Föstudagur, 25. ágúst 2023
Ísland heimsþorp hælisleitenda
Rúmlega 100 milljónir manna eru flóttamenn í heiminum, skv. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þegar hælisiðnaðurinn fréttir að íslensk stjórnvöld bjóði upp á búsetuúrræði og velferðarþjónustu til frambúðar fyrir ólöglega hælisleitendur verður straumnum beint hingað.
Ekki þarf nema örlítið brot af 100 milljónum flóttamanna að koma til Íslands, 0,1 prósent er 100 þúsund, til að hér verði heimsþorp hælisleitenda.
Alþjóðlegi hælisiðnaðurinn á talsmenn hér á landi. Á alþingi starfa hælisþingmenn sem beint og óbeint hagnast á innstreymi hælisleitenda. Úr skjólstæðingi má fá sauðtryggan kjósanda, þegar búið er að útvega ríkisborgararétt.
Því lengur sem ólöglegur hælisleitandi dvelur hér á landi því hærri verður lögfræðiþóknunin. Skattfé almennings borgar allt; fæði, húsnæði, velferðarþjónustu og lögfræðiþjónustu. Fyrir ólöglega hælisleitendur.
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins skrifar færslu á Facebook af þessu tilefni:
Fólk sem hefur jafnvel dvalist hér í 3 ár með húsnæði, uppihald, þjónustu og lögfræðiaðstoð á kostnað skattgreiðenda og ítrekaðar áfrýjanir þar til kerfið hefur sig loks í að segja að rétturinn hafi aldrei verið til staðar.
Enginn í ríkisstjórninni virðist áhugasamur um að hugleiða eðli vandans, hvað þá taka á honum. [...]
Þetta ástand felur ekki í sér mannúð. Stjórnleysið og getuleysið kemur í veg fyrir að við nýtum möguleika okkar á að hjálpa sem flestum þeirra sem eru í mestri neyð.
Laukrétt hjá formanni Miðflokksins.
Vinnur að frumvarpi um búsetuúrræði með takmörkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó Miðflokkurinn sé ekki fullkominn, þá er hann eini vitræni valkosturinn í stjórnmálaflokka flórunni á Íslandi - enn sem stendur.
Jónatan Karlsson, 25.8.2023 kl. 07:19
Brottflutningur innfæddra af skerinu eykst stöðugt. Dauði tungumáls og menningar í sjónmáli, húrra Lilja Alfreðs og kó.
Ingólfur Sigurðsson, 25.8.2023 kl. 10:59
Hvorki verður málflutningur okkar trúverðugri þott krossum okkur í bak og fyrir við það að viðurkenna Miðflokkinn sem albesta kostinn,um leið og látum að því liggja að ekki sé hann fullkominn. Hversu lengi hafa meðlimir hans sagt okkur fyrir ;hvað leiðir af því að hlaða undir vinstriflokkana; hefur það ekki allt gengið eftir.Þvílíkir hugsjónamenn í Alþingi verjandi orku okkar sem gráðugir útlendingar sóttust eftir.....
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2023 kl. 12:15
Trúir því einhver að frumvarp um lokuð búsetuúrræði verði nokkur tíman samþykkt? Nei, fjölmenningariðnaðurinn þarf að umgangast fólkið í bið svo hann geti haldið áfram að góla (fóðra lófana).
Ragnhildur Kolka, 25.8.2023 kl. 16:04
Íslendingar eru í grunnin góðir og gestrisnir
Það var visst áfall fyrir þá þegar fyrstu ferðamennirnir komu sem upplifað höfðu skort eftirstríðsáranna og tæmdu í vasa allt sem borið var á borð jafnvel molasykurkör.
Nú erum við að upplifa sama með hælisleitendur
ALLT sem er í boði er sogið til mergjar með dyggum stuðningi sumra Alþingismanna.
Grímur Kjartansson, 25.8.2023 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.