Þóra keypti síma fyrir byrlun Páls skipstjóra

Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypti farsíma sem notaður var til að afrita síma Páls skipstjóra Steingrímssonar í byrjun maí 2021. Símakaupin staðfestu grun lögreglu að blaðamenn RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) tóku þátt í að skipuleggja aðförina að skipstjóranum.

Framan af lögreglurannsókninni beindist vinna lögreglunnar að atburðarásinni eftir byrlun. Ný gögn leiddu lögregluna á það spor að blaðamenn unnu skipulega að undirbúningi byrlunarinnar.

Páli skipstjóra var byrlað að 3. maí 2021 og lá milli heims og helju í rúma þrjá sólarhringa. Á meðan var síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Símanum var skilað á sjúkrabeð Páls á meðan hann var enn rænulaus. Tæpum þrem vikum síðar, 21. maí, birtist efni úr símanum í Kjarnanum og Stundinni. Framkvæmdin gerði ráð fyrir að skipstjórinn yrði grunlaus um að gögnin kæmu úr síma hans. Varaáætlunin var að ekki yrði hægt að sanna að sími skipstjórans hefði verið afritaður.

Þrem dögum fyrir byrlunina var fréttamaður Kveiks/RÚV, Aðalsteinn Kjartansson, fluttur á Stundina. Engar fréttir úr símanum frumbirtust á RÚV. Skipulagið gekk út á að Stundin og Kjarninn sæju um birtingu stolnu gagnanna. Miðstöð glæpsins var á Efstaleiti.

Þóra var kölluð til yfirheyrslu á ný til að gefa henni færi á að útskýra símkaupin, sem voru gerð fyrir byrlun Páls. Í yfirheyrslunni kaus Þóra að tjá sig ekki um ástæður þess að síminn var keyptur. Auk Þóru eru þrír blaðamenn sakborningar. Óvíst er hvort fimmti blaðamaðurinn, Helgi Seljan, sé vitni eða sakborningur.

Einbeittur ásetningur blaðamanna að hylja slóðina kemur fram í vali þeirra á símanúmeri fyrir afritaða símann. Þeir fengu sér símanúmerið 680214X. Einkasímanúmer Páls skipstjóra er 680214X. Í yfirlitum yfir notkun símanúmera er tveim síðustu tölustöfum sleppt. Með því að nota símanúmer sem var aðeins með síðasta tölustafinn ólíkan síma Páls gátu blaðamenn notað afritaða símann til að samtala og skeytasendinga sem á yfirlitum gæfu til kynna að kæmu beint úr síma skipstjórans.

Blaðamenn notuðu afritaða símann til að eiga samskipti við konuna sem byrlaði Páli. Lögreglan er með skrá yfir símtöl sumarið 2021 milli blaðamanna og konunnar. Þar var m.a. lagt á ráðin um að eyða gögnum er sýndu aðild blaðamanna.

Upplýst var 14. febrúar 2022 að Þóra Arnórsdóttir, ásamt þrem öðrum blaðamönnum, var sakborningur í lögreglurannsókninni. En áfram sat hún sem yfirmaður á RÚV. Staða hennar breyttist um síðustu áramót. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri varð þess áskynja að lögreglan væri með gögn er sýndu ótvírætt aðkomu starfsmanna RÚV að skipulagi tilræðisins gegn Páli skipstjóra. Tilkynnt var 6. febrúar síðast liðinn að Þóra hætti á RÚV og tæki við yfirmannsstöðu upplýsingamála hjá annarri ríkisstofnun - Landsvirkjun.

Beðið er eftir yfirlýsingu Stefáns útvarpsstjóra um málið.  


mbl.is Þóra Arnórsdóttir yfirheyrð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Fyndna hliðin á þessu er að þau virðast hafa haldið að þau væru að stuðla að falli ríkisstjórnarinnar með þessu..

Guðmundur Böðvarsson, 16.3.2023 kl. 08:33

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Blaðamenn hafa einkaleyfi á að fremja glæpi og að sniðganga tilskipanir dómara. Blaðamönnum leyfist það sem öðrum leyfist ekki, enda fremja þeir sína glæpi í nafni þjóðarhagsmuna.

Hvernig gætum við annars vitað að aðrir fremji glæpi ef blaðamenn hafa ekki leyfi til að fremja glæpsamlegt athæfi gegn almennum glæpamönnum í leit þeirra að glæpsamlegu athæfi þeirra????? laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.3.2023 kl. 14:30

3 Smámynd: Gunnlaugur Baldvin Ólafsson

Sérkennileg athugasemd hjá Tómasi. Ekki annað hægt að skilja en að hann standi með glæpalýðnum og götustrákunum sem kalla sig blaðamenn, sem kalla sig svo til þess að vera hafnir yfir lög og reglur sem aðrir þurfa að lúta.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 16.3.2023 kl. 17:40

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Gunnlaugur, berð þú ekki skin á kaldhæðni???

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.3.2023 kl. 18:02

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ertu á launaskrá hjá Samherja Páll?

Jón Frímann Jónsson, 16.3.2023 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband