Jæja Páll,er einhver FLokkseigandinn búin að rassskella þig.

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Númi, ég var kallaður upp í Valhöll og þar var lesið yfir mér. Ég er iðrandi syndari í dag. Á morgun verði ég trúlega tekinn á teppið hjá Baugsfylkingunni sem leiðir til þess að annað kvöld strýk ég kvislingaflokknum meðhárs. Þú hnippir í mig.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 22:10

4 identicon

Já, Páll ég fylgist með.Þú ert ágætur,en var ekki nauðsynlegt að fara yfir stjórnarskrána.Telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um lýðveldið.?

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef breyta á stjórnarskránni verður að gera það í yfirvegun og af hreinskilni. Upplegg Samfylkingarinnar var hvorki yfirvegað né hreinskilið.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 22:29

6 identicon

Gott og vel Páll minn - tvö meginatriði:

"Atlagan var hvorttveggja að heiðri og virðingu alþingis og lýðveldinu sjálfu."

Hvaða heiður og virðingu ertu að fjalla um Páll? Skoðanakannanir sýna, ítrekað, að u.þ.b. 10% þjóðarinnar bera virðingu fyrir störfum Alþingis.

Og hvaða lýðveldi ertu að nefna Páll? Ég kannast ekki við að lýðveldi hafi ríkt á Íslandi undanfarin ár. Ertu að tala um flokksræðið og fulltrúaræðið?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:30

7 identicon

Ekki var það Samfylkingin ein sem fór fram á endurskoðun á Stjórnarskránni.?

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:32

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sjáiði til Númi og Hilmar

Við verðum að skilja á milli stofnana og einstaklinga. 

Alþingi sem stofnun er verðmæt og lýðveldið sömuleiðis - jafnvel þótt nú um stundir séu fremur illa gerðir einstaklingar á þingi og við höfum lýðskrumara fyrir forseta.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 22:34

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Og í viðbót: Samfylkingin ætlaði sér að breyta stjórnarskránni til að eiga kost á hraðferð til Brussel.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 22:36

10 identicon

HALDA MÆTTI AÐ BLÁA HÖNDIN SÚ EINA OG SANNA HAFI VERIÐ AÐ HRISTA OG TUGTA ÞIG TIL PÁLL.EFTIR SKRIF ÞÍN UNDANFARIÐ,ÞAR SEM ÞÚ HEFIR VERIÐ ÓVENJULEGA HREINSKILIN OG BREYTTUR GAGNVART FLOKKNUM SEM ER KENNDUR VIÐ SJÁLFSTÆÐI,ÞÁ KEMUR ÞÚ LÍKT OG BREYTTUR KARAKTER,ER HEFUR VERIÐ LESIÐ YFIR OG TUGTAÐUR TIL.  HVERNIG DETTUR ÞÉR Í HUG AÐ ÞESSUM  SJÁLFSTÆÐISFLOKKI SÉ ANNT UM LÝÐRÆÐIÐ. ER ÞÉR ALVARA MEÐ ÞESSUM SKRIFUM ÞÍNUM UM AÐ ÞESSI ÁÐURNEFNDUR FLOKKUR STSNDI VÖRÐ UM LÝÐVELDIÐ.  HVAÐ KOM YFIR ÞIG PÁLL,HVERJIR VORU AÐ BANKA Í ÞIG.

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:44

11 identicon

VIÐBÓT,,TEK UNDIR MEÐ ÞÉR GAGNVART  ESB, ÞANGAÐ VIL ÉG EKKI .

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:46

12 identicon

Allt í góðu Páll. Við skulum taka þessa kryptísku röksemdafærslu þína til skoðunar.  Alþingi er semsagt "verðmæt stofnun" og íslenska lýðveldið er "verðmætt" - "jafnvel þótt nú um stundir séu fremur illa gerðir einstaklingar á þingi og við höfum lýðskrumara fyrir forseta" (sic).

Þau tíðkast hér hin breiðu spjótin, en vafalaust telur þú að þessi gífuryrði þjóni málstaðnum. Ég tel hins vegar nokkrum vafa undirorpið að álit meginþorra landsmanna á Alþingi hafi kristallast á síðustu 70 dögum og tæpast er eðli forsetans skítlegra en annarra þjóðfélagsþegna.

Málið er að mér sýnist verðmæti Alþingis og lýðveldisins vera stórlega orðum aukið hjá þér. Alþingi hefur verið aðhlátursefni þjóðarinnar síðustu árin og núverandi lýðveldi er komið að fótum fram - Íslenska lýðveldið er nefnilega gjaldþrota, ef þú vissir það ekki. 

Við skulum tala hreina íslensku Páll. sjáLfstæðisFLokkurinn stóð með séreignakerfi braskara og kvótakónga. Þetta er svanasöngur landráðamanna sem skirrast ekki við að sækja hugmyndafræði sína til nazista og ítölsku mafíunnar. FLokkurinn getur ekki lengur skákað í því skjólinu að skrifa sína útgáfu af sannleikanum og neyða hana uppá landsmenn. Hér eftirleiðis verður hann metinn af verkum sínum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:53

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við eigum það sameiginlegt, Hilmar, að vera báðir nokkuð stóryrtir. Kannski líka að vilja skrifa þannig að það skiljist. En þar lýkur samlíkingunni. Ég sé landráð þar sem reynt er að þvinga okkur í ríkjasamsteypu en þú hjá þeim sem hallir eru undir braskara og kvótakónga. Lifum við það.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 22:59

14 identicon

Páll !

Auðvitað skrifar engin sjálfstæðismaður svona nema fyrir ,,greiða" !

Þú kemur ekkert á óvart með þessum skrifum þínum !

Þú ert eins og allir hinir sjálfstæðismennirnir , falur fyrir ,,greiða" !

JR (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:05

15 identicon

Fullyrðingar einar og sér eru næsti bær við skreytni, nema haldbær rökstuðningur fylgi.

Að sjálfsögðu tel ég það landráð ef meirihluti Alþingis reynir að "þvinga okkur í ríkjasamsteypu".

Má ég skilja orð þín sem svo að þú teljir það ekki landráð að flokkur sé hallur undir braskara og kvótakónga, með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:10

16 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hilmar, landráð í mínum huga er þegar þjóð eða þjóðarhagsmunir eru sviknir í hendur útlendinga. Eftir því sem ég best veit eru kvótakóngar allir íslenskir.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 23:13

17 identicon

Gott Páll minn, ræðum landráð samkvæmt X. kafla almennra hegningarlaga.

Ísland hefur verið svikið undir yfirráð erlendra banka og lánastofnanna af íslenskum bröskurum og kvótakóngum - í boði sjáLfstæðisFLokksins. Það eru skýr landráð í mínum huga.

Samspil bankakerfisins og FLokksins er augljóst og niðurstaðan er afgerandi.

Þegar þú tekur flugið og fabúlerar um að FLokkurinn hafi "staðið með lýðveldinu" ert þú (viljandi eða óviljandi) að horfa fram hjá sérhagsmunagæslu FLokksins.

FLokkurinn hefur nefnilega aldrei staðið með lýðveldinu heldur einungis með FLokksmönnum - bröskurunum og kvótakóngunum sem eru núna búnir að setja landið á hausinn.

En hvernig læt ég. Það var víst ekki stefna FLokksins sem brást, heldur mennirnir í FLokknum. Ert þú einn af þeim?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:29

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þetta er langsótt hjá þér Hilmar, að landráð séu þegar einhverjir fái að braska með peninga og kvóta og veðsetji það útlendingum að þá séu þeir ábyrgir sem veittu svigrúmið. Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 23:34

19 identicon

Smá leiðrétting Páll. Ég nefndi ekki að þeir, einir og sér, væru ábyrgir. Ég tel hins vegar vafalaust að þeir eru meðsekir - landráðamenn að aðstoða landráðamenn.

Það gleður mig hins vegar að þú ert sjálfstæður maður en ekki sjáLfstæðismaður.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband