Miðvikudagur, 24. apríl 2024
Tvöfalt siðgæði Sigríðar Daggar, skattsvik eru einkamál
Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélagsins fékk fyrirframgreidd laun, líkt og framkvæmdastjórinn, Hjálmar Jónsson, hafði fengið. Sigríður Dögg notar fyrirframgreiðslu launa til að hirða æruna af Hjálmari. Tvöfalt síðgæði í sinni tærustu mynd.
Hjálmar hafði unnið sér til óhelgi að gagnrýna að sitjandi formaður Blaðamannafélagsins væri uppvís að skattsvikum og neitaði að gera grein fyrir málavöxtu. Í byrjun árs sagði Hjálmar:
Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu.
Sigríður Dögg fór í ótímabundið leyfi frá RÚV, þar sem hún var fréttamaður, eftir að fréttist um skattsvikin. En hún sat sem fastast sem formaður heildarsamtaka blaðamanna.
Skattsvikin eru mitt einkamál, segir formaðurinn og þar við situr.
Blaðamenn og viðmælendur þeirra vítt og breitt í samfélaginu hljóta að taka formanninn á orðinu og hafna allri umfjöllun um skattsvik. Þau eru einkamál skattsvikara.
Segir skýrsluna merki um vanþekkingu á rekstri BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er langt seilst þegar tiltekið er í þessari svokallaðri skýrslu kostnaður við kaffi og smá bakkelsi á föstudögum. Sagt vera brot þar sem stjórn hafi ekki samþykkt þau útgjöld!
Ber merki hver skilaboð voru til skýrslugerðamanna, hvað átti að finna og hverju sleppa. Hver var svo kostnaður við skýrslugerðina?
Gunnar Heiðarsson, 24.4.2024 kl. 08:56
Það kom fram hjá Framkvæmdastjóranum fyrrverandi að skýrsluhöfundar fengu ekki aðgang að bókhaldi félagsins til yfirferðar heldur valdar upplýsingar.
Hjálmar er búinn að gera grein fyrir sinni hlið á málinu. Hafandi bara orð hans og Sigríðar Daggar og trúverðugleika þeirra þá lítur málið þannig út að félagið standi í stórri þakkarskuld við hann fyrir óeigingjarnt órukkað starf í þágu félagsins.
Landfari, 24.4.2024 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.