Helvegur háskóla: fjölbreytileiki, jöfnuđur og inngilding

Vísindi efla alla dáđ eru einkunnarorđ Háskóla Íslands. Ţau eru frá miđri 19. öld, úr smiđju Jónasar Hallgrímssonar:

Vísindin efla alla dáđ
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glćđa, hugann hressa,
farsćldum vefja lýđ og láđ.

Einstaklingur sem tileinkar sér frćđilega hugsun skapar verđmćti sem alţjóđ nýtur góđs af. Páll heitinn Skúlason ţáverandi rektor Háskóla Íslands gerđi kjörorđin ađ umtalsefni viđ brautskráningu fyrir rúmum aldarfjórđungi:

Sá, sem vill breyta heiminum til hins betra, getur hvergi byrjađ nema á sjálfum sér. Hann er verkfćriđ sem á ađ koma hinu góđa til leiđar. [...] Ţađ er ósk mín til ykkar, ágćtu kandídatar, ađ sú frjálsa, gagnrýna hugsun, sem ţiđ hafiđ tamiđ ykkur viđ nám í Háskóla Íslands, hjálpi ykkur til ađ feta braut viskunnar og hafa hugsjónir hennar ađ leiđarljósi í lífi og starfi.

Til ađ breyta heiminum af viti byrja menn á sjálfum sér. Verkfćriđ er frjáls gagnrýnin hugsun sem allir hafa jafnan ađgang ađ, enda er hún í međvitundinni. Frjáls umrćđa tekur viđ öllum hugmyndum sem slípast og styrkjast, nú eđa veikjast, í gagnrýnni umrćđu. Útkoman er ekki algildur sannleikur heldur gildar skođanir og ţekking međ fyrirvara. Vitneskja er ávallt međ takmörkunum, eins og Páll rektor segir.  Í grunninn er ađferđin sú sama og Sókrates kenndi Forn-Grikkjum til ađ skilja merkingu hugtaka.

Frjáls gagnrýnin hugsun, og ţar af leiđandi frjáls umrćđa, á undir högg ađ sćkja í háskólasamfélaginu. Frá útlöndum, einkum henni Ameríku, koma bođorđin um fjölbreytileika, jöfnuđ og inngildingu (diversity, equity, inclusion). Á yfirborđinu falleg orđ en kjarni ţeirra er alrćđishyggja. Frjáls hugsun skal víkja, banna, ef einhver móđgast. Einkum og sérstaklega ef sá móđgađi segist tilheyra bágindahópi af einhverri sort. Úr verđur aumingjavald sem međ hugsanalögreglu sér til halds og trausts kćfir frjálsa hugsun. Menn eiga ekki ađ hugsa gagnrýniđ heldur tileinka sér dáđleysi frammi fyrir rétttrúnađi. Kapphlaupiđ er niđur á viđ, markmiđiđ er ađ allir verđi botnfall. 

Breski sagnfrćđingurinn Njáll Ferguson, einn örfárra sem standa undir nafninu stjörnusagnfrćđingur, fékk stöđu viđ Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í byrjun aldar. Hann heimsótti fósturjörđina og varađi sterklega viđ amerísku bođorđunum um fjölbreytileika, jöfnuđ og inngildingu. Harvard, áđur fremsta menntastofnun vesturlanda, er ađhlátursefni, segir Ferguson.

Frelsi og jöfnuđur eru andstćđur í heimi hugsunar. Sumir eru heimskir, flestir međalgreindir, fáeinir snillingar. Náttúrulegur fjölbreytileiki er bannfćrđur á helvegi háskólanna. Inngilding bágindanna sér til ţess. Dáđlaus sauđsháttur er ćđsta bođorđiđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góđan dag. Hver var mentor ţinn í háskóla? Lćrđir ţú sagnfrćđi viđ H.Í.? 

Birgir Loftsson, 24.5.2024 kl. 11:59

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sagnfrćđi í HÍ međ heimspeki sem aukagrein. Veit ekki hvort ég geti kallađ einhvern einn mentor minn. Eftirminnilegir kennarar voru Páll Skúlason, Ţorsteinn Gylfason og Gunnar Karlsson.

Páll Vilhjálmsson, 24.5.2024 kl. 12:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband