Fjöldamorđ fá viđurkenningu, vestriđ klofnar

Norđmenn verđlauna fjöldamorđ Hamas 7. október međ viđurkenningu á sjálfstćđi Palestínu. Hamas stjórnar Gasa en hinn hluti Palestínu, vesturbakkinn, er undir stjórn Fatha-samtakanna. Palestínuríkin eru tvö, ađskilin landfrćđilega og međ tvenn stjórnvöld.

Norska stjórnkerfiđ ţekkir mćtavel átakasögu Ísraela og Palestínuaraba. Á tíunda áratug síđustu aldar voru fundir í Osló, höfuđborg Noregs, um tveggja ríkja lausn. Tilraunin bjó til heimastjórn Palestínuaraba, ţá undir stjórn PLO. Vonir um gagnkvćma viđurkenningu Ísraela og Palestínuaraba á tilvist tveggja ríkja fóru út um ţúfur um aldamótin.

Núverandi átök milli Ísrael og Palestínuaraba byrja međ fjöldamorđum Hamas 7. október á síđasta ár. Hryđjuverkamenn drápu um 1200 óvopnađa borgara og tóku um 200 gísla. Í framhaldi kemur innrás Ísraelshers á Gasa. Viđurkenning á Palestínu sem sjálfstćđu ríki er umbun sem veit á frekari hryđjuverk. Samlandar Breivik ćttu ađ vita betur en ađ verđlauna skepnur í morđhug.  

Frá Óslóar-samningum er stríđsástand međ hléum, líkt og veriđ hafđi frá stofnun Ísraelsríkis um miđja síđustu öld. Palestínuaröbum vegnar vel í áróđursstríđinu og fá nú viđurkenningu Noregs, auk Írlands og Spánar.

Kjarninn í deilu Ísraela og araba er sá sami og frá miđri síđustu öld. Ţorri araba afneitar tilvist Ísraelsríkis. Ţar stendur hnífurinn í kúnni.

Ef vestrćn ríki fylgdu fordćmi Norđmanna, Íra og Spánverja vćri skammt í endalok Ísraelsríkis. Hamas-vinir í vestrinu myndu fagna. Ísraelar sćtu ekki međ hendur í skauti og biđu eftir annarri helför. Stórstríđ í landinu helga ylli hamförum á heimsvísu.    

Vestriđ mun ekki snúa baki viđ Ísrael ađ svo komnu máli. En hćttuleg teikn eru á lofti. Útspil Norđmanna sýnir vestrćna hnignun. Í Úkraínu stendur vestriđ frammi fyrir töpuđu stríđi sem aldrei átti ađ heyja. Eftirgjöf í miđausturlöndum tvíeflir ţá sem vilja vestriđ feigt. Ţar eru međtaldar fimmtu herdeildirnar í vestrćnum háskólum. 

Álitsgjafi norska ríkisútvarpsins, NRK, segir međ kurteisu orđalagi ađ viđ núverandi ađstćđur sé fávitaháttur ađ viđurkenna palestínskt ríki. Viđ munum nćstu daga sjá íslenska fáráđlinga lepja upp norska fávisku. 

Noregur og Írland eru smáríki. Spánn er í evrópskri millivigt. Ekkert ţessara ríkja skiptir sköpum um alţjóđaţróun. Dvergarnir fyllast oflćti vegna sofandaháttar risanna. Axarsköft vestursins minna óţćgilega á heimskupörin í ađdraganda fyrra stríđs. Vestfirsk kerling ku hafa sagt sumariđ 1914 ađ hćtti menn ekki ţessari vitleysu endi ţeir á ađ drepa einhvern.

Til dćmis heimsfriđinn.     


mbl.is Danir geti ekki viđurkennt Palestínu sem stendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Örn Ragnarsson

Úttekt ţín á stöđunni er hárrétt Páll.

Golda Meir lýsti ţessu svona:

Ef arabar legđu niđur vopn sín í dag vćri ekki meira ofbeldi. Ef Gyđingar hins vegar legđu niđur vopn í dag, vćri Ísrael ekki lengur til.

Guđmundur Örn Ragnarsson, 23.5.2024 kl. 09:13

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er eiginlega hálf orđlaus eftir ţá fullyrđingu ţína, ađ núverandi átök milli Ísraels og Palestínuaraba hafi byrjađ eftir 7. oktober 2023, en ţar međ liggur ţví miđur, ađ mínu mati ljóst fyrir, ađ vonlaust verđur ţví ađ teljast ađ hafa áhrif á greinilega fullmótađan stuđning ţinn viđ landrán og ţjóđarmorđ gyđinga á heimamönnum í Palestínu - eins sammála og ég er ţér annars oftast í flestum öđrum bloggfćrslum ţínum.

Jónatan Karlsson, 23.5.2024 kl. 10:56

3 Smámynd: Höfundur ókunnur

Sammála Jónatan.

Páll skýtur langt yfir markiđ. Ástćđa ţjóđarmorđs, sem sumir kalla stríđs, er ekki síst tilkominn vegna vandrćđagangs Netanyahu í eigin innanlandspólitík. Ţađ sem verra er; ţetta lá fyrir allan tímann. Ţví miđur eru Hamas ekki međ greind nema í mátulegu međallagi og ţeir gátu ekki spáđ ţessu fyrir.  

Fjöldamorđ fá viđurkenningu hjá báđum, en dánarhlutfalliđ er 1:25. 

Höfundur ókunnur, 24.5.2024 kl. 06:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband