Bræður í glæpum: annar er sakborningur

Fyrir mánuði var sagt frá bræðrum í glæpum, Finni Þór Vilhjálmssyni og Inga Frey. Sá fyrrnefndi er saksóknari en hinn blaðamaður á RSK-miðlum.

Báðir eru þeir með Örnu McClure í skotlínu. Finnur Þór heldur henni sem sakborningi í Namibíumálinu og Ingi Freyr skrifar um hana ótt og títt og telur hana seka.

Í gær var upplýst, 7 klukkustundum áður en úrskurður var birtur í kæru Örnu, að Ingi Freyr er sakborningur í byrlunarmáli Páls skipstjóra þar sem Arna er brotaþoli, auk skipstjórans.

Líkur standa til þess að Ingi Freyr hafi farið þannig með persónuupplýsingar úr stolnum síma skipstjórans að það varði við lög. Þá er Ingi Freyr einnig bendlaður við yfirhylmingu á glæp blaðamanna. Páll skipstjóri og Arna eru vinnufélagar, starfa bæði hjá Samherja.

Kæra Örnu snýst um að fá aflétt stöðu sinni sem sakborningi í Namibíumálinu. Hún kom þar hvergi nærri. Ekki einu sinni eina heimild Namibíumálsins, Jóhannes uppljóstrari Stefánsson, heldur fram aðild Örnu. Saksóknari hefur engin gögn sem styðja réttarstöðu Örnu sem sakbornings.

Rannsókn málsins hófst 2019 í kjölfar Kveiks-þáttar á RÚV. Einn af þeim sem aðstoðuðu við málatilbúnaðinn er einmitt Ingi Freyr, sem hefur beina hagsmuni af sekt. Ef ekkert kemur út úr Namibíumálinu hjá saksóknara standa Ingi Freyr og félagar á RSK-miðlum á berangri fjölmiðlalyginnar með allt niðrum sig. Verðlaunablaðamennirnir tapa orðspori og æru. Þeir verða álitnir fagleg ruslahrúga.

Finnur Þór er einráður um hver skuli sakborningur og hver ekki. En hann á að vera hæfur til að rannsaka mál af hlutlægni og án persónulegra hagsmuna. Hornsteinn réttarríkisins er að allir séu jafnir fyrir lögum og fái réttláta málsmeðferð.

Þegar fyrir liggur að bróðir saksóknara er sakborningur í refsimáli þar sem Arna er brotaþoli ætti að vera augljóst að Finnur Þór er vanhæfur. Það er hafið yfir allan vafa að Arna nýtur ekki óvilhallrar málsmeðferðar þegar hagsmunir bróður saksóknara eru að Örnu sé haldið sem sakborningi. Hagsmunirnir eru tvíþættir. Í fyrsta lagi verður Ingi Freyr fyrir álitshnekki sem blaðamaður, reynist Namibíumálið órar uppljóstrara í áfengis- og eiturlyfjavímu. Í öðru lagi bíður Inga Freys ákæra í refsimáli þar sem Arna er brotaþoli. Málstaður Inga Freys batnar við það að bróðir hans haldi Örnu sem sakborningi í öðru óskyldu máli.

Dómarinn hljóp á sig þegar hann skrifaði úrskurðinn um að Finni Þór sé heimilt að halda Örnu sem sakborningi og að saksóknarinn sé hæfur. Það er kurteist orðalag um dómara sem ekki er starfi sínu vaxinn.

Bræðurnir eru sérstakt fyrirbrigði í íslenskri réttarfarssögu. Núverandi vinnustaður Inga Freys er Heimildin. Í frétt Heimildarinnar í gær segir að Ingi Freyr hafi fengið að vita fyrir viku að hann væri sakborningur. Hvers vegna steig Finnur Þór saksóknari ekki strax fram og tilkynnti sig vanhæfan?

Hvað með yfirmann Finns Þórs, Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara? Er honum umhugað að gera embættið að leikhúsi fáránleikans? Þegar bræður, annar saksóknari en hinn sakborningur, véla um mannréttindi annarra í einkaþágu er tómt mál að tala um réttarríki. Hvar er fullorðna fólkið í réttarkerfinu?


mbl.is Arna hjá Samherja enn með stöðu sakbornings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Skæruliðadeild rúv vinnur vart fleiri verðlaun úr þessu..

Guðmundur Böðvarsson, 17.3.2023 kl. 10:19

2 Smámynd: rhansen

Með þvi ósvifnara ,sem lengi hefur heyrst !!  

rhansen, 17.3.2023 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband