Lyklaborðspólitík frá Þórdísi K. til Bjarna Ben

Sem utanríkisráðherra fór Þórdís K. langt með að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Hún lokaði sendiráði Íslands í Moskvu vegna Úkraínustríðsins og krafðist að rússneska sendiráðið á Íslandi drægi úr starfsemi sinni. Lyklaborðspólitík af þessu tæi er vanhugsuð og þjónar ekki íslenskum hagsmunum, hvorki í bráð né lengd.

Þrýst er á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að fylgja fordæmi Þórdísar K. úr Úkraínustríðinu og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna stríðsins við Hamas hryðjuverkasamtökin, sem eiga sér marga fylgismenn hér á landi.

Hávaðahópurinn spyr: má ekki snúa Rússahatri upp í gyðingahatur?

Það þarf aðeins lyklaborð.

Örútgáfa af vanda Bjarna stendur upp á Stefán útvarpsstjóra. Stefán stóð galvaskur í stafni Rússahatursins fyrir hálfu öðru ári og krafðist slaufunar á framlagi Bjarmalands til Júróvisjón. Nú er skorað á Stebba að stökkva á vagn gyðingahatara.

Ekki þarf annað en lyklaborð.

Rússafóbían sameinaði kaldastríðshægrið og vinstrimenn. Fjöldamorð Hamas 7. október, og innrás Ísraela í Gasa í framhaldinu, klauf bandalagið. Hægrimenn flestir styðja tilvist Ísraelsríkis en vinstrimenn vilja það feigt - eins og Hamas.

Til að slá rétt á lyklaborðið þarf meira en fingur.

 


mbl.is Slæm hugmynd að slíta stjórnmálasambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í dag hittast leiðtogar Norðurlanda og Selenskí

Það er spurning hvaða jólgjafir þeir ætla við það tilefni að gefa Selenski í skóinn (fyrir okkar hönd)

Pútín fær bara kartöflu - sem má að vísu breyta í vodka

Grímur Kjartansson, 13.12.2023 kl. 12:37

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er Katrín Jakobs. ekki að lofa Selenský meira af peningum íslenskra skattgreiðenda??? hún vílar því ekki við sig að standa í stríðsrekstri austur í Úkraínu þar sem fjöldi hermanna og óbreyttra borgara falla og hafa nú þegar fallið svo hundruð þúsunda skiptir.

Katrín tekur ekki eingöngu þátt í stríðsrekstri austur í Úkraínu heldur hefur hún stundað peningaaustur í hendur Hamasmanna búsetta í Filisteu (Gaza). Þeir fjármunir hafa verið notaðir til að kaupa vopn og framleiða sprengjur sem notuð eru til að herja á óbreytta borgara í Ísrael. Þess ber að geta að yfir tvær milljónir araba (Filistar) sem flestir eru múslímar búa í Ísrael og eru í mikilli hættu af sprengiárásum Hamasliða.

Þannig að Katrín og ríkisstjórn hennar taka fullan þátt í stríðsrekstri og það á tveimur stöðum. Í öðru tilfellinu eru það glæpasamtök sem ríkisstjórn Íslands styður, það er gert í nafni Vinstri grænna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins.

Segið svo að við séum ekki friðelskandi þjóð!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.12.2023 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband