Varaformaður BÍ: blaðamenn eru ómarktækir

Varaformaður Blaðamannafélags Íslands, Aðalsteinn Kjartansson, segir blaðamenn hafa ,,glatað merkingu sinni á síðustu árum." Aðalsteinn kemst að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda þögn í réttarsal þar sem hann þorði ekki að vitna í máli sem hann höfðaði sjálfur. Hann afþakkaði að svara spurningum í vitnastúku um vitneskju sína um sakamál.

Játningin er í Facebook-færslu. Varaformaður stéttafélags blaðamanna skrifar áfram: 

Stofnanir og stjórnmálamenn svara ekki blaðamönnum, birta tilkynningar á vefsíðum sínum og merkja sem fréttir, fara í viðtöl í eigin hlaðvarpsþáttum og reyna að sannfæra almenning að í raun séu allir blaðamenn.

Tvöfalt siðferði gerir blaðamenn ómarktæka. Þeir leggja ekki sömu mælistiku á sjálfa sig og aðra. Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg, er skattsvikari. Aðalsteinn og fjórir félagar hans eru grunaðir um glæpi í byrlunar- og símastuldsmálinu. Hvorki Sigríður Dögg né sakborningar gera hreint fyrir sínum dyrum, svara ekki spurningum. Þeir senda út fréttatilkynningar um eigið sakleysi og reyna að sannfæra almenning að engu misjöfnu sé til að dreifa. Aðrir blaðamenn láta sér vel líka.

Forysta blaðamanna setur fordæmi. Óþægileg mál skal þagga niður með einhliða yfirlýsingum, spurningum er ekki svarað.

Aðalsteinn varaformaður kennir norðlenskum skipstjóra og kennara í Garðabæ um ófarir íslenskrar blaðamennsku. Þar leitar sakborningurinn langt yfir skammt.

Ef blaðamenn vilja láta taka mark á sér upplýstu þeir almenning um skattsvik Sigríðar Daggar og aðild RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans að byrlunar- og símastuldsmálinu.

Á meðan það er ekki gert verða íslenskir blaðamenn æ ómarktækari.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Þau hafa grafið sína eigin gröf. Fréttir eru meira en svör stjórnmálamanna á Íslandi.

Þetta sama fólk birtir ekki fréttir sem vert er að birta. Þar getum við tekið nýjasta lekamálið sem dæmi. Hvernig skrifað eða talað um það í hefðabundu fjölmiðlum. Samt varðar lekinn heilsu barna, andlega og líkamlega.

Víða um heim hafa fjölmiðlar gert mikið úr lekanum enda grafaalvarlegur, World’s leading authority on “gender affirming care” revealed to be unscientific and unethical   (thecountersignal.com)

Helga Dögg Sverrisdóttir, 22.3.2024 kl. 08:05

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Meira að segja málfrelsið kostar. Jafnvel þótt Páll vinni málið þá mun mikill kostnaður leggjast á hann. Ef helmingur þeirra sem daglega líta inn á bloggið hans gefur 5000 kr. ætti hann að komast skaðlaust frá þessu máli. Sýnum nú dug. Verjum tjáningarfrelsið.

Ragnhildur Kolka, 22.3.2024 kl. 10:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

Akkurat!?? Sniðin Hvöt sem margir þurftu, takk fyrir.

Akkurat!

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2024 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband