Jón Baldvin tryllir lýðinn

Jón Baldvin Hannibalsson gerir sig á gamals aldri. Eini ráðherra lýðveldissögunnar sem opinberlega varð að viðurkenna dómgreindarskort, þegar hann veitti ríkisáfengi í veislu ritstjóra Alþýðublaðsins, er orðinn uppreisnarforingi. Jón Baldvin leiðir mótmæli gegn þjóðargjaldþroti vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Þeir reikningar voru opnaðir í skjóli EES-samningsins sem Jón Baldvin seldi Íslendingum með þeim orðum að þar fengjum við allt fyrir ekkert.

Jón Baldvin Hannibalsson er Íslands besti sonur.


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek undir þessar vangaveltur þínar, það er þetta með þennan syndlausa sem kastar steininum.

En sumt er svo fljótt að gleymast og svo er það þessi tilhneiging að setja sig á hærri stall osfrv.

Þegar hlutirnir fara að skýrast betur þá munu verða breytingar, menn munu fara og aðrir koma. Það þarf engin sérstök mótmæli til að svo verði. Vissulega á eftir að verða uppgjör á ýmsum sviðum og innan ýmissa hópa. 

Kolbrún Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 20:22

2 identicon

Í gær varð slys á Reykjanesbraut. Mun einhver kæra Vegagerðina fyrir að leggja þennan helvítis veg? Ó nei.

Til að minnka slysahættu höfum við eftirlit. Lögreglan mælir hraðann, tékkar á ljósunum og lætur menn blása í blöðru, ef tilefni þykir til. Bifreiðaeftirlitið skikkar þig með bílinn í skoðun svo farartækið sé í lagi. Aldrei er hægt að fyrirbyggja öll óhöpp en með reglum er hættan lágmörkuð.

Þegar frelsi er veitt höfum við stofnanir að líta eftir að vel sé farið með það og innan ramma laganna. Seðlabanki fylgist með "umferðarreglunum" bankanna og Fjármálaeftirlitið að "ökutækið" sé í lagi. Þessar stofnanir eru ekki bara upp á punkt. Svo er til ráðuneyti bankamála líka.

Það er ekki nóg að leggja tvöfaldan veg og setja upp götuljós ef eftirlitið gleymist. Ölvunarakstur eða ofsaakstur eða illa búnir bílar bjóða hættunni heim. Ef allir sofna á verðinum og slökkt er á staurunum að auki er stóraukin hætta á stórslysi. Þá þýðir ekki að kenna Vegagerðinni um. Ekki frekar en EES samningnum. En hvort JBH sé hinn rétti leiðtogi dagsins er annað mál, um það dæmir hver fyrir sig.

Gestur H (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það kemur ekkert út úr þessum "uppgjörum" eins og þú nefnir, nafna mín.  EES Jóns Baldvins var selt með stæl á sínum tíma og flestir stjórnmálamenn hafa dansað með.  Ef einhver er ábyrgur þá er það stjórnmálaaflið sem tróð upp á þjóðina þessu ólánssamkomulagi. 

En auðvitað getum við gengið alla leið og kokgleypt ESB líka.  Þá verður niðurlægingin fullkomnuð.  Í boði Jóns Baldvins og Kolfinnu?

Kolbrún Hilmars, 25.10.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ég hef alltaf kunnað ágætlega við Jón Baldvin og sérstaklega "agaleysi" hans. EES voru fjari því að vera mistök og hann var snöggur að aðstoða Eistrasaltslöndin við sjálfstæðisviðurkenningu.

Ég hafði líka gaman hressandi öskrunum í honum í dag. Ekki af því að ég sé sammála honum heldur af því að ég er orðinn leiður á varfærni allra sem tala um pólitík.

Hins vegar finnst mér nýleg viðtöl við mannin ekki honum til framdráttar því hann virðist einkar ógagnrýninn á eigin störf og allt sem fór miður í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokkinn 1991-1995 virðist hann skrifa á sjálfstæðismenn en allt hið góða á sjálfan sig persónulega.

Oddgeir Einarsson, 25.10.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vegagerð er eitt en reglur og löggæsla er annað

Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 22:05

6 identicon

Vona að ég verði aldrei svo heillum horfin, að fara að mæra JBH

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jóni Baldvin er frjálst að taka þátt í mótmælunum, en það er billegt af þeim feðginum að hædjakka þeim, dreifa villandi upplýsingum um fundartíma og vilja skyndilega ekkert vita af Herði Torfasyni og þeim mótmælafundi sem hann skipulagði. Hvað gekk þeim til? Er Jón Baldvin með nýjan jafnaðarmannaflokk á prjónunum?

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 00:16

8 identicon

Já Jón Hannibalsson þorir. Vegna hvers?

Í fyrsta lagi: Hann hefur aldrei þurft að standa ábyrgur gerða sinna.

Í annan stað: Á gamals aldri er fátt annað að gera en átta sig á mistökum lífsins

Í þriðja lagi: Sástu hvernig ég tók'ann. Prump!

Halldór (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Baldvin eins og margir aðrir fróðir menn um fjármál hefur gagnrýnt með rökum hvernig peningamálastefna sem hækkaði gengi krónunnar upp í fráleita hæð, skapaði stjórnlausan innflutning, bruðl og skuldsetningu og innleiddi með vaxtamismun hin eldfimu krónubréf varð til að blaðran sprakk.

EES átti ekkert með þetta að gera, - í því kerfi vorum við með eftirlitsmenn og slökkviliðsmenn sem tóku rangar ákvarðanir eða stóðu ekki vaktina.

Aðvaranir voru hundsaðar árum saman svo sem í Financial Times í mars s.l. þess efnis að Leeman Brothers og íslensku bankarnir stæðu hættulega tæpt. Sá spádómur rættist heldur betur því voru spurningar og svör Jóns Baldvins í tröppuræðu hans beittar: "Var þetta fyrirsjáanlegt? Já. Var þetta fyrirbyggjanlegt? Já."  

Ómar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 01:09

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón Baldvin er ekki upphafsmaður að neinu af þessu, nema ef vera skyldi EES-aðildin og klofningur í mótmælahreyfingunni.

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jón Baldvin færði okkur EES, það er vitað. Með EES reglum breyttist margt  á Íslandi. Það vitum við öll. Ef finna á blóraböggla fyrir þessu ástandi sem Jón Baldvin og Kolfinna dóttir hans eru að mótmæla í dag þá má sækja til ábyrgðar: Stjórnina, Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og þá sem eiga að veita aðhald : Stjórnarandstöðuna, Fjölmiðlana, Þjóðina sjálfa. Er nokkur eftir? Við erum öll ábyrg. Stöndum saman.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 02:12

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er ekki ábyrgur og ég neita að standa með mönnum sem eru að koma mér og öðrum saklausum landsmönnum dýpra í skítinn með hverjum deginum. Þessir skemmdarvargar verða að víkja úr valdastöðum og það tafarlaust áður en þeir valda okkur öllum meira tjóni. Stöndum saman -- gegn þeim.

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 02:15

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Látum það vera þó gamlir stjórnmálamenn noti reiðiöldur sem fara um þjóðfélagið eins og brimbrettakappar til að leika listir sínar.

Það er ágætt að skipuleggja mótmælin og setja þekkt andlit á þau, en alltaf slæmt þegar kemur upp klofningur og athyglissýki þegar lífsnauðsynlegt er að þjóðin standi saman og brjóti af sér þessa pappakassa í æðstu stöðum.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 02:41

14 identicon

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/#entry-687167

"Ef maður skoðar lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, þá kemur dálítið forvitnilegt í ljós. Lögunum var breytt með lögum nr. 108/2006 dagsett 14. júní 2006 (sjá greinar 92 - 94) og inn í þau bætt heimild fyrir aðild erlendra útibúa innlendra fjármálafyrirtækja.  Það kemur sem sagt ekki bara í ljós að ríkisstjórnin átti að vita af ábyrgð sjóðsins gagnvart icesave, hún heimilaði það og hreinlega hvatti til þess.  Það þýðir ekkert fyrir menn að segja "þetta bara gerðist", þar sem þetta gerðist með vilja og vitund síðustu ríkisstjórnar!  Ríkisstjórnin opnaði hliðið fyrir Landsbankann að setja á fót icesave með lögum nr. 108/2006.  Það var greinilegt að menn hugsuðu ekkert út í hvað þeir voru að leyfa."

Elfa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:23

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Davíð burt, Davíð burt, Davíð burt, hrópaði fólkið og  Jón Baldvin sagði að fallið hefði verið fyrirsjáanlegt og ÞESS VEGNA ættu ráðamenn að taka pokann sinn.

Fall bankanna var ekki fyrirsjáanlegra en svo að einn ríkasti maður þjóðarinnar lagði nokkra milljarða inn í Glitni rétt fyrir þrot hans. Þúsundir hluthafa, þar á meðal stórir hluthafar sem voru öllum hnútum kunnugir, grunuðu ekkert.

Ef þeir VISSU fyrirfram um fallið þá hefðu þeir ekki látið fé sitt fuðra upp.

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, viðurkenndi fyrir Bandaríkjaþingi í dag að hann væri „forviða” yfir því hvernig fjármálamarkaðir hafa hrunið og að hann hafi gerð „hálfgerð” mistök með andstöðu sinni við stífari regluverki varðandi suma fjármálagerninga.

Hann segist þó ekki bera persónulega ábyrgð á því sem hann kallar „fárviðri á fjármálamarkaði sem á sér stað aðeins einu sinni á öld.” VB.is.leturbreyting mín

Fárviðrið er Davíð að kenna!

Það voru einmitt lágir vextir sem ýttu undir húsnæðisbólu sem sprakk og hrundi af stað efnahagslegu fárviðri sem ENGINN sá fyrir að ylli slíku tjóni sem raun bar vitni.

Eitt er að vera reiður en þegar skipulögð mótmæli JBH snúast um eina persónu, gamlan fjandvin og pólitískan andstæðing, Davíð Oddson, er athyglinni beint frá umheiminum en margir hafa einmitt uppgötvað að það er líf fyrir utan DO og hreppinn.

Æ, hvað hún er orðin innilega þreytt hin þröngsýna hreppapólitík á Íslandi þar sem aldrei er hægt að komast nálægt veruleikanum vegna þess að gamlir hreppstjórar eru of uppteknir við kenna núverandi hreppstjórum um og fá í lið með sér sveitunga, vini og venslamenn.

Benedikt Halldórsson, 26.10.2008 kl. 09:25

16 identicon

Alveg makalaust hvad Íslendingar moka endalaust undir sidleysi teirra sem kinnrodalaust sitja sem fastast trátt fyrir hrapalegt framferdi í starfi (og nú tala ég í vídum skilningi, ekki beint ad einni átt).  

Teir aftur á móti sem vidurkenna ad hafa ordid á eru rægdir ofan í skítinn.  Í hinum sidmenntada heimi er tessu jafnan öfugt farid. 

Hvad er eiginlega ad okkur spyr ég nú bara?

Elfa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:30

17 identicon

Æi ... Jesús minn .... er sjálfs-hvíttvottur Greenspan nú ordin rök í málinu.  How low can you go?

Ef einhver hefur dæmt sig ómarktækan í tessu máli tá er tad nefndur Greenspan,  hans mistök eru grídarleg. 

En hann er meiri madur en margur Íslendingurinn .. hann hefur tó amk vidurkennt hluta af sinni sök.  Svoleidis er ekki ástundad hér.   Hér vidurkennir enginn neitt.

Engin tjód er saklausari en Íslendingar.  Hér er aldrei nokkur skapadur hlutur neinum ad kenna.  Tjah jú reyndar ... HINUM.

Elfa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:39

18 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Benedikt: Þessi auðmaður sem þú talar um er væntanlega Róbert Wessman. Rök þín að þetta hafi ekki verið fyrirsjáanlegt því að einn eða fleiri auðmenn sáu þetta ekki fyrir eru á sandi reist, því kaupin voru liður í tilraunum hans, og fleirra til að auka traust á bankanum því menn höfðu áhyggjur af yfirvofandi hruni. Þess utan var þetta mjög fyrirsjáanlegt sérstaklega fyrir hann "DO" vin þinn, þar sem hann ákvað að knésetja þetta "Baugsvígi", mögulega án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum (traustskerðingu) sem það myndi hafa fyrir hina íslensku bankana.

Steinn E. Sigurðarson, 26.10.2008 kl. 11:09

19 identicon

EES-samningurinn gerði ráð fyrir því að aðildarlöndin settu sér regluverk til að hafa eftirlit með fjármálamarkaði. Þ.e. þau EES-lönd sem ekki voru í Evrópsambandinu þar sem regluverk er til staðar.

En á Íslandi hefur eftirlit aldrei virkað. Hvergi. Við höfum enga hefð eða kunnáttu í að þróa eftirlit. Eftirlit þarf að vera í formi vinnuferla sem eru skoðaðir, endurskoðaðir og meðhöndlað í skýrleika og heiðarleika.

Og svo er það svo illa sýnilegt. Rifjum upp Byrgismálið. Pólitísk niðurstaða á því máli, var að þar hefði vantað eftirlit frá hendi þeirra sem dældu peningum í svínaríið.

Agaleysi Íslendinga kemur fram í því m.a. að við viljum ekki/kunnum ekki að hafa eftirlit. Það er hlegið að gátlistum og gæðastjórnun, því það er ekki "smart".

http://okurvextir.blogspot.com

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 11:25

20 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Steinn: Það styrkir engin banka með milljörðum úr eigin vasa ef hann VEIT að hann muni hrynja, um það þarf ekki að deila.

DO er ekki vinur minn en ég trúi ekki að seðlabankastjóri hafi verið að hefna sín á Bausgveldinu og notað Seðlabankann til þess. Ef honum hefur tekist það hlýtur hann að hafa dáleitt alla hina sem vinna í Seðlabankanum eða gefið þeim göróttan drykk, nú eða farið með nornaseið.

Atburðarásin á undan bankahruninu er hvorki einföld né augljós.

Benedikt Halldórsson, 26.10.2008 kl. 12:18

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

JBH kann að hafa fært okkur EES og það er að flestu leyti jákvætt fyrir alþýðu manna. Það eru í raun önnur atriði sem stefnt hafa okkur í ógöngur; hin gegndarlausa og eftirlitsskerta nýfrjálshyggja síðustu 10-13 ára.

JBH studdi kannski þá stefnu til að byrja með. En jafn augljóst er að JBH hefur skipt um skoðun - og það er vel. Hann komst að nýjum niðurstöðum eftir að hafa verið sendiherra í Finnlandi og Bandaríkjunum; hann bar þessi samfélög saman og niðurstaðan færði þennan hægri-krata marktækt yfir til vinstri. Þeir sem skamma JBH fyrir gamla EES-frjálshyggju verða að hafa þessa umturnun í huga.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 12:29

22 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér fannst Ómar Ragnarsson miklu beittari í sínum málflutningi en Jón Baldvin.  Jón er partur af kerfinu sem ætlar nú að kaffæra íslenskan almenning.  Davíð Oddsson er brennustjórinn og bankastrákarnir eru brennuvargarnir.  IMF er síðan óheiðarlegi buisness maðurinn sem borgaði Davíð fyrir eldspýturnar og ESB er síðan líkræninginn.  Glæsilegt!

Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 12:45

23 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég fæ ekki betur séð en mótmælaaðgerðir þeirra ráðherrasonanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þorvaldar Gylfasonar, hafi mistekist. Þrátt fyrir hrikalegt ástand komu ekki nema um 500 manns á hvorn fund. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 26.10.2008 kl. 13:24

24 identicon

Undur og stórmerki, Jón Baldvin stendur úti á stræti og mótmælir eigin ákvörðunum/hugmydnum er hann átti mestan þátt í að móta. "Kallinn á kassanun" kominn aftur í bæinn  á nýjum formerkjum væntanlega til að "kristna lýðinn" inn í svartholið ESB?

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:59

25 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vladimir Lenin sagði -

"besta leiðin til að henda samfélagi eða samfélagsskipan úr stólnum, er að pilla við gjaldeyri þess. Því þá mun manni takast að grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Þá mun manni jafnvel takast að grafa undan trú harðsvíruðustu kapítalista á markaðssamfélagi sínu". Þegar verðgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og þar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án þess að vita af því. Allir verða spekúlantar án þess að vita af því. Og þeir munu alltaf spekúlera á móti markaðinum, á móti þeim sem eiga verðmætin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.

Þetta veit Jón Baldvin og notar nú tækifærið til að hræða Íslendinga

Jón Baldvin kemur og boðar komu Mömmu

óh mamma, hvar ertu ?

Það er bara eitt vandamál og það er það að fjármálakreppan er ekki bundin við Ísland. En tíminn sem mælieining gerir það að verkum að allir hlutir gerast ekki samtímis. Ef enginn tími væri til þá myndi allt gerast á sama tíma. En svo er ekki.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.10.2008 kl. 17:03

26 identicon

Tek undir það sem Ómar Ragnarsson segir hér að framan í athugasemdunum.

Annað :

Þegar fyrstu mómælendurnir komu að  Ráðherrabústaðnum voru þeir síðustu við norðurenda Tjarnargötu og gatan og gangstéttir beggja vegna þéttskipað. Fyrir mér var þetta mikill mannfjöldi hér í fámenninu á Íslandi... en aðalatriðið var sá samhugur sem ríkti og sú hvatning að ákveðinn amatör í stjórnkerfinu stæði upp og færi...Nóg komið.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:22

27 identicon

Jón Baldvin er nú enginn fróður maður um fjármál eins fram hefur komið í umræðunni. Hann er Evrópusleikja og landeyður.

Það eru ákveðnir hópar sem hafa alltaf tryllt lýðinn þegar gengur illa. Í sögulegu samhengi hefur það yfirleitt verið kommúnistar, sósíalistar, fasistar og nasistar. Hinsvegar er Jón Baldvin ekkert af þessu, heldur bara tækifærasinni.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:45

28 Smámynd: Björn Heiðdal

Við þökkum Hannesi Hólmsteini fyrir innlitið.  Sá hlýtur að vera ánægður með dagsverkið í Seðlabankanum.  Húrra, húrra, húrra!

Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 17:59

29 Smámynd: Elías Theódórsson

Ótrúleg einföldun að kenna einum manni um allt sem misfórst. Ákvað seðlabankinn að taka yfir Glitni, var það ekki í höndum ríkisstjórnarinnar að taka þá ákvörðun með bankamálaráðherra í broddi fylkingar eftir tillögu seðlabanka. Lagði ekki seðlabankinn til fyrr á árinu að ríkisstjórnin þyrfti að sauma að bönkunum, en ríkisstjórnin ákvað að hafast ekki við.  Hvað hefur bankamálaráðherra verið að sýsla s.l 1 1/2 ár? Ber ekki fjármálaeftirlitinu að hafa eftirlit með bönkunum? Hver stjórnar þar?

Það eru alltaf til einstaklingar sem nýta tækifæri til að komast í sviðsljósið og berja sér á brjóst.

Elías Theódórsson, 26.10.2008 kl. 18:08

30 identicon

Páll þú ert og hefur alltaf verið fáviti, við erum ekki lýður sem vorum stödd þarna.

Pétur (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:18

31 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón Baldvin er ekki svarið við Davíð Oddssyni.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 00:27

32 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Meðal annarra orða, þá vil ég vara við því að persónugera vandamálin í Davíð Oddssyni. Annars vegar snýst þetta ekki um hann heldur kapítalisma almennt og frjálshyggju alveg sérstaklega. Hins vegar þjónar gagnrýnin á Davíð einan hagsmunum Samfylkingarinnar, sem leikur tveim skjöldum í þessu öllu og bætir nú í fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum, eitt fés auðvaldsins í stað annars.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 00:30

33 Smámynd: Historiker

Jón Baldvin Hannibalsson var óvinsæll vegna þess að þorri Íslendinga eru þröngsýnir og heimskir sauðir með ótakmarkaða þrælslund. Þessir sömu eiginleikar þorra Íslendinga eru síðan einnig ástæðan fyrir því að landið er að sökkva og þeir eiga það svo sannarlega skilið að sökkva með. Megi lánin ykkar margfaldast, kaupmáttur hverfa og atvinna þverra.

Historiker, 27.10.2008 kl. 00:36

34 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Historiker, þú ert greinilega stuðningsmaður Davíðs.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 01:00

35 identicon

Hvar stal Hannes þessum texta?  Þetta er of illa skrifað til að vera Kiljan?  Rislítill stíll og innihaldsrýrt.  Gæti verið tekið frá Davíð en ég held bara svei mér þá að hann hafi skrifað þetta sjálfur.

Hér mjamtar sem sé kjafti dæmdur ritþjófur og mannorðsníðingur.  Maður sem hefur átt ríkan þátt í að setja heila þjóð á hausinn og það á fullu kaupi.  Bumbuslagari og trúður.  Pólítískt ráðinn prófessor og blýantanagari.

marco (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:32

36 identicon

Ef ég væri hugmyndafræðingur frjálshyggjuvæðingar íslands, þá hefði ég vit á því að láta ekki sjá mig hérna. En sumir kunna ekki að skammast sín.

Valsól (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:27

37 identicon

Eru það einu áhyggjur HANNESAR HÓLMSTEINS ríkisstarfsmanns hversu margir mættu á mótmæli niður í bæ ?

Og eins og Hannes orðar það sjálfur:  " Þrátt fyrir hrikalegt ástand komu ekki nema um 500 manns á hvorn fund."...... Hannes !!! afhverju er svona hrikalegt ástand ?  Það er náttúlega allt helv.....s kommunum í að kenna !

Hvernig var það Hannes stóðst þú "á horninu" og taldir ? 

Alla (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:16

38 identicon

Valsól: Þótt ég sé nú ekki frjálshyggjumaður... verð ég nú að segja að frjálshyggjumenn hafa nú ekkert að skammast sín fyrir. Þótt menn hafi aðrar skoðanir en þú er ekki þar með sagt að þeir eigi að skammast sín!

En kannski hef ég rangt fyrir mér... kannski sitja sumir á sannleika lífsins og tilverunnar og hafa samband við yfirnáttúrulega mátta sem gerir þeim fært að dæma hina lifandi og þá dauðu...

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:07

39 identicon

Mikið eruð þið moggabloggarar leiðinlegir.

-DJ- (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband