Pútín má ekki sigra, gerir það samt

,,Ímyndið ykkur að Pútín hringdi í Biden og segði honum að ef Bandaríkin framseldu ekki Alaska til Rússlands yrði rússneskum kjarnorkuvopnum beitt. Biden myndi hlægja og segja rússneskum starfsbróður að hringja aftur þegar hann væri orðinn edrú."

Tilvitnunin hér að ofan er í grein Stephen M. Walt í Foreign Policy. Punkturinn er að Alaska er margfalt meira virði Bandaríkjamönnum en Rússum, sem þó áttu einu sinni Alaska. Um Úkraínu gildir að hún er margfalt meira virði Rússum en Bandaríkjunum og vestrinu. 

Walt er af raunsæisskólanum í bandarískum alþjóðastjórnmálum. Hann hefur áður komið við sögu tilfallandi athugasemda. Greinin hans í ber yfirskriftina Það sem Pútín gerði rétt.

Úkraína sem Nató-ríki stefndi tilvist Rússlands í hættu. Eftir að Bandaríkin buðu Úkraínu og Georgíu aðild að Nató vorið 2008 réðust Rússar inn í Georgíu og sögðu jafnframt að Úkraína yrði aldrei Nató-ríki. Eftir stjórnarbyltinguna í Kænugerði árið 2014, að undirlagi vesturlanda, var leynt og ljóst undirbúið að Úkraína yrði Nató-ríki. Ekki lengur.

Fyrir ári réðust Rússar inn í Úkraínu og stjórna um fimmtungi landsins. Her þeirra er fjölmennari en sá úkraínski. Aðdrættir Rússa, vopn og vistir, eru tryggari en Úkraínumanna. Að óbreyttu munu þeir sigra, þótt það taki nokkur ár. Eina sem gæti breytt fyrirséðum sigri Rússa er að Nató-hermenn tækju upp vopn við hlið Úkraínuhers. Rússar fengju þar með réttlætingu að beita kjarnorkuvopnum, sem þeir myndu nýta sér færu þeir halloka á vígvellinum.

88 skriðdrekar áttu að fara til Úkraínu frá evrópskum Nató-ríkjum i sumar og haust. Talan er komin niður í 60, segir Die Welt og fækkar jafnvel enn. Skotfæri í þungavopn eru af skornum skammti, segir Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató. Pútín sigrar vesturlönd í framleiðslu skotfæra, staðfestir breskur sérfræðingur.

75 prósent af mannfalli á vígvellinum er af völdum stórskotaliðs, segir Douglas Macgregor, bandarískur ofursti.  Talað er um að í sumar, um það bil sem skriðdrekarnir eiga að skila sér, verði skotfæraþurrð í Úkraínu. Stórskotalið án skotfæra er gagnslaust.

Með meira stórskotalið drepa Rússar fleiri Úkraínumenn en úkraínski herinn Rússa. Hrátt vald og geta til að að beita því yfir lengri tíma sigrar stríð, segir breski ofurstinn Rchard Kemp. Án Nató-hermanna tapar Úkraína, það er eins víst og nótt fylgir degi. Nató-hermenn fara aftur ekki til Úkraínu nema vesturlönd séu tilbúin í kjarnorkustríð. Þau eru það ekki.

Svo vísað sé í tilvitnunina hér að ofan. Bandaríkin og ESB hafa í áratug verið á valdafylleríi í Úkraínu. Vesturlönd eru núna með svæsna timburmenn, berja höfðinu við steininn og segja Pútín ekki mega sigra. En sigra mun hann samt. Allir edrú sjá ástæðuna. Úkraína varðar ekki tilvist vesturlanda en mjög svo Rússlands. 

Sagt með öðrum orðum. Tapi Rússland Úkraínustríðinu er úti um rússneska ríkið. Stjórnendur í Moskvu, Pútín og félagar, vita þetta og ráðamenn á vesturlöndum einnig. Pútín mun neyta ítrustu úrræða til að forðast ósigur.

Rússar undirbúa sig undir margra ára stríð. Vesturlönd eru að hugsa um að auka skotfæraframleiðsluna til að fóðra úkraínska herinn fram yfir sumarið. Eftir því sem stríðið dregst á langinn verða yfirburðir Rússa augljósari. Vesturlönd eru ekki tilbúin að breyta efnahagsbúskap sínum í hernaðarhagkerfi. Rússar eru þegar í þeirri umbreytingu. 

Vesturlönd veðjuðu á að Pútín léti yfir sig ganga að Úkraína yrði Nató-ríki. Vestrið tapaði veðmálinu 24. febrúar í fyrra, þegar rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Ári seinna eru ráðamenn á vesturlöndum í delerium tremens, haldnir ofskynjunum og neita að horfast i augu við veruleikann. Á meðan er Úkraínu tortímt, bæði landi og þjóð.

 

 


mbl.is Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Takk Pàll. Er mjøg svo sammala þinni grein.

Ólafur Árni Thorarensen, 19.2.2023 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má álykta að fólkið sem endurtekur rulluna um "tilefnislausa innrás" og "svo lengi sem þarf" hafi verið svipt allri rökhugsun. Það kom í heiminn eins og Aþena forðum full skapað án undirbúnings eða meðgöngu. Engin fortíð, aðeins dagurinn í dag. Maður þarf ekki endilega vera aðdáandi Pútíns til að sjá að hagsmunir Rússa eru miklu meiri í Úkraínu en hagsmunir vestursins svo maður minnist ekki á hagsmuni Bandarikjanna. Það er alið á ótta við allt rússneskt og maður spyr hvers vegna? Ekki hafa þeir verið að færa út kvíarnar eins og NATO, sem nú telur helmingi fleiri aðildarríki en voru þegar Sovétríkin féllu. Til hvers? Ekki eitt varnarstríð hefur verið háð af þessu svokallaða "varnarbandalagi." Hins vegar hefur NATO staðið í fjölmörgum árásarstríðum. Ekkert þeirra hefur endað með friði þegar "varnarbandalagið" hefur yfirgefið vígvöllinn. Við erum ekki að verja fullveldi Úkraínu hvað þá lýðræði þess. Hvorugur fyrirfinnst í landinu. Af einskærri þrælslundin stöndum við með vestrænum þjóðum sem ásælast auðlindir. Fyrst auðlindir Úkraínu síðan auðlindir Rússa þegar þeir hafa verið sigraðir. Þetta er hin nýja nýlendustefnu þjóða sem þurrausið hafa allar sínar. Eða hvers vegna halda menn að ESB sækist eftir aðild ísland? Má minna á fiskinn og orkuna?

 Lengst af létum við nægja að láta land undir hernaðaraðstöðu. Það hefði átt að duga 350 þúsund manna þjóð. En nú er öldin önnur og fulltrúar okkar taka nú fullan þátt í refsiaðgerðum og áróðursræðum. Það gerir þjóðina samseka. Einhvern tíman hefðu hernámsandstæðingar risið upp og andmælt. Nú mætir hernámsandstæðingur #1 á fundi NATO, slær sér á lær og lætur sér vel líka. Engír andstæðingar stríðs finnast lengur hjá hinu herskáa vinstri. Samruni vinstri og hægris í stríðsbröltinu er alger. Aðeins hjáróma raddir nokkurra hægri manna andmæla þeim mannfórnum sem nú líðast í þessu fjarlæga landi, Úkraínu. Ekki vegna þess að við elskum Pútin heldur vegna þess að við kaupum ekki lýgina sem matreidd er ofan í okkur.

Ragnhildur Kolka, 19.2.2023 kl. 15:09

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með Ragnhildi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.2.2023 kl. 16:08

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sammála Páli og enn frekar þrumuræðu Ragnhildar.

P.S.

Ofboðslega dapurt að horfa á einhliða stríðsáróður sömu erindrekana á RÚV í Silfrinu í dag.

Treysta haukarnir sér ekki til að hleypa öðrum eða friðsamari sjónarmiðum á skjáinn?

Jónatan Karlsson, 19.2.2023 kl. 17:04

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta hefði ég getað lesið fyrr í kvöld,en sem betur fer laumaðist ég í "Bloggið" og las sannleikann frá austurvígstöðvunum,sem annars hefði misst af. En ég varð upptekin af ,Alheimurinn Eyja Vetrarbrautin; Eyja ljóss! Einhversstaðar þar eru "mörg hýbýli" og eldræðurnar eru meðal annar þaðan sprottnar trúi ég.

Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2023 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband