Miðvikudagur, 15. mars 2023
Blogg er fjölmiðill
Í lögum um fjölmiðla er eftirfarandi skilgreining
Fjölmiðill er hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar.
Tilfallandi athugasemdir hafa birst reglulega frá 2006, í 17 ár, og eru fjölmiðill í skilningi laga. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur frá síðustu öld haldið úti fjölmiðli. Blogg lýtur ritstjórn og er þá í leiðinni fjölmiðlaveita samkvæmt lögum.
Ekki er auðvelt að henda reiður á hve mörg blogg stunda reglulega útgáfu. Á lista blog.is eru skráðir 50 fjölmiðlar sem fá daglegar heimsóknir.
Í viðtengdri frétt segir Lilja fjölmiðlaráðherra að ,,Bág staða fjölmiðla veikir lýðræðislega umræðu í landinu og dregur úr mætti tungumálsins. Það eru bein tengsl á milli dvínandi lesskilnings hjá ungu fólki og minni lesturs".
Ef Lilju ráðherra er í raun umhugað að styrkja lýðræðislega umræðu, tungumálið og efla lesskilning er nærtækt fyrir hana að efla bloggið. Hún slægi tvær flugur í einu höggi. Fleiri taka þátt í opinberri umræðu þegar bloggurum fjölgar og gera má ráð fyrir að lestur aukist er framboð eykst.
Hingað til lætur Lilja sér meira annt um fjölmiðla sem leggja stein i götu frjálsrar miðlunar upplýsinga, t.d. með málssókn gegn bloggurum. RÚV fær milljarða úr ríkissjóði samtímis sem stofnunin er undir lögreglurannsókn vegna afbrota fréttamanna.
Lilja þjónaði almannahagsmunum best ef hún tæki fyrir allan opinberan fjárstuðning til hefðbundinna fjölmiðla og leyfði þúsund bloggblómum að blómstra. Auk sparnaðar í ríkisrekstri og grósku í miðlun efnis til almennings fengi réttarríkið búhnykk: blaðamenn sem fremja glæpi á ríkislaunum heyrðu sögunni til.
Nauðsynlegt að bregðast við með markvissum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Return að segja að heimildin og aðrir þess háttar miðlar séu bloggfærslur?
Alfreð Dan Þórarinsson, 15.3.2023 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.