Hálf afsögn Björgvins í þrjá mánuði

Viðskiptaráðherra segir sig frá ráðherradómi í þrjá mánuði starfsstjórnar en ætlar að halda þingmennsku áfram. Björgvin G. Sigurðsson er að skapa sér stöðu til að ná kjöri til Alþingis í kosningunum í vor. Tækifærisrökin sem Björgvin færir fyrir afstöðu sinni eru jafn glær og útrásarlofið sem hann bar á óreiðumenn Íslands þegar þeir brenndu peningum almennings og orðspori þjóðarinnar.

Björgvin kaus að bera ábyrgð þegar það gat skilað einhverju í aðra hönd, vígstöðu fyrir næstu kosningar. Hann var ekki maður til að segja af sér þegar það hafði einhverja þýðingu, í október eða nóvember. Tragikómískur blær afsagnarinnar eykst við það að mótmælaliðið klappar Björgvini lof í lófa.

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann var ekki maður til að segja af sér þegar það hafði einhverja þýðingu, í október eða nóvember.

Má ekki segja það sama um hina ráðherrana í stjórninni?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Frábær grein eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttir í Mogganum í dag.Það sem hún segir þar er akkúrat sem ég hef verið að halda fram sérstaklega þegar ég hef hitt Samfylkingarfólk síðan þetta stjórnar samstarf byrjaði.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2009 kl. 14:57

3 identicon

Betra er seint en aldrei.

Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann átti að segja af sér og öllu sínu liði upp. Á meðan hafa útrásarvinirnir hans getað komið sínum málum bara giska vel fyrir.

Ekki bagalegt að hafa hægri hönd Jóns Ásgeirs, Hjálmar Blöndal, sem einn aðstoðamanna í ráðuneytinu meðan á þessum hörmungum stóð.

Björgvin stóð sig að vísu mjög vel í hlutverki klappstýru útrásarbullnanna ásamt forsetanum.

joð (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Loksins þegar einhver axlar ábyrgð og segir af sér (þó seint sé) byrjar vælið. Þetta er nefnilega fáheyrður atburður og Björgvin er maður að meiri fyrir vikið. En það sem menn óttast er að, hann er kanski að skapa nýja hefð með þessu og það hugnast ekki öllum allra síst stjórnmálamönnum.

Finnur Bárðarson, 25.1.2009 kl. 16:28

5 identicon

Það er greinilega ekki hægt að gera mótmælendum eða Samfylkingarhöturum til hæfis. Þegar einhver segir loksins af sér er það ekki nógu gott, af því að það var ekki gert fyrir mánuði síðan eða tveimur mánuðum.

Fólk eins og þú sér ekki skóginn fyrir trjánum. Þið rífist um smáatriði í stað þess að fagna því sem er þó gert.

Elín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Engin ábyrgð er öxluð, aðeins tækifærismennska. Samfylkingin í hnotskurn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.1.2009 kl. 16:57

7 identicon

Stekkur af skútunni á síðustu stundu til þess að bjarga ímynduðu hugrekki sínu, sýnir ekkert nema lydduskap, sem á eftir að koma honum í koll síðar. Ekki nógu staðfastur til að honum sér treystandi - einfalt mál, vonandi sjálfum sér verstur.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:26

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Samfylkingin er komin í kosningabaráttu það er nokkuð augljóst. Aðgerðir þeirra héðan í frá munu einkennast af tilraunum til fagurfræði, ekki til að stýra skútuni.

Haraldur Baldursson, 25.1.2009 kl. 17:33

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Björgvin átti að vera lönu farinn, eins og Ingibjörg Sólrún.  Þetta fólk hefur því miður haldið hlífiskildi yfir útrásarvíkingunum og þjóðarþjófunum, ásamt með forseta vorum.

Hann hlýtur að yfirgefa Bessastaði fljótlega.

Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband