Vanhćfi Finns Ţórs gildir einnig um Namibíumáliđ

Saksóknarinn í Namibíumálinu, Finnur Ţór Vilhjálmsson, skrifađi yfirvöldum í Namibíu bréf 17. október fyrir tveim árum. Tilfallandi bloggađi um bréfiđ mánuđi eftir ađ ţađ var sent og sagđi:

Bréfiđ er ítarlegt, 12 blađsíđur. Sá sem skrifar undir bréfiđ er enginn annar en Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari og bróđir Inga Freys blađamanns Stundarinnar. Gagnkvćmir hagsmunir brćđranna í Namibíumálinu voru gerđir ađ umtalsefni í tilfallandi athugasemd sl. sunnudag.

Finni Ţór er umhugađ ađ hann einn sé til svara gagnvart Namibíumönnum. Í bréfinu er ađeins heimilisfang og tölvupóstur Finns Ţórs gefinn upp. Í niđurlagi segir hann ađ ef namibísk yfirvöld vilja ná sambandi viđ Ólaf Ţór Hauksson hérađssaksóknari, skuli ţau samskipti fara í gegnum Finn Ţór.

Ţegar tilvitnađ blogg var skrifađ, í nóvember 2022, var ţađ eitt vitađ um sameiginlega ađild brćđranna ađ Namibíumálinu ađ Finnur Ţór saksótti og Ingi Freyr bćđi skrifađi fréttir um máliđ og átti ađild ađ undirbúa ţađ í hendur hérađssaksóknara ţar sem bróđir hans starfar. Namibíumáliđ er ásakanir RÚV og Heimildarinnar (Stundin/Kjarninn) um ađ Samherji hafi greitt mútur í Afríkuríkinu til ađ fá veiđiheimildir. Ingi Freyr var ,,kallađur til" eins og segir í bók um upphaf málsins. Alltaf stóđ til af hálfu blađamanna ađ beita fyrir Namibíuvagninn embćtti hérađssaksóknara. Brćđurnir höfđu áđur leikiđ sama leikinn í Sjólamálinu, Finnur Ţór saksótti og Ingi Freyr skrifađi fréttir. Nema síđustu fréttina, ţegar málinu var vísađ frá dómi. Ingi Freyr ţagđi, Morgunblađiđ sagđi.

Í mars 2023 er upplýst ađ Ingi Freyr er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Bjöllur hefđu átt ađ hringja hjá embćtti hérađssaksóknara. Bróđir saksóknarans í Namibíumálinu er sakborningur í nátengdu máli. Yfirlögfrćđingur Samherja Arna McClure er međ réttarstöđu grunađs í Namibíumálinu en brotaţoli í byrlunar- og símastuldsmálinu. Menn ţurfa ekki í próf í lögfrćđi til ađ sjá ađ vinnubrögđ af ţessu tći ganga ekki. Tilfallandi bloggađi fyrir rúmu ári:

Eina réttarfarslega rétta niđurstađan sem Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari getur komist ađ er sú ađ Finnur Ţór sé vanhćfur til ađ rannsaka Namibíumáliđ. Ólafur Ţór er ekki svo skyni skroppinn ađ hann setji nýjan saksóknara í ađ berja til lífs dauđa namibíska hrossiđ.

En, nei, ţađ var látiđ gott heita ađ Finnur Ţór héldi áfram ađ rannsaka mál ţar sem bróđir hans blađamađurinn og sakborningurinn Ingi Freyr átti ríkra hagsmuna ađ gćta. 

Undir lok árs 2023 verđur Finnur Ţór dómari viđ hérađsdóm Reykjavíkur og fćr skipun í embćtti í byrjun árs 2024. Kćrumál fyrrum yfirlögfrćđings Samherja, Örnu McClure, koma fyrir dóminn. Arna tapađ og áfrýjađi til landsréttar. Í gćr birtust fréttir um úrskurđ landsréttar ađ dómarinn Finnur Ţór gerđi alla 24 dómara hérađsdóms Reykjavíkur vanhćfa í málum Örnu McClure.

Í niđurstöđukafla dóms landsréttar segir ađ Finnur Ţór sé

vanhćfur til ađ fara međ rannsókn málsins vegna tengsla sóknarađila [hérađssaksóknari/Finnur Ţór] viđ rannsókn á máli lögreglustjórans á Norđurlandi eystra ţar sem bróđir hans hefur réttarstöđu sakbornings og varnarađili [Arna McClure] hefur stöđu brotaţola.

Landsréttur segir berum orđum ađ Finnur Ţór hefđi ekki átt ađ fara međ rannsókn Namibíumálsins eftir ađ upplýst var um ađild bróđur hans ađ byrlunar- og símastuldsmálinu.

Í haust verđur Namibíumáliđ fimm ára. Ţađ átti aldrei ađ verđa ađ máli; blađamenn keyptu fyllibyttu ađ segja skrök. En fyrst skrökiđ varđ ađ opinberri rannsókn átti Finnur Ţór aldrei ađ koma nálćgt rannsókninni, sem bróđir hans var ,,kallađur til" ađ eiga ađild ađ og setti blađamannsorđspor sitt ađ veđi ađ vćri eitthvađ annađ en áfengur uppspuni.

Namibíumáliđ verđur til ađ frumkvćđi spilltra blađamanna sem gefa sér fyrirfram niđurstöđu og skreyta hana óráđshjali áfengis- og fíkniefnaneytanda. Vinstrimenn á alţingi, Helga Vala Helgadóttir ţingmađur Samfylkingar ţar framarlega í flokki, mögnuđu upp rangar sakargiftir og útvegđu embćtti hérađssaksóknara 200 milljónir króna í aukafjárveitingu til ađ rannsaka alvarlegar ásakanir sem voru úr lausu lofti gripnar. Opinbert fé var lagt til höfuđs saklausu fólki. 

Síđast fréttist af Namibíumálinu er sex manna hópur frá embćtti hérađssaksóknara heimsótti Afríkuríkiđ í byrjun árs. Ţarlend yfirvöld höfđu ekki hugmynd um erindi hvítingjanna úr norđri. Í Namibíu skilja menn ekki ţann hátt opinberra embćttismanna á Íslandi ađ eyđa auđfengnu fé, fengnu međ pólitískum samböndum, í tilgangslausa óráđsíu. Var einhver ađ tala um spillingu? 

 

 

mbl.is Allir dómarar vanhćfir í málinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ţetta er orđiđ ansi rotiđ ţjóđfélag. Siđleysi virđist vera eitt af ţví sem búiđ er ađ normalísera.

Kristinn Bjarnason, 29.5.2024 kl. 09:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband