Fimmtudagur, 23. mars 2023
Bræður í glæpum, lygar í neytendapakkningum
Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara er bróðir Inga Freys blaðamanns á Stundinni/Heimildinni. Ingi Freyr tók þátt, ásamt öðrum blaðamönnum, að útbúa Namibíumálið í hendur embættis héraðssaksóknara. Finnur Þór tók við gögnum blaðamanna RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) haustið 2019. Þannig hófst málið kennt við Afríkuríkið.
Namibíumálið snýst um ásakanir Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að Samherji hafi stundað mútur í Namibíu til að fá þar veiðiheimildir. Ingi Freyr er iðinn við að skrifa fréttir um meinta sekt Samherja á meðan Finnur Þór bróðir stundar sakamálarannsóknina. Leiksýningin hefur staðið yfir í rúm 3 ár.
Meðal sakborninga í rannsókn Finns Þórs er Arna McClure lögfræðingur Samherja. Hún stefndi embætti héraðssaksóknara fyrir til dóm til að fá réttarstöðu sinni aflétt. Arna er brotaþoli í öðru sakamáli, byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Þar er Ingi Freyr sakborningur, ásamt fjórum öðrum blaðamönnum.
Samkvæmt meðfylgjandi frétt hefur Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og yfirmaður Finns Þórs hafið rannsókn á aðild Inga Freys að byrlunar- og símastuldsmálinu. Ólafur Þór fær þær upplýsingar að Ingi Freyr notaði gögn úr stolnum síma og hann sé einnig sakborningur ,,vegna þess hvernig staðið var að afritun símans."
Ekki þarf doktorspróf í lögfræði til að sjá að Finnur Þór saksóknari er vanhæfur til að fara með rannsókn máls þar sem bróðir hans, blaðamaðurinn Ingi Freyr, á ríka hagsmuni að ljúki með ákæru en ekki niðurfellingu.
Tilfallandi blogg, sjá hér og hér, setja málið í samhengi. Meira hangir á spýtunni.
Veigamesti hluti Namibíurannsóknarinnar var felldur niður 12. janúar síðast liðinn. Öll hörðu sönnunargögnin, sem koma úr bókhaldi, voru í rannsókn hjá Skattinum. Þar fannst ekkert saknæmt.
Það eina sem eftir er af Namibíumálinu er sá hluti sem liggur hjá Finni Þór. Í raun er það aðeins vitnisburður Jóhannesar uppljóstrara, sem Ingi Freyr og fleiri bjuggu til í hendur héraðssaksóknara.
Finnur Þór viðurkenndi óbeint með bréfi til Nambíu 17. október sl. haust að vitnisburður Jóhannesar væri drasl. Hann yrði að fá nýjar upplýsingar frá Namibíu til að geta haldið málinu opnu á Íslandi. Þær upplýsingar munu aldrei koma fram, einfaldlega vegna þess að þær eru ekki til. Kolruglaður eiturlyfja- og áfengissjúklingur bjó til frásögn í samvinnu við RSK-miðla.
Kristinn Hrafnsson, náinn vinur Helga Seljan, leiddi þá saman, fréttamanninn og uppljóstrarann. Kristinn lýsir upphafinu með þessum orðum:
Fljótlega eftir fund Kristins og Jóhannesar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherja í Namibíu, setti sá síðarnefndi sig í samband við lögregluyfirvöld og spillingarrannsóknarnefnd í Namibíu.
Fyrsti prufukeyrði Jóhannes uppspuna sinn á trúgjörn eyru Kristins sem keypti kjaftæðið í heildsölu og seldi Helga Seljan og namibískum yfirvöldum í smásölu. Eftir að yfirvöld þar syðra bitu á agnið var hægt að endurvinna draslið og selja íslenskum almenningi svikna vöru í neytendaumbúðum. Kristinn útskýrir hvernig það var gert
Ég held líka almennt séð að þessi birting og þessi umfjöllun sé ákveðinn prófsteinn og prófraun á íslenskt samfélag, og einnig á íslenska fjölmiðla, hvernig þeir matreiða og verka þessi mál
Í dómsmáli, sem rekið er í Namibíu, er vitnisburður Jóhannesar ekki notaður. Rugludallurinn var veginn og metinn og léttvægur fundinn. Uppljóstrarinn er ekki trúverðug heimild nema hjá blaðamönnum með glæpsamlegt hugarfar sem ,,matreiða og verka" slúður í neytendapakkningar.
Eina réttarfarslega rétta niðurstaðan sem Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari getur komist að er sú að Finnur Þór sé vanhæfur til að rannsaka Namibíumálið. Ólafur Þór er ekki svo skyni skroppinn að hann setji nýjan saksóknara í að berja til lífs dauða namibíska hrossið.
Spilaborgin sem RSK-miðlar bjuggu til í nóvember 2019 með Kveiksþætti á RÚV um ásakanir Jóhannesar uppljóstrara riðar til falls. Eftir stendur byrlunar- og símastuldsmálið þar sem fimm blaðamenn eru sakborningar. Sú lögreglurannsókn er, ólíkt Namibíumálinu, byggð á gögnum en ekki slúðri.
Rannsókn á Inga Frey víðtækari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mergjuð samantekt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2023 kl. 08:07
Frabært Pall ....
rhansen, 23.3.2023 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.