Laugardagur, 20. apríl 2024
Sigríður Dögg, blóraböggullinn Hjálmar, orðspor blaðamennsku
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, varð í haust uppvís að stórfelldum skattsvikum. Líklega skaut formaðurinn undan um 100 milljón króna skatttekjum er hún stundaði umfangsmikla útleigu á Airbnb. Hún neitar að gera grein fyrir málavöxtu, segir skattsvikin einkamál. Ár og síð fjalla þó fjölmiðlar um skattsvik sem opinbert málefni er eigi erindi til almennings. En ekki þegar formaður þeirra á í hlut.
Eftir að upp komst átti Sigríður Dögg, þá fréttamaður á RÚV, samtal við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Hvað þeim fór á milli er ekki vitað. Á fundi stjórnar RÚV sagði útvarpsstjóri að málið væri afgreitt af sinni hálfu.
Afgreiðsla Stefáns fól í sér að Sigríður Dögg hætti á RÚV um áramót undir þeim formerkjum að hún væri farin í leyfi - ótímabundið. Sigríður Dögg, sem formaður Blaðamannafélagsins, þurfti launatekjur, líklega meiri en minni í ljósi uppgjörsins við skattinn. Hún flæmdi Hjálmar Jónsson framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins til áratuga úr starfi og settist sjálf í stól hans. Yfirskin brottreksturs Hjálmars var trúnaðarbrestur.
Endurskoðandi Blaðamannafélagsins til 48 ára neitar að skrifa undir ársreikning félagsins vegna ,,orðsporsáhættu," segir í viðtengdri frétt. Endurskoðandinn óttast að ekki sé allt með felldu og vísar í skattamál formannsins.
Hvað gerir Sigríður Dögg? Jú, í stað þess að kannast við að staða hennar er óverjandi, þá býr hún til, skáldar upp, ávirðingar á hendur fráfarandi framkvæmdastjóra, Hjálmari Jónssyni. Óðara snýst fjölmiðlaumræðan um flísina í auga Hjálmars en ekki skattabjálkann í auga Sigríðar Daggar.
Snúningurinn sem Sigríður Dögg tekur á Hjálmari er í skjóli bandalags sem fer sínu fram hvað sem tautar og raular. Helstu stuðningsmenn sitjandi formanns eru Þórður Snær, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, allir á Heimildinni og tengdir byrlunar- og símastuldsmálinu. Orðspor íslenskrar blaðamennsku er markað skattsvikum og glæparannsókn.
Neitaði að skrifa undir vegna orðsporsáhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orðspor elsta starfandi stéttarfélags landsins er nú rjúkandi rúst.
Ragnhildur Kolka, 20.4.2024 kl. 12:02
Orðið blaðamaður rímar við orðið slaður. Það er orðið við hæfi. En því miður trúa menn því enn að ef einhver birtist á skjánum í snyrtilegum klæðnaði að þá sé bæði trúverðugt og nothæft að heyra hvað viðkomandi talar um, og hvað viðkomandi velur að tala ekki um.
Geir Ágústsson, 20.4.2024 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.