Föstudagur, 9. febrúar 2024
Grindavík ekki Gasa
,,Á næstu 24 mánuðum gerir ríkissjóður ráð fyrir að kostnaður við hælisleitendakerfið muni verða 32 milljarðar króna," skrifar Sigurður Már Jónsson blaðamaður. Hann heldur áfram:
Á sama tíma og það er lagður sérstakur skattur á landsmenn vegna aðstoðar við Grindvíkinga, sem réttlættur er með því að annars aukist halli ríkissjóðs, er ríkissjóður skilinn eftir galopinn fyrir málaflokk hælisleitenda og flóttamanna.
Sigurður rekur skilmerkilega að valið standi á milli velferðarkerfis og aðstoðar við samlanda okkar annars vegar og hins vegar opinna landamæra. Sérkennilegir hlutir eru á ferðinni á bakvið tjöldin, eins og Sigurður rekur:
Þegar liðsmanni Ríkis íslams (ISIS) var vísað úr landi í janúar síðastliðnum kom í ljós að hann hafði búið í húsnæði sem Vinnumálastofnun hafði látið honum og stórri fjölskyldu hans í té í september síðastliðnum.
Á liðnu ári sóttu 4200 útlendingar eftir hæli hér á landi. Það eru 400 fleiri en allir íbúar Grindavíkur. Nú eru uppi kröfur um loftbrú milli Íslands og Egyptalands til að flytja hingað í stórum stíl múslíma í hælisleit. Þeir bætast við þá fimm þúsund sem koma annars staðar frá í leit að framfærslu íslenskra skattborgara.
Opin landamæri eru ávísun á endalok íslensks samfélags, eins og við þekkjum það.
Athugasemdir
Fjársöfnun til að þessar 3 konur geti greitt fyrir flutning fleiri flóttmanna yfir landamærin gengur vel enda herjað grimmt á öll starfsmannfélög og aðra sameiginlega sjóði að borga
Grímur Kjartansson, 9.2.2024 kl. 10:16
Af hverju tekur ekki ráðherra einfalda ákvörðun og lokar landamærunum í óákveðin tíma. Þessi geðveiki er komin fyrir löngu út fyrir allt velsæmi og skömm að þessu fólki sem vill auka við vandmálin hér heima með því að styðja við þetta rugl.
Sigurður Kristján Hjaltested, 9.2.2024 kl. 14:20
Hættum þá að væla eins og fráskilin sem er freklega misboðið; Getum við ekki þeytt bifreiðaflautur okkar út um allan bæ,sem mótmæli við við þessu ráðslagi,það mun bara ganga lengra komi ekki til mótmæla.
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2024 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.