Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Félagsframsókn verður fjárplógsframsókn
Framsóknarflokkurinn var einu sinni félagsafl bænda og landsbyggðar. Þegar leifarnar af SÍS urðu gjaldþrota náðu öflugir fjárplógsmenn völdum í flokknum, vel að merkja án þess að setjast sjálfir í trúnaðarstöður.
Eftir því sem almennri skírskotun flokksins hnignaði treystu forystumenn flokksins á massívar auglýsingaherferðir fyrir kosningar, fjármagnaðar af fjárplógsmönnunum, og ísköld kosningaloforð eins og 95 prósent húsnæðislán.
Frami Björns Inga Hrafnsonar innan flokksins er lýsandi fyrir þróunina. Helsta verkefni flokksins var að færa framsóknarauðmönnum opinberar eigur á útsöluverði.
Frétt um að það sé hiti í framsóknarmönnum vekur spurningu um hvaða máli það skiptir hver verður fenginn til að kveikja undir kjötkötlunum.
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef alltaf talið að það sé betra að kaupa nýjan plóg heldur en að kaupa gamla eða notaða. Plægir betur akurinn. Framsókn ætti að læra af því.
Páll (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:10
Ekkert breytist í spilltasta greni landsins
Framsóknarspilling í kjallaranum er uppfærsla á gömlu leikriti sem var endurflutt í kvöld í Þjóðleikhúsinu, í dimmum kjallaranum. Enda þolir það sem þarna er að gerast ekki dagsins ljós. Nú eru flokkseigendafélag Finns Ingólfssonar & Co búið að finna MeiraÁstþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 00:11
Það skal áréttað að sís fór ekki á hausinn , heldur voru gerðir nauðasamningar og Landsbankinn (Sverrir Hermannsson) stofnaði Hömlur eignarhaldsfélag um eignir SÍS og seldi þær svo sem höfuðstöðvar Glitnis Véladeildin fór til Ingvars Helgasonar Samskip og fleiri eignir tók sjálfur Samvinnubankann og sameinaði Landsbankanum við skulum ekki setja þessi mál á Framsóknarflokkinn . Hverjir stjórnuðu KRON var það ekki alþíðubandalagsmaður sem nú er með Sinfonthljómsveitina á sínu valdi
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 7.1.2009 kl. 09:05
Skilmerkileg greinargerð. Takk fyrir
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 09:54
Er ekki nokkur leið fyrir nokkurn bloggara að skrifa eitthvað án þess að Ástþór Magnússon birti sömu rulluna aftur og aftur... dálítið leiðingjarnt að lesa sama bullið hjá honum aftur og aftur. Blessaður maðurinn.
Ég er hins vegar á því að ef flokkurinn á að eiga sér framtíð þá verður að stroka allt gamalt út úr dæminu. Eini maðurinn í framboði sem er "óspilltur" er Höskuldur Þórhallsson. Verði hann ekki formaður er hætt við að þetta verði áfram í sama fari.
Ingimar Eydal, 7.1.2009 kl. 16:04
Höskuldur óspilltur segir Ingimar.Var það ekki þessi Höskuldur sem reyndi að kaupa sig upp um sæti á listanum sínum fyrir síðustu kosningar.Hvernig endaði það annars.?Veit Ingimar það?
Númi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:34
Skoðanir sem birtast á þessari síðu Páls einkennast oft af mannhatri og rasisma. Ég fordæmi slíkt og bið menn vel að lifa. Áfram Framsókn!
Agnar (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:38
Mannhatur,,,finnst vel í Framsókn.Það sést vel og heyrist vel::::Far-vel.
Númi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:28
Svona til að leiðrétta aðeins í haturs pistlinum að þá var kosningaloforðið 90% lán en ekki 95%. Til að hægt sé að taka svona skítkast alvarlega þá þarf amk að fara rétt með er það ekki?
Haukur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:44
Í síðustu kosningum lofuði framsókn 1,milljarði til fíkniefnavarna.Framsókn er ekki fyrir fólkið.:Framsókn hefur ætíð verið fyrir fólki. Kátlegt að fylgjast með forystubaráttuni í þessum flokki í dag,þaug þykjast vera að koma fram með nýja sýn ,fuss og svei.Nóg komið af framsóknarflokknum.Skyldi það gerast að Sjálfstæðisflokkurinn fari í endurnýjun lífdaga sinna.Nú í ár eru einmitt 80,ár síðan Sjálfstæðisflokkurin gerði það,um það má lesa í annálum og gekk mikið á þar.
Númi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.